Vikan


Vikan - 17.08.1939, Side 8

Vikan - 17.08.1939, Side 8
8 VIK A N Nr. 33, 1939 YngmgarlœkiHiigarnar, sem hafa tvískipt enska ípróttakeiminum. Sam Goldwyn, fyrrum járnsmiður í Englandi. Fyndinn kvik- myndakóngur liÆr. Alva Johnston hefir komið á fót ýmsum skopsögum um kvikmynda- frömuðinn Sam Goldwyn, sem hafa orðið álíka vinsælar í Ameríku eins og sögurnar um gamla Ford, bílakónginn sáluga. En sá munur er á söguhetjunum, að sögurnar um Goldwyn lýsa honum allt frá því að hann var unglingur og nam járnsmíði í Englandi og fram á þennan dag. Aftur á móti eru sögumar um Henry Ford allar af honum eftir að hann hafði sigrazt á andstreymi lífsins og var setztur í helgan stein. Mr. Johnston vill halda því fram, að Sam Goldwyn sé gæddur frábærri kímnis- gáfu. Víst er um það, að margar sögurn- ar, sem eftir honum eru hafðar, bera þess ljósan vott. Hann er ákafur til leikja. Spil- ar á spil, teflir damm og leikur golf, og að hverju, sem hann gengur, fylgir hann aðeins einni reglu, þeirri, að vinna leikinn, þótt hann verði til þess að brjóta allar leikreglur. Sagt er, að hann hafi einhverju sinni teflt damm við vin sinn og haft rangt við. Reis þá vinur hans úr sæti, sló til hans og sagði: „Þetta er rangt!“ En Sam svar- aði: „Hvað gerir það til, við sem erum svo góðir vinir.“ Einhver hafði orð á því við hann, að konan hans væri handfríð. „Já“, sagði hann, „ekki vantar það. Eg hefi líka hugs- að mér að fá einhvern atvinnulausan lista- mann til að gera af þeim broncelíkan." Sam kom eitt sinn að máli við leikrita- höfund nokkurn og mælti: „Viljið þér lofa mér því upp á æru og trú að skrifa fyrir mig leikrit, þegar þér hafið lokið við að skrifa textann að þessari kvikmynd, sem þér eruð nú með ?“ En er skáldið kvaðst ekki Framh. á bls. 21. t Englandi eru starfandi 64 knattspyrnu- 1 félög, þar sem meðlimir félaganna hafa knattleikinn að atvinnu. Tvö af þess- um félögum, félag eitt í Portsmouth og annað í Wolverhamton, hafa gripið til yngingalækninga til þess að viðhalda heilsu og starfsþreki meðlima sinna. Þetta hefir vakið mikið umtal og tölu- verða gremju í Englandi, og er enskt íþróttafólk tvískipt um þetta mál. Þeir, sem eru því mótfallnir, halda því fram, að þetta stríði ekki einungis á móti íþróttinni sem slíkri, heldur sé það einnig siðferðis- lega rangt að gefa fólki hinar mikið um- deildu hormóna-sprautur, sem í raun og veru sé sama og viðhalda líkamanum á neyzlu eiturlyfja. En nú hefir talsmaður ynginganna, hinn viðurkenndi vísindamaður, A. Menzies Sharpe, skrifað grein í blaðið Sunday Dis- patch, til að bera blak af þeim læknum, sem samkvæmt ráðleggingum hans sjálfs hafa fengizt við yngingar og yngingatil- raunir á íþróttafólki. ■ ' ' K *■ Fer hér á eftir ágrip af þessari grein: Dr. Sharpe gerir fyrst nokkra grein fyrir því, hvað þessir svonefndu hormónar séu. „Það eru átta smá líffæri, dreifð út um líkama vorn,“ segir hann, „sem hafa stjórn á hverri hreyfingu líkamans og ráða einnig miklu um sálarástand einstaklinganna. 1 þessum litlu líffærum, sem stundum eru' kallaðir lokuðu kirtlarnir, myndast efna- sambönd, hinir svonefndu hormónar, er þaðan ganga út í blóðið og berast með því. Ef einhver þessara lokuðu kirtla hættir að starfa, hefir það lamandi áhrif á allan líkamann. Yngingarlækningarnar miða að því, að viðhalda hæfilegum hormóna-f jölda í líkömum manna. Hætti lokuðu kirtlarnir að framleiða hormóna, verða þeir ekki örvaðir til starfa að nýju. En til að koma í veg fyrir hormóna-skort í líkamanum hefir það ráð verið fundið, að taka þessi fjörefni úr dýrum og sprauta þeim inn í fólk. Þessi tilfærsla fjörefnanna er engan veginn hraðvirk, og verður því aldrei not- uð sem tækifærismeðal til að auka fólki ásmegin. Verkanirnar koma ekki í ljós fyrr en eftir 5—6 vikur, og það er heldur engin hætta í því fólgin, að of stórir skammtar séu gefnir, því að líkaminn get- ur aðeins fært sér í nyt ákveðinn skammt þessara f jörefna, og það, sem þar er fram yfir, kemur ekki að neinum notum. Ótal dæmi eru þessu til sönnunar. Það er ómótmælanlegt, að roskið fólk, sem hefir fengið þessar sprautur árum saman, heldur líkamlegri og andlegri heilsu betur en ella. En aftur á móti er ekkert dæmi um það, að þær hafi dregið úr lífskröftum nokkurrar manneskju eða valdið henni heilsutjóni. Og nákvæmlega sömu aðferð- ir eru notaðar hvarvetna til þessara lækn- inga, og yngingarlækning knattspyrnu- mannanna er þar engin undantekning. Fátt fólk, sem annars er talið með fullu fjöri, hefir nægilega hormóna í líkaman- um. Til þess liggja margar orsakir. T. d. hraðinn í nútíma lífi, úrkynjun, of mikil Framh. á bls. 22. Dr. Sharpe, sem stóð að því, að læknar tóku að magna knattspymumenn með hormóna-sprautum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.