Vikan


Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 17.08.1939, Blaðsíða 17
Nr. 33, 1939 VIKAN 17 Mönnum kom aldrei saman um, hverj- um þetta, sem fyrir hafði komið, var að kenna. En það var mikið talað um málið og hlegið illkvittnislega. — Ég vissi, að það færi þannig og hefði getað sagt fyrir um það fyrir mörgum árum, sagði Ágúst og spýtti fyrirlitlega ofan í vatnið. — Hún átti að vera lang hezt af öllum stúlkum í Lauriec. Hún átti að vera langfínust vegna þess, að foreldr- ar hennar höfðu aldrei látið hana gera nokkurn skapaðan hlut. — Þetta er alls ekki ástæðan, svaraði ungfrú Súsanna. — Það er aðeins lofsvert, að fólk, sem er góðum efnum búið, láti hörn sín leika sér eins og þau vilja. Bak- arinn hefir hæglega ráð á því. Ungfrú Súsanna átti frænku, sem átti að erfa allar eigur hennar, og hún átti líka að verða fín kona, en það átti ekki að fara fyrir henni eins og Margréti. Ef foreldrar hennar hefðu ekki látið allt eftir henni, hefðu þau getað fengið ágætan mann handa henni, t. d. einhvern skrifstofumann- inn hjá málaflutningsmanninum. Einn þeirra, sem fór á hverjum sunnudegi í skemmtiferð til bæjarins, hefði verið eitt- hvað fyrir Margréti. En auðvitað fékk eft- irlætisbarnið að ráða öllu. Bakarinn og kona hans tóku aldrei þátt í samræðunum. Margrét ekki heldur. For- eldrar hennar fóru aldrei út fyrir dyr og höfðu meira að segja ráðið mann til að gæta búðarinnar, því að þau skömmuðust sín fyrir að láta sjá sig. En Margrét fór út. Hún fór alein í langar gönguferðir á kvöldin, þegar dimmt var orðið. Stundum fór hún alla leið út í vitann við Kabelou, þar sem draugagangurinn var. Hinum meg- in frá ströndinni sást hún eins og skuggi við blátt vatnið. Ef hún mætti einhverj- um, nam hún staðar og spurði, hvort hann hefði heyrt, að hún hefði fengið bréf frá honum. — Hann er í París og skrifaði, að hann kæmi bráðum til þess að sækja mig, því að hann hefði fengið svo góða stöðu. Nei, það var ómögulegt að segja, hverj- um þetta var að kenna. Ástæðurnar voru svo margar. Aðalsökin lá hjá Margréti sjálfri. Hún lifði í æfintýraheimi. Þegar hun var lítil, hafði hún fléttaða blómstursveiga um enn- ið. Allir í þorpinu hlógu að henni. Móðir hennar barði hana, en það hafði enga þýð- ingu. Síðar, þegar bakarinn tók að græða peninga, lét mamma hennar hana sitja uppi í herberginu sínu og lesa skáldsögur í stað þess að gera nokkuð. En sá, sem var hin beina orsök til alls þessa, var Bastin sjálfur. Hann hafði blátt áfram orðið vitlaus, og það er ekki hægt að segja annað en, að hann hafi haft ástæðu til þess. Hann sleppti sér, þegar Margrét synjaði bónorði hans, en þá var hann jafngóður bakari og sjálfur bakar- inn. Bastin var fyrst lærlingur, þegar verzl- unin var minni. Hann var alltaf glaður og reifur við sjómennina, þegar þeir komu til þess að kaupa brauð. Bastin varð einnig fyrstur allra bakara til þess að veita þeim vín. Hinir bakararnir sögðu, að Bastiii veitti sjómönnunum vín til þess, að þeir tækju ekki eftir því, hvað brauðin væru lítil, en þetta sögðu þeir af tómri öfund. Síðar var Margrét send í skóla til nunn- anna í Corneameau, en þar lærði hún að sauma út. Þegar hún kom að lokum þaðan, var hún enn hrokafyllri en hún hafði nokkurn tíma verið áður. Bastin sagði sjálfur, að hún hefði sagt, að hún gæti ekki hugsað sér að giftast eins ruddalegum mönnum og bakarar væru. Bastin sagði bakaranum frá þessu, og varð hann bálreiður, en kona hans tók málstað dóttur sinnar, en það hefði hún ekki átt að gera, því að það varð til þess, að Bastin ákvað að hefna sín og fara síðan til sjós. Sama kvöldið og Margrét hafði synjað bónorði hans, fór hann til bæjarins og drakk sig fullan. Þetta var ekki rétt af Margréti, hugsaði hann. Hann mundi eftir því, að þegar hann var barn, barði hann krakkana, ef þau stríddu Margréti með blómsveignum. Honum fannst það sjálf- um vera fallegt. En því ætlaði hann að reyna að gleyma og hugsa ekki um annað en að hefna sín. Hann vissi aðeins ekki, hvernig hann gæti hefnt sín bezt 'á henni. Skömmu síðar kynntist hann Páli. Bak- arinn rakst á þá, þegar hann var úti að leita að Bastin. En þá hafði Bastin dottið ógeðslegt ráð í hug og um leið kynnti hann Pál sem frænda sinn og flugríkan verk- fræðing. Bastin fór fúslega með bakaran- um, því að víman var að renna af honum við hugsunina um hefndina. Ef bakarinn hefði verið eins skarpur og Bastin var, hefði hann strax séð, að Páll var ekki frek- ar verkfræðingur en hann sjálfur, og hann hefði komið í veg fyrir það, sem síðar gerðist. En bakarinn hafði aldrei vitað til þess, að Bastin segði ósatt, og hvernig átti honum þá að detta það í hug? Bastin hafði dottið í hug að kynna Pál Smásaga. og Margréti, þegar Páll ætlaði að stela úr- inu hans. — Nú gæti ég farið með þig beint til lögreglunnar, hafði Bastin sagt og snúið upp á úlnliðinn á Páli. Páll veinaði, og Bastin sleppti. Páll ætl- aði að hlaupa í burtu, en Bastin hafði lagt höndina á öxl hans og sagt honum, ef hann sæti ekki kyrr, væri sér að mæta. Og Páll litli með föla andlitið og flöktandi augun tók allt í einu eftir því, að sterki maður- inn, sem hann hélt, að væri drukkinn, var orðinn allsgáður. — Hefir þér aldrei dottið í hug að kvænast? spurði Bastin og tók að segja honum, hvað Margrét væri yndisleg, bak- arinn ríkur og tengdamóðirin góð. Konu bakarans litist áreiðanlega vel á Pál sem tengdason, því að það sæist á honum, að hann gæti ekki unnið eins ómerkilega vinnu og Bastin, sem hefði ekki gert annað en að rétta við verzlun þeirra og tryggja þeim áhyggjulausa elli. Þetta skyldi nú verða lagfært, hugsaði Bastin. Hann sá, að Páll var rétti mað- urinn til þess að gera þeim allt til bölv- unar. Næsta dag var Bastin ákaflega niður- dreginn, og Margrét horfði á hann með mikilli fyrirlitningu. Bastin sagði henni frá Páli, frænda sínum, sem svæfi uppi, en hún gæti fengið að sjá hann seinna. Hann sagði henni frá föla, fallega andlitinu, stóru, dökku augunum og hvítu, grönnu höndun- um. Hann lýsti frænda sínum með slíku ímyndunarafli, sem var þrungið hefnigirni, sem einungis fyrirlitnir biðlar geta haft. Páll settist að hjá bakaranum, öllum þorpsbúum til sárrar gremju. Hann hélt áfram þeirri sögu, sem Bastin hafði byrjað á, og sveifst einskis. Margréti fannst hún hafa hitt hetju eins og í ástarsögunum, sem hún hélt alltaf áfram að lesa. Henni fór að þykja vænt um Bastin vegna frænda hans. Páll keypti fallegan hring handa henni, þegar þau trúlofuðust, og Margrét sýndi öllum hringinn. — Sko, sagði Margrét. — Sjáðu, hvað unnusti minn gaf mér. Þegar við giftumst, fæ ég allt skrautið, sem móðir hans átti. Hún átti gimsteinanál. Öllum fannst Mar- grét vera hlægileg, nema Bastin, sem fannst hún yndislegri en nokkurn tíma áður. Bakaranum barst til eyrna, að Páll hefði lent í æfintýrum í veitingahúsum í bænum, en Bastin sór og sárt við lagði, að Páll hefði aðeins bjargað sér út úr máli, sem lögreglan hefði komizt í. Bakarinn sagðist ekki skilja Bastin lengur, því að þannig hefði hann aldrei verið áður, en æska er alltaf æska . . . Og bakarinn klappaði Bastin á bakið og bauð honum upp á vín- glas í veitingahúsi hinum megin við göt- una. Síðan var brúðkaupið haldið, og móðir Páls kom frá La Rochelle. Hún kom með ungum manni, sem hún kynnti sem frænda sinn, en samt svaf hún í sama herbergi Pramh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.