Vikan - 29.06.1939, Síða 19
Nr. 26, 1939
VIKAN
19
Cordell Hull,
utanríkismálaráðherra Bandarikjanna.
Annað líf
í þessu
Aumingja karlvesalingurinn hann Hull
gamli! Þarna þvælist hann alltaf
fram og aftur og skimar í kring um
sig — og ekki vantar það, að nógu er
hann kurteis og elskulegur. En það er
heldur ekki meira.
Þessi orð lét ungur ráðunautur í Hvíta-
húsinu sér um munn fara skömmu eftir
að Cordell Hull var kjörinn forsætisráð-
herra Bandaríkjanna árið 1935. Og margir
voru þeir, sem höfðu svipaða skoðun á
hinum nýja utanríkismálaráðherra. En síð-
an eru nú 4 y2 ár, og álit manna á Cor-
dell Hull hefir breyzt mjög til batnaðar,
og andstæðingar hans hafa nú komizt að
raun um, að hann er ekki eins blár og þeir
vildu vera láta. Fáir stjórnmálamenn hafa
látið leika jafn rækilega á sig og Cordell
Hull, en þegar til úrshta dregur er það þó
alltaf hann, sem hefir yfirhöndina. Hann
hefir ekki einungis unnið virðingu ann-
arra þjóða, heldur einnig vináttu þeirra
og traust. Með dæmafárri þolinmæði hefir
honum tekizt að koma á hagkvæmum
verzlunarsamningum við önnur ríki, er
hafa aukið utanríkisverzlun Bandaríkj-
anna um 50 af hundraði. Með því hefir
hann styrkt Roosvelt forseta mjög í sessi,
og unnið honum óskipt fylgi, bæði í flokki
hans og einnig meðal líðveldissinna. Og þó
Cordell Hull sé nú 68 ára gamall, er oft
bent á hann í stórblöðum Bandaríkjanna
sem heppilegan eftirmann Roosvelts. En
það má hann ekki heyra.
Mannkostir þessa manns, alþýðleg fram-
koma, þolinmæði og hæfileiki hans til að
skilja fólk, hefir fleytt honum fram og afl-
að honum margra sigra. Er hann árið 1933
fór til Montevideo sem fulltrúi Bandaríkj-
anna á sjöundu ríkjaráðstefnu Ameríku,
fluttu blöðin í Suður-Ameríku af honum
skopmyndir, sem jötninum mikla frá New
York, sem allt træði undir fótum sér.
Og það reyndist líka svo, að hann fékk
öllu ráðið á þessari ráðstefnu, sem öðrum.
Óðar og hann hafði komið sér fyrir í gisti-
húsi, tók hann sér staf í hönd og rölti um
í borginni, fór frá gistihúsi til gistihúss
og spurði uppi alla fulltrúa annarra ríkja
í ráðstefnunni. Suma kom hann að máli við
á rakarastofu, aðra hitti hann meðan þeir
snæddu árdegisverð, og hvar sem hann
kom, gekk hann beint til verks, labbaði til
fulltrúanna hvers og eins, og kynnti sig
með eftirfarandi orðum: ,,Ég er Cordell
Hull frá Bandaríkjunum, komið þér sæl-
ir.“ Og síðan hóf hann við þá samræður
um daginn og veginn, unz þeir urðu beztu
kunningjar.
Hinn einlægi samstarfsvilji þessa
óbrotna, en virðulega fulltrúa, breytti
mjög skoðunum Suðurríkjanna á harð-
svífni og yfirgangi Bandaríkjanna, og þeg-
ar ráðstefnunni var lokið og fulltrúarnir
fóru heim, fluttu blöðin skopteikningar af
Cordell HuII, en nú sem engli friðarins og
þeim, er öllum vildi gott gera.
Bandaríkjamenn kunna líka að meta
þessa hæfileika forsætisráðherra síns, og
einu sinni sagði þekktur stjórnmálamaður
um hann: ,,Ef maður snéri við í honum
sálinni, myndi hvergi koma í ljós dökkur
blettur á ranghverfunni.“
Cordell Hull hefir stundum verið spurð-
ur um, hvaða íþrótt hann hefði mestar
mætur á, og hann svarar ævinlega á sömu
lund: „Það er timburfleyting," því sem
strákur vann hann fyrir sér með því að
fleyta timbri niður eftir Cumberland-fljóti.
Það var tíu daga verk, að fleyta timbrinu
niður til sögunarmyllunnar í Nashville. Það
var tíu daga strit við að halda jafnvæginu
og tíu nátta svefn undir berum himni. Síðan
varð að ganga upp með fljótinu, til að geta
flotið aftur undan straumi í tíu daga. En
í þessari ævintýralegu atvinnu las hann
lögfræði, og stjörnmálin lágu honum strax
þungt á hjarta. 1 Tennessee bauð hann sig
fram við þingkosningar, þegar hann var
21 árs, og hlaut kosningu. Síðan hefir hann
óskipt gefið sig að stjórnmálum og verið
hægri hönd sex forseta, fyrst sem toll- og
skattamálaráðherra, og nú síðast sem
utanrí kismálar áðherra.
Eftir SteínýAL/n íAiattÁcáJSon.
\ Tið vistarskiptin til Danmerkur hef ég,
* eins og fleiri landar, notið góðs af því,
hve samúð og gagnkvæm virðing hefir
stóraukizt milli beggja þjóðanna síðan Is-
land fékk fullveldið. „Nú es hvatvetna vil-
mál talat“. — Því hefir verið líkt við mun-
inn á gamaldags, harðsnúnu og misskildu
hjónabandi og kærleiksríkri lagsmennsku
(Kameratægteskab), eftir nýjustu tízku,
þar sem hvort hjónanna nýtur frjáls full-
veldis í sérmálunum. Ekkert strítt band
lengur, heldur teygjuband. —
Hvar sem ég hefi komið, á flakki mínu
um Danmörku, hefi ég aftur og aftur hitt
sveitapilta og stúlkur, sem verið hafa í
vist heima á Fróni. Þau kunnu frá mörgu
að segja, og öllu góðu, og óskuðu flest, að
mega fara í nýja vist norður þar. Því hvort
tveggja hafði unnið hug þeirra og hjarta,
landið jafnt og þjóðin.
Sömu sögu kann ég að segja af ýmsum,
sem farið höfðu kynnisför til landsins. Það
var einlæg aðdáun og fögnuður.
En sérstaklega hjó ég eftir því, hve vist-
ráðna fólkinu þótti allt vera frjálsmann-
legra og skemmtilegra á íslenzkum sveita-
heimilum en á bændabýlum í heimalandi
sínu; enda skil ég það vel, eftir viðkynn-
ingu 'minni af háttum dansks bændafólks.
Þar er dauflegri vistin en heima og stafar
meðfram af því, að stéttamunur er meiri
og viðkynning seinni og varfærnari.
Ég ýki það ekki, að yfirleitt meðal Dana
stendur íslenzka þjóðin hátt í metum fyrir
gáfur og dugnað. Og að sama skapi hefir
landið vaxið að virðingu og áliti. Það, sem
áður þótti helgrimmdar hjarn, varla byggi-
legt hvítum mönnum, er nú orðið dýrð-
legt draumaland, og framtíðarland, fullt af
auðsuppsprettum og framfaraskilyrðum.
Þessi skoðanabreyting er bæði að þakka
síaukinni ferðamanna viðkynningu, dag-
legum blaðaskrifum og útvarpsfréttum
með þar af leiðandi vaxandi þekkingu. —
„Verkin tala.“ En ekki síður er það að
þakka vorum ágætu skáldum og lista-
mönnum. Jóhann Sigurjónsson, Gunnar
Gunnarsson, Kamban, Laxness og Krist-
mann Guðmundsson vega þar þungt á met-
unum. Og þá, nú sem stendur, ekki síður
okkar kæru söngsnillingar: Stefano Is-
landi, María Markan og Elsa Sigfúss. Hve
oft hefi ég ekki heyrt Dani hrósa skáld-
unum, sem ég nefndi, og hve oft hefi ég
ekki, ásamt Dönum, glaðst yfir söng þeirra
þriggja síðastnefndu í útvarpinu?
En engin regla er án undantekninga, því
enginn gerir svo öllum líki. Þeir Danir eru
Framh. á bls. 22.