Vikan


Vikan - 06.07.1939, Síða 17

Vikan - 06.07.1939, Síða 17
Nr. 27, 1939 VIKAN 17 GYÐINGURINN í Shushan. Nýju húsgögnin mín voru, vægast sagt, andstyggileg. Fæturnir hruljku und- an stólunum, og plöturnar hentust af borðunum, án þess að nokkuð sérstakt kæmi fyrir. En samt varð ég að borga þau, og Ephraim, sem var umboðssali og rukk- ari uppboðsins á staðnum, beið frammi í forstofunni með reikninginn. Múhameðski þjónninn kynnti hann sem „Eshraim, Yah- udi“, — Gyðinginn Ephraim. Sá, sem trúir því, að mennirnir séu bræður, hefði átt að lieyra hann Elahi Bukhsh minn skera þetta orð á milli hvítra tannanna eins hæðnis- lega og hann þorði fyrir húsbónda sínum. Ephraim var sjálfur ákaflega kurteis í framkomu — svo kurteis, að það var með öllu óskiljanlegt, hvernig hann gat verið rukkari. Hann minnti á stríðalinn sauð, og röddin var eftir því. Á andliti hans sat föst og óbifanleg gríma, eitthvert barns- andlit, undrandi á svip. Þegar hann fékk peninga, virtist hann máttlaus yfir auð- æfum manns, en fengi hann enga peninga, virtist hann velta því fyrir sér, hvað mað- ur væri harðbrjósta. Aldrei hefir nokkur Gyðingur verið ólíkari sínum þjóðflokki. Ephraim gekk í tuskuskóm og kufli úr druslum, sem var svo skringilegur, að djarfasti liðsforingi hefði flúið af hræðslu við að sjá hann. Hann talaði hægt og stilli- lega og var ákaflega aðgætinn með að móðga engan. Eftir margra vikna kunn- ingsskap lét Ephraim tilleiðast að tala við mig sem vin sinn. — Við erum átta hér í Shushan og bíð- nm eftir því að verða tíu. Þá ætlum við að sækja um að fá samkunduhús fyrir okkur og fá leyfið frá Kalkutta. Enn höf- um við ekkert samkunduhús, og ég, að- eins ég einn, er prestur og slátrari okkar þjóðar. Ég er Gyðingur — ég held það, en ég er ekki viss um það. Faðir minn var Gyðingur, og okkur langaði mikið til að fá samkunduhús út af fyrir okkur. Ég verð prestur Gyðinganna. Shushan er stór bær í Norður-Indlandi. íbúarnir eru þar svo þúsundum skiptir, og þar á meðal eru átta af guðs útvöldu þjóð, sem bíða eftir því, að þeir verði sér- stakur söfnuður. Gyðingarnir í Shushan voru þeir: Mir- iam, kona Ephraims, tvö lítil börn, mun- aðarlaus drengur, frændi Ephraims, Jac- krael Israel, gráhærður öldungur, kona hans Hester, Gyðingur frá Cutch, Hyem Benjamín og Ephraim, prestur og slátrari. Þeir bjuggu allir í sama húsi í útjaðri bæj- arins, sem var umkringt saltpéturshrúg- um, múrsteinum og stöðugum ryksúl- um, sem stöfuðu af eilífu randi kvik- fénaðarins niður að fljótinu til þess að fá sér að drekka. Á kvöldin komu börn bæj- arins saman á uppskipunarstaðnum til þess að láta flugdrekana sína fljúga. Synir Ephraims voru í fjarlægð, horfðu á leik- inn frá húsþakinu, en léku sér aldrei með börnunum. Bak við húsið var lítill garður, girtur múrveggjum, þar sem Ephraim bjó til mat handa fólki sínu að Gyðinga sið. Einu inni opnuðust dyrnar að garðinum SMÁSAGA EFTIR RUDYAKD KIPLING. skyndilega við slagsmál, sem fóru fram fyrir innan. Þá sáu menn rólynda rukk- arann við vinnu sína með útþandar nasir, skjálfandi varir og hendurnar á kafi í hálf- ærðum sauði. Hann var í ákaflega kynleg- um búningi, sem minnti hreint ekkert á tuskuskó eða druslukufl. Á milli tanna hans var hnífur. Hann dró djúpt andann eins og hann hefði glímt lengi við skepn- una innan veggjanna, og hann var eins og allt annar maður. Þegar hann sá, að dyrnar höfðu opnazt, flýtti hann sér að loka þeim á ný. Hendi hans setti rauða rák á fjalirnar. Börnin horfðu með angist á aðfarimar af húsþökunum. Það var nóg, ef maður hafði séð Ephraim vinna einu sinni í þjónustu trúar sinnar. Sumarið kom yfir Shushan, breytti upp- skipunarstaðnum í járn og flutti sjúkdóm til bæjarins. — Við fáum hann ekki, sagði Ephraim vongóður. — Við fáum samkunduhúsið okkar í haust. Bróðir minn kemur hingað frá Kalkutta með konu sína og börn, og ég verð prestur í samkunduhúsi okkar. Á heitum kvöldum skreið Jackrael Israel, gamli maðurinn, út til þess að sitja á sorphaugunum og skoða líkin, sem voru flutt niður að fljótinu. — Hann kemur ekki til okkar, sagði Jackrael Israel veikri röddu, — því að við erum guðs útvalda þjóð, og frændi minn verður prestur í samkunduhúsi okkar. Lát- um þá deyja. Síðan skreið hann inn í hús- ið sitt aftur og lokaði dyrunum til þess að loka heim fína fólksins úti. En Miriam, kona Ephraim, leit í gegn- um gluggann á líkin, þegar þau voru borin fram hjá í börum, og sagðist vera hrædd. Ephraim huggaði hana með samkunduhús- inu, sem þau myndu fá og fór út að rukka eins og venjulega. Sömu nóttina dóu börnin tvö, og Ep- hraim jarðsetti þau snemma næsta morg- uns. Dauðsföllin voru aldrei tilkynnt. — Sorgin er mín sorg, sagði Ephraim, og honum fannst það nægilega afsökun til þess að virða að vettugi heilbrigðisreglum- ar í stóru keisararíki, sem var í blóma sínum og ákaflega vel stjórnað. Munaðarlausi drengurinn, sem var á vegum Ephraim og konu hans, hefir ekki verið þakklátur, heldur blátt áfram þorp- ari. Hann bað þau um eins mikla peninga og þau gátu án verið og flýði síðan suður á bóginn til þess að bjarga lífi sínu. Viku eftir andlát barnanna, stóð Miriam upp úr rúmi sínu um nótt og reikaði út — til þess að leita þeirra ? Hún heyrði þau gráta bak við runna eða horfði á þau drukkna í polli úti á engi og hún grátbað ökumennina á þjóðveginum að stela þeim ekki. Um morg- uninn kom sólin upp og skein á bert höfuð hennar. Hún gekk út í vott kornið til þess að hvíla sig, en hún kom aldrei aftur, þó að Ephraim og Hyem Benjamín leituðu að henni tvær nætur samfleytt. Hinn þolinmóði, undrandi svipur í and- liti Ephraims varð dýpri og dýpri, en það leið ekki á löngu, áður en hann kom með skýringu. — Við erum svo fáir hér, en hinir eru svo margir, sagði hann. — Það getur ver- ið, að guð hafi gleymt okkur. I húsinu í útjaðri bæjarins kvörtuðu Jachrael Israel og Hester yfir því, að eng- inn væri til að hjálpa þeim, og Miriam hefði svikið þau. Ephraim fór út og rukk- aði. Á kvöldin reykti hann með Hyem Benjamín, þar til er hann dó um sólarupp- komu einn daginn, er hann hafði lokið við að borga Ephraim síðustu skuldirnar. Jackrael Israel og Hester sátu ein í auðu húsinu allan daginn, og þegar Ephraim kom heim, grétu þau sig í svefn. Viku síðar fylgdi Ephraim, reikandi undir þungri byrði, gamla mannium og konu hans til brautarstöðvarinnar, þar sem hávaðinn kom út á þeim tárunum. — Við förum aftur til Kalkutta, sagði Ephraim þegar Hester hékk í kuflermi hans. — Ég hefði orðið prestur í sam- kunduhúsi okkar, hefðum við verið tíu. Já, guð hlýtur að hafa gleymt okkur. Leifarnar af hinni dreifðu nýlendu fóru með lestinni suður á bóginn um leið og liðsforingi einn, sem fletti bókum járn- brautarfélagsins, blístraði lagið: Tíu litlir negrastrákar. Lagið hljómaði eins og útfararsálmur. Það var síðasta kveðjan til Gyðinganna í Shushan. I greifadæminu Monaghein í írlandi er hið fagra vatn, Muckuo. Við vatnið stend- ur eldgamalt tré, en í berki þess eru títu- prjónar svo þúsundum skiptir. Gömul sögn hermir, að tannpína hverfi, ef stungið er títuprjóni í tréð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.