Vikan


Vikan - 17.08.1939, Side 4

Vikan - 17.08.1939, Side 4
4 VIKAN Nr. 33, 1939 iMe^ficedduh. ojufywlbúldL. Ég fæddist með þeim ósköpum í þennan hrellda heim, að hugsa mest til yndislegra meyja. Úr svefninum og í hann ég sé langmest af þeim, og svo mun vera, unz ég fæ að deyja. Og það er ekki þar með nóg. — Við svefnsins sæta eim, mig sýknt og heilagt dreymir um þær líka, meira að segja. Og allir þessir draumar enda á einn og sama hátt, að allra beztu stúlkuna ég hreppi. Svo að það má nærri geta, að í kotinu er kátt, ég hvísla: Ég þér aldrei, aldrei sleppi. — En þegar ég svo vakna, verður geð mitt öskugrátt, því gæfan er ekki annað en lélegt sængurteppi. Baldur Pálmason. hann um gróður og blómskrúð einn feg- ursti blettur borgarinnar. Ungur sveinn og yngismær leita sér hér afdreps á leiðinni sunnan af íþróttavellinum. Þau þurfa að kyssast ögn eftir þennan langa og æsandi kappleik — og hér er tilvalinn staður fyrir þau. Á morgun verður aftur kappleikur, — og kirkjugarðurinn er alltaf við hend- ina í leiðinni heim. Margur lestur er og óglæsilegri til fróð- leiks og íhugunar heldur en sá, er getur að líta þar á mörgum minnisvarða. Ekki verður þó komist hjá því að sjá, að dauð- inn gerir upp á milli barna sinna. Sums- staðar er röð veglegra minnisvarða, með löngum áletrunum og embættistitlum, og stundum einhver frásögn um helztu afrek og athafnir hinna framliðnu. En hér og hvar, á milli hinna glæsilegu minnisvarða, liggja gleymd og gróin leiði, og á öðrum eru litlir trékrossar með fátæklegum áletr- unum. Á einum slíkum krossi stendur þessi yfirlætislausa áletrun: „Hér undir hvílir Kristine Marie Sörensen". Þetta eru táknræn orð. Eigi langt frá í garðinum stendur önnur grafskrift á litl- um minnisvarða, og er á þessa leið: „Trúin og traustið á guð, skylduræknin og kærleikurinn hefir gert æfi hennar ógleymanlega." Á háum, svörtum járnkrossi, skammt sunnan við bænhúsið, stendur þessi áletr- un: „Guðrún Oddsdóttir, Frú Sveinbjörns- son, 59 ára gömul, á gardi þessum grafin fyrst allra, 23ia November 1838.“ Hér í gamla kirkjugarðinum er því búið að greftra Reykvíkinga í rösk hundrað ár. Á nokkrum minnisvörðum er þess getið, að hér hvíli N. N. og fyrri kona hans, eða frú F. F. og seinni maður hennar. Slíkar og þvílíkar áletranir kunna ekki að þykja ýkja athyglisverðar svona eftir á. En ef við gætum gengið um kirkjugarða framtíð- arinnar og lesið okkar eigin grafskriftir, mundi mörgum manninum bregða í brún, ef hann sæi, að þar ætti að bera beinin með honum kona, sem hann þekkir nú ekki og veit ekki, að sé til. Og hvernig yrði eig- inkonunni ungu og ástríku við, ef hún sæi þar nafn annars manns en þess, sem hún nýlega giftist. En svona er lífið — og dauð- inn. Sem betur fer þekkir enginn tilvon- andi nágranna sína í kirkjugarðinum, og heldur ekki hverjir verða vandamenn hans í gröfinni. Hverjir væru þeir menn, sem réðu sig í skipsrúm, eftir að þeir hefðu séð nafnið sitt standa á leiði óþekkta sjó- mannsins ? Slíkar sýnir inn í heim framtíð- arinnar myndu kollvarpa allri menningu og allri lífsvenju aldanna á skömmum tíma. Menn myndu leggja niður vopnin í hildarleik lífsbaráttunnar og gefast hrein- lega upp, því að allir vilja lifa, og gera ekkert nema af því, að þá langar til að lifa og starfa. Ef einhver jum finnst það svara kostnaði, að ráfa um gamla kirkjugarðinn og lesa grafskriftirnar, getur sá orðið margs vísari um kynslóðina, sem fæddi okkur til lífsins. Og ef við göngum svo út um norðaustur- hlið garðsins, sájum við þar stóra, steypta þró, sem á sumrin er oftast nær full af ill- gresi og moldartægjum, sem fólk hefir tínt af leiðum ástvina sinna og varpað þarna frá sér um leið og það yfirgaf garðinn. Þessar gróðurleifar eru duft duftsins, afrakstur- inn af lífsbaráttu nokkurra kynslóða, ávöxturinn af ást þeirra og eigingirni, af sjálfselsku þeirra og fómfýsi. Jörðin tek- ur allt, sem hún gefur. S. B. Húnaþing. Kvæði eftir Arinbjörn Árnason. Þar sem hljómar ótal óma, óska gestir ljóðin þylja. Fljúga svanir — fjallasýn. Þar sem angan ungra blóma örfár gleði, starf og vilja. Það er sveitin, sveitin mín. Rís þú ungi æskulýður upp til starfs og fremdar verka, stattu frjáls og stefndu hátt. Fjalla hringur, hár og víður hjá þér veki örfun sterka, átthaganna andárdrátt. Dynur fossins dimmi rómur, dunar grund og lindir hjala. Vors í störfum stækka þrár. Fyllir loftið fugla hljqmur, fetar hjörð um mó og bala, stökkfrár leikur lax um ár. Borgarvirki blasir víða, beint við Hóp frá Víðidalnum. Vestar geymast Grettistök. Áustar felst hið undra fríða, Ingimundar land í salnum, handan Vatnsdalshóla bök. Hér í blárri fjarlægð fjalla, fléttast sveit um strönd og dali, allt frá sjó að heiði hátt. 1 suðri stoltur æfi alla Eiríksjökull fyllir sali — öræfanna enni blátt. Meðan tengja tónar bögu, tryggðum bindast maður, kona. Stolt og djörf með sterka trú. Hér er staður söngs og sögu, sorgar, gleði, ásta, vona. Álls, er minnumst, ég og þú. Heill sé þér um æfi alla æsku minnar dvalarstaður. Bæjarfjöld og blómskrúð þitt. Yzt við strönd og upp til f jalla, auðnu njóti sérhver maður. Húnaþing! Þú hérað mitt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.