Vikan


Vikan - 06.07.1939, Qupperneq 15

Vikan - 06.07.1939, Qupperneq 15
Nr. 27, 1939 VIK A N 15 I>a9, sem komiö er af sögiinni: Barabás loðskinnaskraddari flyzt búferlum frá Budapest til Parísar og hafnar með fjölskyldu sína, konu og þrjú börn, í Veiðikattarstræti. — Pyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir eru barngóðir og rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. -— Ett kvöldið bætist grískur flóttamað- ur í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, Vassja, sem öllum hjálp- ar, og Anna verður ástfangin af, og Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. — Anna þrá- biður pabba sinn og Bardichinov um að lofa sér að læra eitthvað. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Barabás- fjölskyldan flyzt í aðra íbúð í Veiðikattar- stræti. — Anna er nú orðin útlærð sauma- kona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- styrki. — Anna og Barabás fara til Suður-Ame- ríku í von um betri kjör. Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki sé nema svolitla stund. — Barabás hefir líka fengið vinnu. — Loksins heimsækir Albertine Barabásfjölskylduna. — Nú streyma Þjóðverj- ar til Parísar. Cathrina kynnist einum þeirra Gúnther Volkmar, docent. Hún býður honum til Barabásfjölskyldunnar, eingöngu til að kynna hann og Önnu. — Anna verður ekki ástfang- in af honum, en henni leiðist hann ekkert. -— Jani er nú orðinn fullveðja. Hann afsalar sér ekki frönsku borgararéttindunum. — Anna og Klárí hafa miklar áhyggjur út af því, að Albert- ine og Jani verði aldrei hamingjusöm. — Barabás- systkinin þrjú eiga hvert sitt leyndarmál, sem þau minnast ekki á. Klárí hittir unnustu Vassja, Jani Elemér Hallay og Anna Fedor. Leyndarmál önnu er þannig, að það varir. Hún hittir Fedor oft og hjálpar honum. Einn daginn voru konung- urinn í Júgóslafíu og franski utanrikismálaráð- herrann myrtir. Fyrst missir Barabás atvinnu sína, síðan Anna. Barabás og Anna hafa ákveðið að fara heim til Ungverjalands. — Verið þér ekki svona óhamingjusam- ur á svipinn! segir Anna og hlær. — Þér eruð svo duglegur, Giinther. Hvers vegna leitið þér ekki að skynsamari stúlku, sem kann að meta heiður sinn? Ég er ekki al- mennileg, því að ég veit ekkert, hvað ég vil. — Jæja! segir Giinther aftur og hneigir sig enn stirðlegar. Anna lítur á stofuhurðina, sem aldrei þessu vant er lokuð. Klárí er að lesa, en Bardichinov og Cathrina sitja líka þar inni. Þau vita, hvers vegna Giinther er í spari- fötunum og bíða árangursins. Þetta er eins og í óperettu, hugsar Anna, jæja, en fjöl- skyldu hennar þykir að minnsta kosti vænt um, að hún hafnar bónorðinu. Hinn biðillinn er Pedor. Bónorðið hljóð- ar dálítið öðruvísi, en röksemdirnar eru þær sömu. Þau sitja hlið við hlið á rúminu í her- bergi Fedors og styðja bæði höndum undir kinn. — Veiztu um hvað ég er að hugsa, góða mín. Þú þarft ekki að fara til Ungverja- lands, ef þig langar ekkert til þess. Það getur líka verið, að þú fáir stöðu þína aft- ur. Ég vil kvænast þér, ef þú kærir þig nokkuð um það. — Ertu orðinn vitlaus, Fedor? — Það er von, að þú spyrjir. Ég veit vel, að ég er hálfgerður ræfill. Ég ætlaðist alls ekki til, að við flyttum saman. Ég get varla hugsað mér það sjálfur. Ég bauð þér aðeins nafn mitt. Það er það eina tign- arlega við mig . . . JarosseV-Pelczinsky er gamalt rússneskt-pólskt nafn. Ég verð að beina athygli þinni að þeirri staðreynd, að í f jarlægð er ég maður, sem þú getur gort- að af . . . Maðurinn minn, fyrrverandi liðs- foringi í lífvarðarsveit zarsins . . . Ég verð auðvitað að vera langt í burtu, svo að fólk sjái ekki, hve mikill ræfill ég er. — Fedor . . . þú ert enginn ræfill. Ég átti alls ekki við það. En heyrðu, þú ættir að kvænast auðugri stúlku af góðum ætt- um. Fedor skellihlær. — Meinarðu þetta? Þá ertu ákaflega óþroskuð andlega, góða mín! — Það er samt staðreynd, að amerískar konur eru ólmar í að krækja sér í rúss- neska útflytjendur. — Fursta, góða mín! Pelczinskyarnir voru einu sinni pólskir furstar, en titillinn hefir glatazt í einum af hinum mörgu felli- byljum sögu okkar, og aldrei gæti ég graf- ið hann upp aftur. En setjum nú svo, að þær vildu ná í mig og það tækist — heldur þú, að ég gæti nokkurn tíma sætt mig við það? Ég mundi hlaupa í burtu úr hvað tignu og auðugu hjónabandi sem væri og snúa aftur til knæpunnar. — Hvers vegna ? Það er alveg eins hægt að drekka í höll. — Þar skjátlast þér. Það er ekki hægt — ekki í höll. Ef maður hefir verið rekinn út um dyrnar, á hann ekki að reyna að klifra inn um gluggann. Þannig kemst maður ekki heldur inn á rétta braut á ný. Það er ekki hægt. — Það eru margir, sem byrja nýtt líf-----. — Þú átt við nýja verzlun? Já, það gera auðvitað gjaldþrota menn. En að byrja nýtt líf — — góða mín, þú ert heimskari en ég hélt. Veiztu, hvað ég er gamall ? Fjörutíu og fimm ára. Árið nítján hundruð og seytján, þegar byltingin varð, var ég tuttugu og átta ára gamall. — Jæja, Fedor. Ekki ætla ég að snúa þér. Ég hefi ekki einu sinni reynt að láta þig hætta að drekka — er það? — Nei, þú hefir verið góður félagi. Þess vegna langar mig til að hjálpa þér. Anna mín, ég þrái svar þitt, má ég eiga þessa litlu hönd um alla eilífð? —- Nei, Fedor. Ég fer heim. Pabbi verð- ur einmana, ef ég fer ekki með honum. — Er það eina ástæðan til þess, að þú ferð? — Ég hefi enn minni ástæðu til þess að vera kyrr. Hún hefir rétt fyrir sér, og Fedor hætt- ir að tala um fyrir henni. — Þú ferð þá heim, segir Fedor hugs- andi. — Á ég að skrifa þér, Fedor? — Nei, skrifaðu ekki, vina mín. Ég mundi ekki svara, en ég hugsa meira um þig en þú heldur. — Vassja, segir Ánna óvart. — Manstu eftir honum, Fedor? Rússinn horfir lengi og alvariega á hana. — Hann var eini vinurinn, sem ég hefi nokkurn tíma átt, segir hann rólega. — Hann var eini maðurinn, sem ég hefi nokkurn tíma elskað, segir Anna, kinkar kolh og heldur, að hún segi sannleikann. Daginn áður en Anna fer, hittastþauenn einu sinni í knæpu: Síðan fara þau heim til Fedors. — Reyndu nú að halda jafnvæginu, segir Anna við hann um leið og hún kveð- ur. — Drekktu ekki fyrir meira. en þú vinnur þér inn. — Vertu nú ekki að minnast á erfða- skrána, svarar Fedor. Síðan standa þau á þröskuldinum í hinum síðustu faðmlögum, löngum og hljóðum. Anna hleypur niður stigann. Aftur fylgir allur litli hópurinn þeim á stöðina. Þau fara frá Gare de l’Est, en þangað komu þau fyrir fjórtán árum. Bardichinov kemur kjagandi. Cathrina kemur á hækjunum. Næturlestin fer klukkan tíu, þá eiga allir frí. Pia Monica stendur við hlið föður síns. Giinther stend- ur vinstra megin við hana. Þau færa sig öll dálítið aftur á bak. Frú Barabás og börnin tvö standa fremst, beint fyrir neð- an gluggann. Albertine kom og kvaddi þau um daginn. Lestin leggur af stað. Pia Monica horfir þögul á Önnu. Anna finnur það og brosir svo, að lítið ber á. Nú er hún að fara frá þeim stað, þar sem líf þeirra hefir verið svipað allt fram að þessu. Með lestinni eru margir útlendingar, en Barabásfjölskyldan þekkir engan. Ferða- mennirnir eru flestir menn, sem sitja á svölum Dömes og Rotondes, ungir, tilvon- andi listamenn, fréttaritarar frá óþekkt- um blöðum. — Barabásfjölskyldan hefir aldrei komið í veiðilönd þeirra. Gíinther fór einu sinni með Önnu í Döme, en það var ekkert gaman að því. 1 hinum tíu, litlu

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.