Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 15
Nr. 33, 1939 VIKAN 15 — Lögsæki okkur! hrópaði hr. Boers- techer gremjulega. —- Og hvers vegna í ósköpunum? Fyrir hvaða dómstóli? Nei, herra minn, fjölskyldur gesta okkar eru of þakklátar til þess, fyrir að fá þannig hávaðalausa lausn á vandamálum, sem eru hin erfiðustu viðfangs og næstum því allt- af óhugðnæm. Ónei, kæri herra, allt fer hér fram vinsamlega, heiðarlega, og við- skiptamenn okkar eru vinir okkar — —. Viljið þér ekki líta á herbergið yðar ?-- Það verður númer 113, ef yður er sama. Þér eruð vænti ég ekki hjátrúarfullur ? — AIls ekki, sagði Jean Monnier. — En í þessu sambandi vil ég vekja athygli yðar á, að ég hefi fengið kristilegt uppeldi og er yfirleitt frábitinn sjálfsmorði----. — Hér er ekki um neitt sjálfsmorð að ræða, herra minn, sagði hr. Boerstecher með slíkum þunga, að Monnier taldi ráð- legast að fara ekki lengra út í þá sálma. — Sarconi, þér sýnið herra Monnier núm- er 113.------Þér, herra minn, gerið svo vel að greiða gjaldkeranum þessa þrjú- hundruð dollara um leið og þér gangið. Það er næstu dyr til vinstri. Jean Monnier leitaði árangurslaust í herbergi númer 113, sem upplýst var af hinu töfrandi sólsetri, að einhverju, sem gæfi í skyn, að þar væri vítisvél falin. * —- Hvenær er kvöldverður? — Klukkan hálf níu, sir, sagði her- bergisþjónninn. — Þarf að skipta um föt? — Flestir gera það, sir. — Jæja. Ég verð þá víst að fara í kjól- fötin — —. Takið til handa mér svart bindi og hvíta skyrtu. Þegar hann kom niður í forsalinn, sá hann ekki nema konur í flegnum kjólum, og herramenn í smokingfötum. Hr. Boers- techer gekk á móti honum, bljúgur á svip og stimamjúkur. — Halló, herra Monnier--------. Ég var einmitt að leita að yður. Úr því að þér eruð einn, hugsaði ég, að yður þætti ef til vill ánægja að sitja til borðs með einni viðskiptakonu okkar, frú Kerby-Shaw. Monnier setti upp ólundarsvip. — Ég kom ekki hingað til að taka þátt í samkvæmislífinu. Annars getur það legið milli hluta. Viljið þér sýna mér þessa frú, án þess að kynna mig henni? — Vissulega herra Monnier. Frú Kerby- Shaw er þessi unga kona í silfurstirnda kjólnum, sem situr við endann á píanóinu og blaðar í tímariti. Ég geri ekki ráð fyrir, að útlit hennar sé fráhrindandi, síður en svo------. Og hún er mjög viðfeldin kona, kemur vel fyrir og er gáfuð, listelsk — —. Óneitanlega var frú Kerby-Shaw mjög fríð kona. Þykkt og dökkt hárið lá í kyrfi- legum bylgjum niður um hnakkann og það var greitt aftur af enninu, sem var hátt og svipmikið. Augun voru blíðleg og gáfu- leg. Hvers vegna í þremlinum vildi 'svo göfug manneskja segja skilið við lífið? — Er frú Kerby-Shaw — —. Ég á við: er kona þessi ein af viðskiptanautum yðar á sama hátt og af sömu ástæðum og ég? — Auðvitað, sagði hr. Boerstecher, og l Stutt framhaldssaga eftir i | André Maurois. | [ SÍÐARI HLUTI. [ *,'jiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiW* virtist þetta orð fá óvenju sterka merk- ingu í munni hans. — Auðvitað----------------. — Jæja, kynnið mig fyrir henni. Þegar lokið var kvöldverði, sem var ágætur og vel fram borinn, hafði Jean Monnier kynnzt, að minnsta kosti í höfuð- dráttum, æfiferli Klöru Kerby-Shaw. Hún hafði gifzt ríkum manni, bezta manni, sem hún hafði þó aldrei getað elskað, og sex mánuðir voru liðnir, síðan hún hafði yfir- gefið hann og flúið til Evrópu með ungum, enskum rithöfundi, ómótstæðilega frekum, sem hún hafði hitt í New York. Hún hafði haldið, að piltur þessi væri reiðubúinn að kvænast sér, þegar hún hefði fengið skilnað. En hann hafði sýnt það, strax og til Englands kom, að hann var ákveðinn í því að losna við hana við fyrsta tækifæri. Þetta kom henni mjög á óvart. Reyndi hún að láta hann skilja, hverju hún hafði sleppt hans vegna, og hve ömur- leg lífskjör biðu hennar. Hann hafði hlegið dátt. ,,Klara,“ sagði hann, ,,satt að segja fylgist þú illa með tímanum. Hefði mig grunað, að þú værir svo mjög í ætt við Viktoríu-kynslóðina, hefði ég látið þig í friði hjá manni þínum. Til hans verðurðu nú að fara, gæzkan. Þú ert sköpuð til að ala börn hans upp í dygðugu líferni." Hún hafði þá haldið dauðahaldi í þá von, að henni tækist að fá manninn sinn, Norman Kerby-Shaw, aftur í sætt. Hún var viss um, að fengi hún að ræða við hann einslega, hefði henni auðveldlega tekizt það. En umkringdur af fjölskyldu sinni, samstarfsmönnum og öllum hinum ómann- úðlegu hindurvitnum félagslífsins, var Norman alveg óvinnanleg borg. Eftir margar auðmýkjandi og árangurslausar tilraunir hafði hún einn morgun fengið auglýsingabréf Þanatos með póstinum, og skildi hún þegar í stað, að þar bauðst henni skjótust og auðveldust lausn á hinu sorglega vandamáli hennar. — Og þér óttist ekki dauðann? spurði Jean Monnier. — Jú. Auðvitað-------. En þó minna en lífið. — Þetta er gott svar, anzaði Monnier. — Ég hugsaði ekki um að hafa það gott, sagði hún.------En segið mér nú, hvers vegna þér eruð hér. Þegar hún hafði heyrt frásögn Jeans Monnier, álasaði hún honum mikið. — Þetta er blátt áfram næstum því ótrúlegt, sagði hún. — Hvað, viljið þér deyja, af því að verðbréf yðar hafa fallið ? Sjáið þér ekki, að eftir eitt ár, segjum tvö, þrjú ár í mesta lagi, ef þér hafið hugrekki til að lifa svo lengi, hafið þér gleymt þessu og ef til vill náð yður upp fjárhagslega líka? — Tap mitt er bara fyrirsláttur. Það er satt, að það væri í sjálfu sér ekki neitt, ef mér væri eftirskilin nokkur ástæða til að lifa lífinu. En ég hefi sagt yður, að konan mín hefir einnig yfirgefið mig. í Frakklandi á ég enga nákomna ættingja, og þar er engin ástmey, sem bíður mín. Og svo, ef ég á að segja yður sannleikann, þá hafði ég líka yfirgefið ættland rnitt ein- mitt út af ástaræfintýr. Hvaða takmark gæti lífsbarátta mín haft úr þessu? — Yður sjálfan, náttúrlega. Og líka þá, sem síðar kunna að elska yður, og auð- vitað rekist þér einhvemtíma á slíkar per- sónur. Þótt þér hafið reynt það, á erfiðum stundum, að sumir kvenmenn eru auð- virðilegir, þá megið þér ekki álykta, að allar konur séu því marki brenndar. — Haldið þér í raun og veru, að til séu konur — ég meina konur, eins og þér, kon- ur, sem ég gæti elskað, — sem gætu fallizt á að lifa með mér í fátækt og baráttu, segj- um í nokkur ár aðeins------? — Ég er viss um það, sagði hún. — Það em til konur, sem þrá baráttuna og finna í fátæktinni einhverja ósegjanlega svölun. — Ég til dæmis. — Þér? spurði hann áfjáður. — Nei, ég átti aðeins við-----. Hún hikaði, og hélt svo áfram: — Við verðum víst að fara aftur inn í forsalinn. Við erum hér ein við borðið, og britinn er á sveimi í kringum okkur í ein- hverri örvæntingu. — Haldið þér ekki, sagði hann, um leið og hann hagræddi marðarskinnskápunni á öxlum frú Kerby-Shaw, — haldið þér ekki, að strax í nótt-----? — Nei, nei, sagði hún. Þér eruð alveg að koma. — En þér? — Ég kom fyrir tveimur dögum. Þegar þau kvöddust, hafði þeim talazt svo til að taka sér bæði tvö morgungöngu daginn eftir upp í fjöllin. ' * Morgunsólin laugaði súlnagöngin ská- höllu ljós- og hitaflóði. Jean Monnier var nýbúinn að fá sér ískalt steypubað og var,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.