Vikan


Vikan - 17.08.1939, Síða 11

Vikan - 17.08.1939, Síða 11
Nr. 33, 1939 VIKAN 11 sem dvelja hér um þessar mundir og ferðast um landið í boði íslenzkra blaða- manna. I svigum undir nöfnum þeirra eru nöfn þeirra blaða og fréttastofnanna, sem þeir vinna við. Gunnar Nielsen. (,,Politiken“). Carl Th. Jensen. („Berlingske Aftenavis"). Elin Hansen. („Skive Folkeblad"). Peder Tabor. („Social-Demokraten“ í Khöfn). Oluf Bussmann. („Kristeligt Dagblad"). Martin Nilsen. („Arbejderbladet"). G. K. Burmölle. („Nationaltidende"). H. Hansen. („Venstres PressebUureau"). Alex Christiansen („Den social-demokratiske Provins- presses Bureau“). K. Bögholm. („Den konservative Generalkorres- pondance“). „ÉG HELD ÞAÐ EKKI — ÉG VEIT ÞAГ. Prh. af bls. 5. Árið eftir kvæntist ég og flutti hingað heim. Setti ég á stofn málaflutningsskrif- stofu, og hafði lítið að gera framan af. Gerði ég mér þá til gamans að skrifa bók, og sú bók hefir lifað fram á þennan dag. Það var „Islands Adressebog“, sem Vil- hjálmur Finsen tók síðar við útgáfustjórn á. Þetta er nú eina bókin, sem ég hefi skrif- að um dagana, og ég býst heldur ekki við að skrifa fleiri. — En æfisögu fyrsta sendiherra Is- lands ? — Nei, ég skrifa ekki æfisögu. Ég hefi litlar mætur á þeim bókmenntum. Æfisög- ur eru oftast nær óáreiðanlegar, og stund- um hlutdrægar, án þess þó, að það sé gert af ráðnum hug. Atvikin mást, þegar frá líður og falla út úr sambandi, og menn gleyma oft að geta þess, sem skiptir þó mestu máli. — Og hvenær hófuð þér stjórnmála- feril yðar? — Það er ekki gott að segja. Ég er al- inn upp á stjórnmála-heimili og drakk í mig pólitíkina með móðurmjólkinni. Ung- ur skrifaði ég hitt og þetta í blað föður míns. Á háskólaárum mínum voru allir Hafnar-stúdentar miklir áhugamenn um stjómmál. Sambandsmálið var alltaf til umræðu, og hið eina stórpólitíska mál, sem menn skipuðu sér um. Er ég kom heim, var ég kosinn í bæjarstjórn, og á þing 1914 sem þingmaður fyrir Reykjavík. Tvisvar átti ég sæti á þingi, en sagði af mér þingmennsku, þegar ég tókst á Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.