Vikan


Vikan - 17.08.1939, Side 14

Vikan - 17.08.1939, Side 14
14 VIKAN Nr. 33, 1939- FEGURÐ OG TÍZKA: Aucuni eru spegill sálarinnar. Til þess að gera augun fallegri en þau eru, eru settir skugg- ar í kringum þau. Það er ýmist þurr málning, sem er sett á, þegar andlitsduft hefir verið borið á andlitið, eða augnasmyrsl, sem má bera í kringum augun, hvort sem er á undan eða eftir, að duftið hefir verið sett á andlitið. Skuggarnir mega hvorki vera dekkri en augun né jafndökkir og þau. Þannig mega t. d. svarteygar konur aldrei hafa svarta augnaskugga. Aftur á móti fara dökkbláir eða grænir augna- skuggar svarteygum konum vel. Það er venja, að bláeygar konur hafi bláa augnaskugga, en augnaliturinn verður enn dekkri, ef þær hafa lillabláa eða græna skugga á kvöldin. Gráeygar konur geta haft augnaskuggana blágræna eða brúna á daginn, en grænir augnaskuggar eru fallegri á kvöldin, sérstaklega ef augun eru stór. Brúneygar konur hafa augnaskuggana ljósbrúna á daginn, en bláa eða græna á kvöldin. Smáeygar konur verða að setja augnaskuggana varlega í kringum augun. Litur skuggans verður að vera langtum Ijósari en litur augnanna. Lítil augu, sem liggja djúpt inni í höfðinu, og eru næstum því undantekningarlaust falleg, verða enn fallegri — líka stærri —, ef augnaskugginn er dreginn frá miðju augnalokinu út til hliðar og þar á litur- inn að vera dekkstur. Ef lítil augu eiga að sýnast stór, er gott að draga línu með augnabrúnalitnum í kringum augað og lengja hana dálítið í ytri augnakrókunum. — Því næst skal strokiðyfirlínunameð fingrinum, svo að hún sjáist ekki. Á sama hátt er hægt að breyta lögun augnanna. — Nú þykja augu, sem eru eins og möndlur í laginu, fallegust. Það la gfæst með því að lengja lín- ur augnalokanna upp á við. Stóreygar konur geta sett skugga yfir allt augnalokið. Ef þið eruð úteygar, skuluð þið hafa skuggann dekkstan neðst á augnalokinu. Skuggarnir verða að vera langt frá nefinu, ef augun sitja of nálægt hvort öðru. Það er sjaldgæft, að of langt sé á milli augna, en ef svo er, er auðvitað hægt að bæta úr því með því að setja skuggana rétt við nefið. Enn eru slæður á höttum ákaflega mikið í tizku. Nýjasta tízka er aö hat'a þær eins og myndin sýnir. Fegurðarsamkeppnin. Á næstunni birtir VIKAN myndir af þeim stúlkum, sem flest atkvæði hafa hlot- ið. Þeir, sem hafa hugsað sér að taka þátt í kosningunni, en eiga eftir að skila at- kvæðum sínum, geta skilað þeim til há- degis á laugardag til afgreiðslu blaðsins, Austurstræti 12. Eg þekki ekkert sjaldgæfara né fullkomnara en að elska og dá án þess að gera nokkra kröfu. Eugéne Fromanten. Ástin er eina dyggð konunnar, hún elskar án afláts, þó að enginn elski hana. Duclos. # Hún: Fólk segir, að þú segir, að þú hafir kvænzt mér pening- Laglegur útikjóll. Pilsið er smáfellt að neðan. Knipplinga- kraginn og beltið setur mestan svip á kjólinn. anna vegna. Hann: Ég verð að segja eitt- hvað sennilegt. Þetta eru brúðhjónin ungfrú Sigrún Pétursdóttir og hr. Sigurður Ámason frá Stóra-Hrauni. — (Sigurður Guðnumdsson Ijósmyndaði).

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.