Vikan


Vikan - 06.07.1939, Side 11

Vikan - 06.07.1939, Side 11
Nr. 27, 1939 VIKAN 11 íslenzkir áhrifamenn: Heilsuveill í æsku. Góður smali. Skrítinn og áhugalaus nemandi. Skrifaði bækling um stjórnmál. Átti í deil- um við rektor. Vildi verða studiosus perpetuus. Lauk þó meistaraprófi. Blaðamaður. Þingritari. Kennari. Fór nauðugur norður. Ann frelsi og sjálfsforræði. Skóla- meistari fjölmennasta skóla landsins. Vizkuleitandi. Sigurður Guðmundsson, skólameistari á Akureyri. Ecco homo! — Ég var allt í senn: heilsuveill, latur og hyskinn til vinnu á uppvaxtarárum mínum. Mig langaði hvorki til eins eða neins, og var foreldrum mínum því þyngra áhyggjuefni, sem lengra leið, en þó var ég bókhneigður, — og foreldrum mínum þótti ég góður smali. Hefir mér oft fund- izt ég vera orðinn smali í annað sinn, síð- an ég tók við skólastjórn. Svo var það ráð tekið, að senda mig í skóla. Munu foreldrar mínir hafa gert það til að vita, hvort ekki kynni að rætast úr ónytjungn- um. Þau voru allgóðum efnum búin á þeirra tíma vísu og gátu leyft sér að gera þessa lokatilraun með ,,vandræðabarnið“. Átján ára gamall settist ég svo inn í Latínuskólann. Og nú tók ekki betra við. Ég reyndist brátt hinn mesti skussi og slugsari til náms, las lítið, rolaðist um og varð aldrei neitt úr verki, enda var heilsa mín þá mjög veil. Drykkfelldur var ég þó ekki, því að mér hefir alltaf verið illa við drukkna menn. Vín og hófdrykkja — það er allt annar handleggur! Engin námsgrein var mér kærari en önnur, og ég var ósköp áhugalaus og sljór fyrir framtíðinni. — Voruð þér vinsæll á meðal skóla- bræðra yðar? — Hvorugt. Mönnum þótti ég víst mjög skrítinn og sérvitur og hendu gaman að mér. En þegar á leið eignaðist ég marga og góða vini í hópi skólabræðra minna, og mér tekur alltaf sárt, þegar ég heyri lát einhvers þeirra. Og nú kann ég hvergi betur við mig en með skólabræðrum eða lærisveinum mínum, ef ég á að vera með mönnum. Kynning við ýmsa skemmtilega menn er það bezta, sem ég hefi grætt á skólavistinni. — Hvern skólabróður yðar mundu þér helzt kjósa yður sem félaga í útlegð á eyðiey ? — Líklega Gunnlaug Claessen. Það er maður, sem ég hefi miklar mætur á. — Höfðuð þér ekki áhuga á þjóðmálum, íþróttum eða einhverju öðru óviðkomandi sjálfu skólanáminu? — íþróttir reyndi ég aldrei að iðka og sá mér ekki fært vegna almenns líkams- Sigvrður Guðmundsson, skólameistari. stirðleika. En í efri bekkjum skólans varð ég allt í einu rampólitískur, hvernig sem á því stóð. Þá gaus upp í skólanum þjóð- málahreyfing, and-valtýskan svo nefnda, með Benedikt Sveinsson í broddi fylking- ar. Fylgdi ég fast þeim flokki og skrifaði undir dulnefni dálítinn bækling, er ég nefndi: Valtýskan. Samkvæmt reglugerð skólans minnir mig, að skólapiltar mættu þá ekki hafa nein pólitísk afskipti, en þó réð hitt meiru, að það þótti mont og hinn mesti spjátrungsháttur, ef skólapiltar létu til sín heyra á prenti. Sérstaklega voru það þó skólapiltar sjálfir, sem drógu dár að slíkri ofdirfsku, og líkar mér það nú mjög vel. — Og komst það ekki upp, að þér skrif- uðuð bæklinginn? — Það held ég ekki, eða að minnsta kosti var ég ekki látinn gjalda þess. Um þessar sömu mundir kom líka svo margt annað upp á teninginn í skólanum, er þótti verra en pólitískir bæklingar. Annars átt- um við rektor illa skap saman, og einu sinni hröklaðist ég úr skóla. Skólastjórn Björns Olsens var „tragedía", sem inni- lega er óskandi um, að eigi endurtaki sig í íslenzkri skólasögu. En gaman hefði ég af, að hann heimsækti mig nú, og myndi ég taka honum með kostum og kynjum, eða eins og ég hefði framast föng á. Lík- lega myndi ég gefa honum kampavín, — minna myndi mér ekki þykja duga við slíkan virðingar- og veraldarmann. Gerði hann þó eitt sinn furðu þráláta tilraun til að bægja mér úr skóla, sem þó mistókst, svo undarlegt sem það er, er hann sótti það svo fast. Sé ég nú eftir á, að oft hefir hann viljað mér vel. En þau viðskipti rif ja ég eigi upp nú, sem vaeri þó ef til vill eigi ófróðlegt. En það hjálpaði mér, að ég átti að ágæta menn í deilunum við Olsen, eink- um síra Eirík Briem, er ég ann sem föður mínum, og er einn hinn mesti vitsmuna- og ágætismaður, er ég hefi kynnzt. En af Birni Olsen lærði ég þó það, sem ég kann að kenna. Hann var yfirburða kennari, og nú virði ég þennan mikla sýslunga minn mikils, enda kynntist ég honum síðar á kennaraárum mínum hér í Reykjavík, og reyndist hann mér hið bezta, er ég leitaði til hans í málfræðilegum vanda, og hve gætinn hann var í fræðilegum fullyrðing- um, er aðdáunarvert. En hann var pipar- sveinn, og því fór sem var. Kennarar þurfa að vera heilbrigðir, lifa normölu lífi og vera normalir menn. — Hvenær hvarflaði svo að yður að lesa norrænu ? — Ég veit það varla. Ég lauk stúdents- prófi vorið 1903, og fór utan þá um sum- arið án þess að ætlast nokkuð sérstakt fyrir. Er ég kom utan, innritaði ég mig í hagfræði, þjóðmegunarfræði, sem þá var kölluð svo, við Hafnarháskóla. Haustið eft- ir vatt ég mínu kvæði í kross og „fór yfir í“ norrænuna, án þess þó að mér dytti í hug, að ég myndi ljúka því námi og taka próf. Ég ætlaði að verða studiosus per- petuus og annað ekki. En svo fór um síðir, að ég lauk meistaraprófi í norrænum fræð- um 1910, og kom heim árið eftir, hlað- inn skuldum, sem ég er enn að borga. — Tvisvar kom ég heim á Hafnarárum mín- um, og í annað skiptið var ég þá um tíma ritstjóri „Dagfara“ á Eskifirði, í forföllum Ara Arndals, er þá gegndi sýslumanns- embætti í Norður-Múlasýslu í veikinda- forföllum Jóhanns Jóhannessonar. Leidd- ist mér á Eskifirði. — Hófuð þér svo kennarastörf, þegar eftir að þér komuð alfarinn heim? — Nei, ég var þingritari á þinginu 1911, en fékk skömmu seinna ígripa-kennslu við Kermaraskólann við fráfall Björns frá Við- firði, þess mæta manns. All-löngu síðar fékk ég veitingu fyrir kennarembætti við Kennaraskólann og gegndi þeirri stöðu Pramh. á bls. 22.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.