Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 10
10 V IK A N Nr. 33, 1939 Anna gamla♦ Smásaga- r gæfan hafði elt Kattinghjónin. Þeim hafði orðið sex barna auðið, en að- eins eitt lifði. Stór og greindur drengur, sem hét Jens. Frú Katting var ákaflega hreykin af honum. En á heimilinu var önnur manneskja: Anna gamla, sem hafði gætt Jens, frá því að hann var lítill, og hinna systkinanna, sem voru á lífi, þegar hún kom þangað. I bænum var almennt álitið, að það væri Önnu að þakka, hvað Jens var duglegur og hraustlegur. Og frú Katting, sem var fyrir löngu orðin ekkja, fór í einu og öllu eftir því, sem gamla, breiðleita konan sagði. Þegar konurnar voru einar, töluðu þær saman eins og svörnustu óvinir, en þegar aðrir voru við, gætti Anna þess að sýna frúnni tilhlýðilega virðingu. Enginn þorði að gera að gamni sínu við Önnu nema Elsa, frænka frú Katting, sem hafði verið tekin til fósturs, þar eð hún var munaðarlaus, og Jens var einkabarn. Elsa var eins og sólargeish. Aldrei hafði þekkzt eins kátur og skemmtilegur krakki. Jens lék sér við hana, þó að hún væri yngri en hann, og gamla frúin hafði mestu á- nægju af að klæða hana í fallega kjóla. En þetta gerði Elsu ekkert til. Hún var alltaf jafn góð og þæg; Hún hafði enga ánægju af að læra eins og Jens, sem fékkst varla til þess að líta upp úr bókinni og fara út, en hún hafði gaman af heimilis- verkum og elti Önnu um allt. Frú Katting sagði iðulega við Önnu: — Æ, ég vildi, að þau yrðu hjón! — Það má ekki skipta sér af þeim, sagði Anna þá, — en þau yrðu góð hjón. Og það leit í rauninni út fyrir, að þau væru hrifin hvort af öðru. Þegar Jens kom heim í fríunum, kærði hann sig ekkert um að fara út á sjó í hvíta bátnum sínum með öðrum en Elsu. Og þegar von var á hon- um heim, söng Elsa glaðlegar en nokkru sinni áður. —-------- Jens varð læknir, og Elsa fullorðin, lag- leg stúlka, sem öllum geðjaðist vel að. En allt í einu var eins og Jens sæi ekki Elsu og forðaðist hana blátt áfram. Elsa varð hljóð, og frú Katting hrygg. En Anna gamla lét sem ekkert hefði í skorizt. út af þessu. Það fer allt vel, á hvern veg- inn sem það fer!----------- Síðan dó frúin. Börnin syrgðu hana, en hvort út af fyrir sig. Samt var það áreið- anlegt, að Jens var ekki óvinveittur frænku sinni, því að hann vildi koma því þannig fyrir, að Anna og hún gætu búið í húsinu áfram, og hann heimsótt þær eins og áður. Annars ætlaði hann sér að setjast að sem læknir í fæðingarbæ sínum. Elsa sagðist halda, að bezt væri, að hún færi þaðan. Hún gæti áreiðanlega komið sér einhvers staðar vel fyrir. Þetta §agði hún einn morguninn við Jens, þegar þau sátu að snæðingi. En aldrei þessu vant, rauk Jens upp eins og naðra. — Ætlarðu að láta fólk segja, að ég reki þig í burtu strax og mamma deyr! sagði hann. — Og ætlarðu að skilja Önnu eftir eina? — Það verður meira talað um það, ef ég verð kyrr, sagði Elsa. — Ég held, að það sé sama, hvað fólk segir, sagði Jens þá og rauk út. 1 sömu andrá kom Anna inn með kaffið og kallaði: — Heyrðu, drengur! um leið og hann hljóp út. — Hann er svona hryggur, Anna, sagði Elsa afsakandi, og reyndi að telja sjálfri sér trú um, að svo væri. — Það er engin afsökun, sagði Anna. — Ef fólk verður ekki gott, þegar það er sorgbitið, er eitthvað bogið við það. En hann skal fá að bæta fyrir þetta! Sama kvöld fór Anna upp til Jens, en hann var þá að láta niður í töskur sínar. — Hvert ætlarðu? sagði Anna grimmd- arlega. En þegar hún sá framan í hann, varð hún blíðari á svip. — Ég ætla burt — eins langt frá Elsu og ég kemst, ef þig langar til að vita það, sagði Jens. — Einmitt það, sagði Anna og kinkaði kolli. — Þetta vildi ég vita. Nú langar mig bara til að vita, hvort þú ferð vegna þess, að þér lítist of vel eða of illa á hana? — Hvorugt! sagði Jens og stóð upp. — En fáðu þér sæti, Anna. Ég ætla að tala við þig. Anna settist á stól með spenntar greip- ar í kjöltu sér. — Jæja? sagði hún. — Anna, þú ert kunnugri okkur en nokkur annar. Er þgð ekki rétt, að Katting-ættin sé úrkynjuð? Ég er eini sonurinn, sem á lífi er. Föðurbræður mín- ir eiga engin börn. Systkini mín voru öll aumingjar, eitt blint, annað hálfviti. Get ég kvænzt stúlku, sem er eins heilbrigð og Elsa? Ég þori því ekki, Anna. Ég þoli ekki lengur að vera á sama heimili og hún án þess að geta talað við hana. Hann stóð upp, gekk út að glugganum og horfði út. — Þetta er ekkert spaug, Anna, sagði hann. — Nei, sagði Anna rólega. — Það er það ekki. Ástin er slæmur sjúkdómur, en þú læknast nú, góði minn. — Ég hefi enga trú á þvi, sagði Jens. — Nei, ekki þannig, sagði Anna. — Ég held ekki, að þú sért neinn flautaþyrill í þessum efnum. En ég hefi lyf við þessu, og ef þér finnst það vont, verðurðu að muna það, að mér þykir ekkert skemmti- legt að þurfa að gefa þér það. Jens sneri sér við og horfði á gömlu konuna. Hún var svo kynleg á svipinn. — Hvað er það, Anna? sagði hann og horfði undrandi á hana. — Manstu, hvað þið Elsa hafið oft strítt mér á hárinu? Einu sinni sögðuð þið, að ég hefði líklega engin eyru. — Já, sagði Jens án þess að skilja, hvert hún var að fara. — En ég hefi eyru, sagði Anna og stóð upp. — Nú máttu sjá þau. Hún ýtti hár- inu til hliðar, og Jens sá lítil, vellöguð eyru. — Þú þarft ekki að fela þau, Anna. Hún dró hann að speglinum. — Ekki? — Sjáðu. Hún hallaði höfðinu að honum, svo að hann sá eyrun á sér líka í speglinum. Síð- an gekk hún aftur á bak. — Ég hefi heyrt, sagði hún, — að ætt- erni sjáist hvergi eins vel og á eyrunum. Og eyrun á okkur eru eins. Jens botnaði ekki neitt í neinu. Anna hélt áfram: — Þetta er satt um Katting-ættina, en móðurættin þín er samt verri. En mamma þín var góð kona. Hún tók mig og barnið mitt að sér. Hún sagði oft, að það væri þér að þakka, hvað allt hefði gengið vel síðustu árin . . . Jens starði á hana. — Er . . . er . . . byrjaði hann. — Já, þú ert. sonur minn. Faðir þinn var hraustur og góður maður, þó að hon- um hafi ekki farizt vel við mig. Hann er kvæntur og á mörg, myndarleg börn. Ég hefi ekkert getað gefið þér, drengur minn, nema það, að þú ert af góðu fólki kominn. Þú veizt sjálfur, hvað ég er hraust. — Anna-------- — Þetta er allt og sumt. Hitt hafa for- eldrar þínir gefið þér. — Þú hefir gert mikið fyrir mig, sagði Jens. Anna var eins róleg og venjulega. En Jens var ruglaður og hrærður. — Þú mátt ekki minnast á þetta við Elsu, sagði Anna. — Þetta fer allt vel. — Má ég kalla þig mömmu? — Nei, það máttu ekki. Ég tek ekkert frá gömlu frúnni. En þegar þú eignast börn, langar mig til að stjana við þau eins og ég stjanaði við þig. Hún gekk fram að dyrunum og opnaði þær: — Nei, það er svo sem ekki nauð- synlegt, sagði hún blíðlega. — Ég verð kyrr, Anna! En síðan dó frú Katting. 1 banalegunni þakkaði hún Önnu hvað eftir annað fyrir allt, sem hún hafði gert, og að endingu sagði hún við hana: — Gerðu það, sem þér finnst réttast, Anna. Berðu Jens kveðju mína! — Ég get ekkert gert, sagði Anna. — En frúin gæti talað við Jens, ef hún vildi. — Ég get það ekki, Anna, andvarpaði frúin, og Anna hristi höfuðið: — Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.