Vikan


Vikan - 17.08.1939, Page 16

Vikan - 17.08.1939, Page 16
16 VIKAN Nr. 33, 1939 án þess að hann veitti því athygli, farinn að hugsa: — En hvað er gaman að lifa! Síðan fór hann að íhuga, að hann átti ekki eftir nema fáa dollara og fáa daga. Hann varp öndinni mæðilega. — Klukkan er tíu. Klara hlýtur að bíða eftir mér. Hann flýtti sér að klæða sig, og í hvítu hörklæðunum fannst honum hann vera óvenju léttur á sér. Nálægt tennisvellin- um mætti hann Klöru, og var hún einnig hvítklædd. I fylgd með henni voru tvær ungar, austurrískar stúlkur, sem flýðu burt, er þær sáu til Frakkans. — Eru þær hræddar við mig? — Þær eru feimnar við yður. Ég var að hlusta á sögu þeirra. — Var hún merkileg? Þér látið mig heyra hana ? — En hvernig hafið þér ann- ars sofið? — Alveg prýðilega. Mig grunar, að þessi dularfulli Boerstecher láti klóral í drykkj- arvatnið okkar. — Ekki held ég það, sagði hann. — Ég svaf eins og steinn, en ósköp eðlilega, og ég vaknaði við beztu líðan í morgun. Eftir andartak bætti hann við: — Og reyndar fullkomlega sæll og ánægður. Hún brosti til hans og svaraði engu. — Við skulum ganga þennan stíg, sagði hann, — og þér segið mér svo sögu austur- rísku telpnanna. Þér verðið mín Shehera- zade. — — Segjum það, en okkar nætur verða ekki þúsund og ein. — — Það er satt, samsinnti hann dapur- lega. — Ekki okkar nætur. — Hún vildi ekki láta hann halda áfram. — Þessar telpur, sem við vorum að tala um, sagði hún, — eru tvíburar. Þær ólust upp í Vín og fluttust síðan til Budapest. Þær hafa aldrei eignazt neinar stallsyst- ur. Átján ára gamlar kynntust þær falleg- um Ungverja af gamalli aðalsætt. Þar sem hann var guðdómlega fríður og listhneigð- ur eins og sígauni, fengu þær báðar stjórn- lausa ást á honum strax fyrsta daginn. Nokkrum mánuðum síðar bar hann upp bónorð sitt til annarrar systurinnar, en hin reyndi þá í örvænting sinni að fyrirfara sér, þó án árangurs. Þá tók sú, sem fyrir valinu hafði orðið þá ákvörðun að segja greifanum upp og deyja með systur sinni. Það var einmitt þá, sem þær fengu aug- lýsingaskjalið frá Þanatos, eins og við. — Hvílík fásinna! sagði Jean Monnier. — Þær eru ungar og fagrar. — ’Hvers vegna vilja þær ekki setjast að í Ameríku, þar sem þær mundi ekki'skorta tilbiðjend- ur? Það mundi aðeins kosta nokkurra vikna þolinmæði. — Og það er alltaf vegna skorts á þol- inmæði, sem menn lenda hér, sagði hún dauflega. Allan daginn sáu gestirnir í Þana- tos hvítklæddu hjónaleysin ganga fram og aftur um stígana í skemmtigarðinum, upp að björgunum og meðfram gilinu. Þau ræddust við af áhuga miklum. Þegar rökkva tók, héldu þau í áttina til gisti- hússins, og mexíkanski garðvörðurinn leit undan, þegar hann sá, að þa'u voru í faðm- lögum. * Að kvöldverði loknum settist Jean Mon- nier við hliðina á Klöru Kerby-Shaw, inni í lítilli, mannlausri stofu, og hvíslaði í eyra hennar, unz kvöldvakan var á enda, löng- um ræðustúfum, sem virtust falla henni vel í geð. Áður en hann fór upp í herbergi sitt, vildi hann tala við Mr. Boerstecher og fann hann á skrifstofu sinni, þar sem hann sat með stóra, svarta flösku fyrir framan sig. Mr. Boerstecher var að endur- skoða reikningana og við og við dró hann rautt blýanststrik yfir eina línu. — Já, sælir, herra Monnier! Hvað get ég gert fyrir yður? — Það er ekki svo lítið, herra Boer- stecher. Ég vona það að minnsta kosti. Það, sem ég ætla að segja yður, kemur ef- laust á óvart. Svona skyndilegt aftur- hvarf. En þannig gengur það til í lífinu. 1 stuttu máli, er ég hingað kominn til að segja yður, að ég hefi breytt um skoðun. Ég ætla mér ekki lengur að deyja. Boerstecher rak upp stór augu. — Talið þér í alvöru, herra Monnier? — Auðvitað skil ég, að yður finnst ég dálítið ósamkvæmur og óákveðinn, sagði Frakkinn. — En er það ekki eðlilegt, að þegar kringumstæðurnar breytast, þá breytast einnig ákvarðanir manns? Fyrir viku síðan fékk ég bréf yðar; ég var von- laus og átti engan að í veröldinni. Ég hugsaði, að lífið væri ekki þess virði, að fyrir því væri haft meira. Nú hefir allt breytzt. Og þegar öllu er á botninn hvolft, er það yður að þakka, herra Boerstecher. — Mér að þakka, herra Monnier? — Já, því að hin unga kona, sem þér fenguð mér fyrir borðdömu, hefir unnið þetta kraftaverk. Frú Kerby-Shaw er yndisleg kona, herra Boerstecher. — Var ekki sem ég sagði, herra Mon- nier. — Yndisleg og kjarkmikil. Hún hefir nú heyrt, hve ástæður mínar eru bágar, og hún hefir samt sem áður falhzt á að deila þeim með mér. Það kemur yður á óvart? — Alls ekki. Við hérna erum vanir svo- leiðis óvæntum atburðum. Og ég gleðst yfir þessu, herra Monnier. Þér eruð svo ungur. — Sem sagt, ef þér hafið ekkert á móti því, þá förum við á morgun til Deemning, ég og frú Kerby-Shaw. — Á ég að skilja það svo, að frú Kerby- Shaw hafi eins og þér hætt við að — — — Já, auðvitað. Auk þess segir hún yður það sjálf núna á eftir. En það er eftir að gera út um dálítið viðkvæmt atriði. — Þessir 300 dollarar, sem ég greiddi yður og satt að segja voru næstum því aleigan mín, eru þeir þar með orðnir eign Þanatos gistihússins, eða gæti ég fengið nokkurn hluta þeirra til að borga farið okkar? — Við hérna erum heiðarlegt fólk, herra Monnier. Við látum aldrei greiða fyrir hluti, sem ekki hafa raunverulega verið látnir í té. I fyrramálið útbýr gjald- kerinn reikning yðar, það eru 10 dollarar á dag, allt innifalið, nema þjórfé náttúr- lega, og afgangurinn verðu greiddur yður til baka. — Þér eruð mjög göfuglyndur. Þér vit- ið ekki, herra Boerstecher, hvað ég er yður þakklátur. Ég hefi aftur fundið lífs- gleðina og ætla nú að byrja nýtt líf. — Yðar auðmjúkur þjónn, sagði Mr. Boerstecher. Hann horfði á eftir Jean Monnier, er hann gekk út og f jarlægðist. Síðan studdi hann á hnapp og sagði: — Látið Sareoni koma hingað. Að fáum mínútum liðnum kom dyra- vörðurinn. — Þér spurðuð eftir mér, herra? — Já, Sarconi . . . Strax í kvöld verðið þér að skrúfa frá gasinu í númer 113 . . . 1 kringum klukkan 2 í nótt. — Á ég að dæla inn svæfingarmeðali á undan banvæna gasinu, herra forstjóri? — Ég býst ekki við, að það sé nauð- synlegt. Hann sefur eflaust ágætlega . . . En þetta verður að gerast, og annað ekki í kvöld, Sarconi . . . Á morgun eru það litlu stúlkurnar í númer 17, eins og ég hefi áður sagt. — Komdu inn, sagði Mr. Boerstecher. — Ég ætlaði einmitt að láta sækja þig . . . Hann kunningi þinn var að tilkynna brott- för sína. — Mér finnst, að ég eigi hrós skilið, sagði hún. — Ég var ekki lengi að þessu. — Nei, þú varst fljót. Ég skal taka tillit til þess. — Svo það er þá nú strax í nótt? — Já, í nótt á það að ske. — Aumingja maðurinn, sagði hún. — Hann var svo almennilegur, svo skáldlegur. — Þeir eru allir skáldlegir, sagði Mr. Boerstecher. — Það er nú sama. Þið eruð hjarta- lausir menn, sagði hún, — að einmitt þeg- ar lífslöngunin vaknar aftur í brjóstum skjólstæðinga ykkar, sviftið þið þá lífinu. — Hjartalausir ? I þessu liggur einmitt hinn mannúðlegi tilgangur stofnunarinnar. Hann leit yfir töfluna. — Á morgun: hvíld. En hinn daginn kemur aftur maður handa þér . . . Það er líka bankamaður, en hann er Svíi . . . Og ekki neinn yngispiltur lengur, sá góði maður. — Ó, hann var svo indæll, þessi ungi, franski maður, sagði hún hugsi. — Það er ekki ætíð hægt að velja sér starf eftir sínum smekk, sagði forstjórinn alvarlega . . . Hérna eru launin þín: 10 dollarar, og tveir í verðlaun. — Þakka, sagði Klara Kerby-Shaw. Um leið og hún stakk seðlunum í tösku sína, stundi hún þungan. Þegar hún var farin út, þreif Mr. Boer- stecher rauða blýantinn og reglustiku úr málmi og strikaði svo vandlega út eitt nafn í gestaskránnni. (Þýtt úr ,,Candide“).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.