Vikan


Vikan - 22.06.1939, Side 18

Vikan - 22.06.1939, Side 18
18 VIKAN Nr. 25, 1939 Hann hugsaði ekki um annað en ,,Pílu“. Hann hélt, að þau hlytu að sjást aftur. Hann ætlaði að snúa aftur heim með full- ar hendur fjár og biðja hennar. En það leið langur tími, áður en honum var það Ijóst, áð það átti ekki fyrir honum að liggja að verða mikill maður. 1 tíu ár lifði hann í endurminningunni um hana, síðan dó hann úr malaríu með nafn hennar á vörunum. Hann hefði ekki dáið, ef hann hefði ekki verið þreyttur á lífinu. Aðeins nánustu vinir hans vissu um banamein hans. ,,Píla“ fékk aldrei að vita, hvað um hann varð. Hún hafði gleymt hon- um . . . Orð gamla mannsins höfðu mikil áhrif á Línu. Hann sá, að hún neri saman höndunum af miklum móði. — Hún þekkir mig ekki, hugsaði hann. — Hún trúir hverju orði. Hún ætti að vita, að hálfu ári síðar varð ég jafn skot- inn í ljóshærðri stúlku frá London og henni. En það gat hann ekki sagt henni. Sjálfum þótti honum þetta vera róman- tískt æfintýri, þó að það hefði ekki skilið eftir ör í hjarta hans. En hann vildi láta hana halda, að þessi ungi maður hefði ver- ið tryggur. — Um hvað eruð þér að hugsa, spurði hann. Lína hugsaði: — Aldrei á minni lífs- fæddri æfi hefi ég þekkt annan eins lyga- laup! Heldur hann, að ég þekki hann ekki, þó að fjörutíu ár séu liðin síðan? Og svo þykist hann vera dauður úr ást. Hann ætti skilið, að ég segði honum, að ég hefði gifzt ári síðar! En það verður bara til þess að eyðileggja tálvonir gamla hrósins, — því að hann er miklu eldri en ég —! Hann skrökvar þessu auðvitað vegna þess, að hann skammast sín fyrir það, hvað hann hefir verið ótrúr. — Ég var að hugsa um þetta, sem þér voruð að segja, sagði hún. — Það er rétt, að þá var ástin annað en hún er nú. — Við „Píla“ kynntumst á ákaflega kynleg- an hátt. Þegar ég kom til Englands frá Madrid, þar sem faðir minn var sendiherra, þekkti fólk okkur „Pílu“ ekki í sundur. Mig langaði mikið til að sjá þessa mann- eskju, sem þér kallið „Pílu“, en ég Línu, — og ég varð undrandi, hvað við vorum líkar, — jæja, þetta eru nú útúrdúrar. — Ég ætlaði að segja yður frá Línu. — Það var átakanlegt að sjá, hvernig henni hrakaði, þegar vinur yðar fór. Það var faðir hennar, sem fékk hana til ■' að skrifa honum uppsagnarbréfið. Hún varð aldrei hamingjusöm og gat ekki fyrirgefið föður sínum. Hún sást aldrei brosa — hún var skuggi af sjálfri sér — hún fölnaði eins og blóm og dó síð- an . . . úr sorg, sögðu læknamir. Hún dó með hárlokk af unga mannin- um í hendinni. Þetta er sannleikurinn um „Pílu“. . . . Hún vissi líka, hvað ást var------- Gamli maðurinn varð alvarlegur. — Er þetta satt? Ég vissi þetta ekki! — Þannig er það, sagði Lína. — En það er nú orðið langt síðan þetta var. — Ég er ákaflega hrærður, sagði gamh maðurinn. — Ég hafði enga hugmynd um, að þér væruð vinkona hennar . . . ég hélt . . . En hann sagði ekki, hvað hann hélt. Hann sagði: — En þó að hlægilegt sé, þykir mér vænt um það, sem þér sögðuð mér. — Ég vona, að þér afsakið mig, — en ég verð að fara . . . Gamli maðurinn tók saman pjönkur sín- ar, hneigði sig eins og ungur maður og gekk í burtu. Lína brosti og hélt áfram að lesa. — Jæja, var gaman? spurði hún Gittu á heimleiðinni. — Já, við Ronni erum trúlofuð. Þið tók- uð ástina alvarlegar en við, en þér er óhætt að treysta því, að þetta varir. — Ég veit það, sagði Lína. — Þið, unga fólkið, eruð hreinskilnari en við. Ég tek orð mín aftur. — Skemmtir þú þér frænka, spurði Gitta. — Ekkert meir en venjulega, sagði hún. Dómarinn: Hve gamlar eruð þér? Þér verðið að muna, að þér eruð fyrir rétti. Konan: 24 ára. Dómarinn: Og hve margra mánaða? Konan: 96 mánaða. * Hann var að lýsa því fyrir konu sinni, af hverju gengisfall stafaði, hversvegna fjárhagsörðugleikar væru til og hvernig ætti að ráða bót á þeim. — Það er furðulegt, sagði hún að lok- um, — að maður eins og þú skulir vita svona mikið um peninga og þó hafa svo lítið af þeim. Faðirinn: Heyrðu, góði minn, þú ert óhreinn á fótunum. Sonurinn: Já, pabbi, en þú ert miklu óhreinni. Faðirinn: Veit ég vel, en ég er miklu eldri en þú. Læknirinn: Þér hafið ákaflega hægan púls. Sjúklingurinn: Gerir ekkert! Hefi nóg- an tíma! Páll: Ó, ég er svo þyrstur. Jóna: Má bjóða yður vatn? Páll: Þér misskiljið mig. Ég er ekki óhreinn, ég er þyrstur. * Sveinn: Geturðu ráðið þessa gátu: Hvað er það, sem hefir fjóra fætur, eitt skott og segir voff ? Bjarni: Ætli það sé ekki hundur? Sveinn: Uss! Þú hefir kunnað hana. * Konan: Þú ert fullur, Axel! Maðurinn: Það er nú ekkert undarlegt annað eins og ég hefi drukkið! Hallgrímskirkja — eða barnahœli. órbergur Þórðarson hefir ritað „bréf til Rauðra penna“, sem birtist í IV. hefti ritsins, og ber hann þar fram tillögu um það, að í stað þess að reisa Hallgríms- kirkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, eins og fyrirhugað er, skuli þar reist BARNAHÆLI, því að ekki sé til hér á landi hæli, er kalla megi því nafni. Þessi hugmynd er þess verð, að hún sé íhuguð vandlega á meðan tími er til. Grein Þórbergs er rituð af mikilh snilld, eins og vænta má, en hins vegar er þar sumt frekar til að hindra framgang þess máls, en til að sameina alþjóð um það, og nær þess vegna tæplega tilgangi sínum, þrátt fyrir það, að hugmyndin sé ómetan- lega mikils virði. Það er víst, að barna- hæli eru nauðsynleg hverri þjóð. Börn fá, á slíku hæli, þá aðhlynningu og það upp- eldi, sem þau hefði annars farið á mis við. Þar er lagður grundvöllur undir framtíð þeirra, þannig, að líkurnar fyrir því, að þau verði sjálfum sér og þjóðinni að gagni, margfaldast. Um þetta verður ekki deilt. Kirkjur landsins eru allflestar litlar, og fæstar þeirra virðulegur minnisvarði trú- arinnar, — en getur andlegt líf ekki blómg- ast í þeim samt? — Er stærð og form kirknanna aðalatriði, samanborið við eig- inlegt hlutverk þeirra? Nei. Hugmyndin, um að reisa veglega kirkju til minningar um mesta sálmaskáld okkar, er góð, — en hugmyndin, um að reisa barnahæli til minningar um Hallgrím Pétursson, er miklu betri. Með því yrði minning hans heiðruð með göfugri og skynsamlegri hætti en þótt reist yrði kirkja, hversu veg- leg, sem hún kynni að verða. — Og um- hyggjan fyrir umkomulausum börnum er í nánasta samræmi við trú vora, og líf Hallgríms Péturssonar, börnum, komandi kynslóðum, framtíð þjóðarinnar til gagns og góðs, — kynslóð okkar til mesta sóma. Um Hallgrím ritar Þ. Þ. í grein sinni: — Þjáningar hans ættum við að endur- gjalda með því að reyna að ala þar svo upp dálítið brot af æsku landsins, að það hendi aldrei sú mikla ógæfa að krossfesta nokk- urn mann fyrir skoðanir hans. Það er sú mesta virðing, sem unnt er að sýna minn- ingu Hallgríms Péturssonar. Þetta eru sönn orð. Fyrir nokkrum árum voru gefin út sér- stök frímerki, og átti ágóðinn af sölu þeirra að renna að nokkru leyti til barna- hælis. Um það mál hefir lítið eða ekkert heyrst síðan. Þó er líklegt, að nokkurt fé hafi fengist á þenna hátt. Ef ágóðinn af þessum frímerkjum, og það fé, sem safn- ast hefir til að reisa Hallgrímskirkju, yrði sameinað, gæti þjóðin eignast barnahæh, sem yrði landinu til sóma. Þjóðin verður að sameinast um þetta nauðsynjamál. Gregor.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.