Vikan


Vikan - 22.06.1939, Page 3

Vikan - 22.06.1939, Page 3
Nr. 25, 1939 VIKAN 3 Ég sé þá fyrir mér Eftir Frank Sha w. I þessari grein segir Prank Shaw, vélfræð- ingur við Caramer Lairds-skipasmíðastöðina, frá því, er síðast verður vitað um þá 99 menn, er létu lífið með enska kafbátnum Thetis, er fórst í^reynslusiglingu á Liverpool-flóa 2. þessa mánaðar. Frank Shaw lá þjakaður á sjúkra- húsi, er hann sagði O. P. Gallagher, blaðamanni við Daly Express, þessa sorgarsögu, sem öllum heiminum hefir hrosið hugur við að heyra. Aft- ur og aftur varð hann að slíta frásögninni til að hvíla sig. En á henni er þó enginn veikinda- blær, þvert á móti er hún f jörleg og greinargóð. Á þennan hátt björguðust þeir fjórir menn, er komust lífs af úr þessu hræðilega slysi. MADUd MEÐ OAVlS-GRÍMU YflRGBJÖRGUNáRKLff- ANM. HANN 'AWEeoA HRA0A SiNN UPP TiL YRReoR^SINS MEe 5tRsroi<;u handfangi að var fagurt veður á þriðjudags- morguninn, er við yfirgáfum Camm- er Lairds-skipasmíðastöðina í Birkenhead með kafbátnum Thetis, er nú skyldi fara reynsluferð á Liverpoolflóanum. Hafið var spegilslétt og gljáandi eins langt og augað eygði. Ég var staddur á stjórnpalli, þegar gef- in var skipun um að kafa. Ég gaf þessu engan sérstakan gaum, þar sem honum hafði verið ,,dýpt“ áður. En mér kom það þó strax nokkuð kyn- lega fyrir sjónir, hversu hann stakk sér beint niður, og nú hallaðist hann mikið til hliðar. Svo rakst hann í botn. Það var mikill árekstur — en þó ekkert ægilegur, — samt hrökkluðumst við úr stað og hent- umst sitt á hvað. Við hentumst á veggina, fálmuðum fyrir okkur og reyndum að finna eitthvað til að halda okkur í. Þilfarinu hallaði fram um 40 gráður. Ýms verkfæri, sjónaukinn og annað laus- legt valt yfir okkur. Með ópum og síma- hringingum voru þegar gefnar skipanir skuta á milli í bátnum um að loka öllum hlerum, og við það urðum við að skríða fram og aftur eins og apar í búri, þar sem bátnum hallaði svo mjög. Hin mikla þögn.. Allar gangvélar skipsins stöðvuðust, ekki vegna árekstursins, heldur eftir fyrirskip- unum yfirforingjans. I einni svipan varð allt svo dauðahljótt, að maður heyrði and- vörp hvers annars. Ég horfði á þá, sem stóðu næstir mér, og þeir litu á mig. Ég held, að þeim hafi einnig verið ljóst, að hér gæti ekki allt verið með felldu. Ég hjálpaði til að loka þeim hlerunum, sem næstir mér voru. Og þó að við vær- um einangraðir sitt á hvað í skipinu, gátu þó foringjarnir, með hjálp skipssímans, samtímis staðið í stöðugu sambandi við hin ýmsu afhýsi kafbátsins. Við komumst fljótt að raun um, að vatn myndi hafa komizt inn í stafnrúm skipsins, en þeim, sem þar höfðu verið, hafði tekizt að forða sér í tíma og lokað hlerunum á eftir sér. Ég man ekki betur, en að rafljósin log- uðu stöðugt. Upp á stjórnpallinn komu skýrslur um það, að engar alvarlegar skemmdir hefðu orðið við áreksturinn, og eftir það lukum við upp hlerunum að næstu herbergjum, sem bókstaflega voru nú beint neðan við okkur, vegna þess, hve bátnum hallaði. Þarna inni voru nokkrir menn, sem höfðu „fallið í snöruna", orðið eftir, þegar hler- unum var skellt í lás. Við kölluðum til þeirra, og spurðum, hvort þá angraði nokkuð. Síðan renndum við niður kaðli, og Capman og Glen, yfirforingjar, sigu niður til að svipast um í „undirdjúpunum". Er þeir höfðu gengið úr skugga um, að öllum liði sæmilega, tóku þeir að bera saman ráð sín, hvað til bragðs ætti að taka. Eftir því, sem ég bezt veit, kom engum í hug að grípa til Davis-grímanna. Við hugsuðum um það eitt að losa skipið og koma því aftur upp á yfirborð sjáv- arins. Við klifruðum okkur til hita. Engum kom heldur í hug að yfir- gefa kafbátinn. Við skiptumst á spaugs- yrðum um ástandið. Það var fyrirhugað að halda vígslugildi í Birkenhead, þegar við kæmum úr þessari reynsluferð. Þá ætlaði skipasmiðjan að afhenda bátinn formlega. Og okkur varð tíðrætt um þessa veizlu, sem beið okkar. Fyrsta tilraunin til að losa kafbátinn frá botninum var gerð með fyrirskipun um að dæla fyrir borð mestum hráolíuforðan- um, til að létta á skipinu. Þaðan stafar þessi olíubrá, sem fólk sá á haffletinum. Það var farið hægt og rólega að öllu. Vélanna var gætt af stökustu varúð. Að undanteknu dæluskröltinu var allt svo ömurlega hljótt. Það hefir hlotið að vera sltvampið af þessum dælum, sem einhverjir fylgibátanna töldu sig hafa heyrt. Allir lögðust á eitt um að losa bátinn. Lítil matbjörg var til staðar — nokkr- ar tvíbökur, svolítið af osti og nokkrir kjúklingar. Það var allt og sumt. Matsvein- arnir buðu engum þessar krásir. Hver varð að sjá fyrir sjálfum sér. Ég bragðaði á kjúklingi, — en í raun réttri höfðum við allt of annríkt til að hugsa um mat. Það var að verða þungt loft, og nú var farið að tala um að grípa til Davis-grím- anna. En þá voru sú vandkvæðin a, að eigi var vitað, -hvcJrt nokkrir væru til staðar til að taka á móti þeim, er kæmust upp á yfirborð sjávarins. Við gátum ekki sent loftskeyti, af því að við vorum neðansjávar, og tækin virtust við áreksturinn hafa misst „eigin- leika“ sinn til að gefa frá sér neðansjávar- merki. Okkur var sagt, að kapteinn Oram og leutenant Woods ætluðu að hætta lífinu og fara fyrstir á flot til að leita hjálpar. Og svo komum við okkur saman um nokkur einstök merki, sem kapteinn Oram skyldi láta okkur heyra, ef hann kæmist lífs af. Þeir gengu inn í björgunarklefann — og hurfu. Menn geta hugsað sér, hvernig

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.