Vikan


Vikan - 17.08.1939, Qupperneq 21

Vikan - 17.08.1939, Qupperneq 21
Nr. 33, 1939 VIK A N 21 FLUGAN. • Framh. af bls. 9. ist, hafði húsbóndinn unnið og byggt upp fyrirtækið hans vegna. Án hans hafði það engan tilgang; lífið ekki heldur. Hvernig hefði hann getað stritað þannig og neitað sér um allt í öll þessi ár, ef vonin um, að sonur hans mundi taka við af honum, hefði ekki verið leiðarstjarna hans ? Og þessi von hans hafði einmitt verið í þann veginn að rætast. Drengurinn hafði verið eitt ár á skrifstofunni til að læra handtökin, þegar stríðið brauzt út. Á hverjum morgni höfðu þeir fylgzt að á skrifstofuna. Þeir höfðu farið heim aft- ur með sömu lest. Og allar þær árnaðar- óskir, sem hann hafði fengið drengsins vegna! Það var heldur ekkert undarlegt. Hann hafði reynzt prýðilega. Öllu starfs- fólkinu, allt frá Macey gamla, hafði þótt vænt um hann og allt viljað fyrir hann gera. Hann hafði enga galla eftirlætis- barnsins. Nei, hann var alltaf blátt áfram og brosandi, hýr í viðmóti við alla, og drengjalegur í útliti. Alveg afbragð! var eftirlætis orðatiltækið hans. En nú var þetta allt liðið, eins og það hefði aldrei átt sér stað. Dag nokkurn hafði Macey gamli fært honum skeytið, sem kippt hafði grunninum undan lífs- starfi hans. — Okkur tekur sárt að til- kynna yður--------. Og hann hafði farið heim yfirbugaður. Líf hans var í rústum. Fyrir sex árum, sex árum-------. Tím- inn var fljótur að líða! Það hefði eins get- að skeð í gær. Hann tók hendurnar frá andlitinu. Hann varð undrandi. Hann var eitthvað öðruvísi en hann átti að sér. Hon- um var öðruvísi innanbrjósts en hann hefði viljað. Hann ákvað að standa upp og líta á myndina af drengnum. En það var ekki eftirlætismyndin hans; svipurinn var óeðlilegur, kuldalegur, jafnvel hörkulegur. Drengurinn hafði aldrei verið þannig. Rétt um leið tók húsbóndinn eftir því, að fluga hafði dottið ofan í stóru blekbytt- una. Hún gerði þróttlitla, en örvæntingar- fulla tilraun til að komast upp úr aftur. Hjálp! hjálp! sögðu þessir grönnu fætur í fjörbrotum sínum. En veggirnir á bytt- unni voru votir; hún datt aftur niður og fór að synda. Húsbóndinn tók penna, veiddi hana upp úr með honum, og lét hana á þerripappír. Brot úr sekúndu lá hún hreyfingarlaus á svörtum blettinum, sem myndaðist í kring um hana. Síðan beygði hún framfæturna, greip í með þeim, og um leið og hún lyfti upp rennvotum líkam- anum, tók hún að hreinsa blekið af vængjunum. Það var óskaplega mikið verk. Fram og aftur, að ofan og neðan, strukust fæturnir eftir, vængjunum, eins og brýni eftir ljá. Svo var hlé. Hún virtist rísa upp á blátærnar og svo þandi hún gætilega út annan vænginn, því næst hinn. Það tókst, og nú settist hún niður og fór að þvo sér í framan eins og köttur. Hún nuddaði saman litlu framfótunum, létti- lega, fagnandi. Hættan var liðin hjá. Henni var borgið. Fram undan var lífið. En rétt í því datt húsbóndanum nokkuð í hug. Hann dýfði pennanum á kaf í blek- byttuna, studdi úlnliðnum á þerripappír- inn og um leið og flugan þandi vængina til flugs datt ofan á hana stór, þungur dropi. Hvað skyldi hún nú taka til bragðs ? Litla dýrið virtist algerlega yfirbugað, lé- magna og hrætt við að hreyfa sig, af ótta við það, sem næst kynni að henda. En svo dróst hún af stað, hægt og með erfið- ismunum, eins og hver hreyfing væri henni kvöl. Framfæturnir fálmuðu út í loftið, gripu í pappírinn, og svo hófst sama starf- ið að nýju, að þessu sinni hægar. Hún er þrautseig auminginn litli, hugs- aði húsbóndinn og fann til aðdáunar yfir hugrekki flugunnar. Þetta var sú rétta að- ferð, sá rétti andi. Aldrei að gefast upp. Það var aðeins-------. En nú hafði flugan aftur lokið við að hreinsa sig, og hús- bóndinn hafði rétt aðeins tíma til að fylla pennann aftur og láta stóran, svartan dropa detta ofan á nýhreinsaðan hkam- ann. Hvað skyldi hún gera nú? Hann beið andartak í kvíðafullri eftirvæntingu. En bíðum við, framfæturnir fóru aftur að hreyfast. Húsbóndanum létti. Hann laut yfir fluguna og sagði blíðlega: — Litla, kæna kv......... þitt. Hann blés jafnvel á hana, til að hjálpa henni að þurrka sig. En þrátt fyrir það var eitthvað fálmandi og máttlaust í tilraunum hennar í þetta skipti, og húsbóndinn ákvað með sjálfum sér, að þetta skyldi vera í síðasta skipti, sem hann dýfði pennanum í blekbyttuna. Það varð líka svo. Síðasti dropinn féll á blautt þerriblaðið og flugan lá hreyfing- arlaus í pollinum. Afturfæturnir voru límdir við bolinn; framfæturnir sáust ekki. — Áfram, sagði húsbóndinn. — Hertu þig! Hann ýtti við henni með pennanum — árangurslaust. Flugan var dauð. Húsbóndinn tók flugulíkið upp á end- ann á papírshnífnum og fleygði henni í bréfakörfuna. Hann varð gripinn svo níst- andi ömurleik, að hann varð óttasleginn. Hann spratt upp og hringdi á Macey. — Færðu mér nýjan þerripappír, sagði hann hörkulega, — og flýttu þér nú! Á meðan gamli maðurinn rölti fram, eftir pappírnum, fór hann að brjóta heilann um, hvað hann hefði verið að hugsa um áðan. Hvað var það? Það var---------. Hann tók upp vasaklútinn sinn og þurrkaði sér um hálsinn undir flibbanum. Nei, honum var ómögulegt að muna það. BRÉFIÐ HENNAR MARGRÉTAR. Framh. af bls. 17. og hann í veitingahúsinu . . . vegna rúm- leysis, sagði Bastin. Þetta varð síðasta lygasagan, sem hann sagði, því að bakarinn varð svo reiður, þegar allt komst upp eftir brúðkaupið, að hann rak hann frá sér. Páll kom aldrei heim fyrr en á morgnana og þá var hann drukkinn. Hann stal úr kassanum og þeg- ar bakarinn faldi hann, stal Margrét pen- ingum handa honum. Fólk sagði, að hann berði hana, þar til hún lofaði því, en það er vonandi ekki satt. En bakarinn varð að borga trúlofunarhringana og allar þær gjafir, sem Páll hafði fært Margréti. Til þess að losna við Pál, keypti bakar- inn smábúð í Pont Ave handa honum. Páll var þar um stund, en fór síðan með pen- ingana til Parísar. Margrét var alein í Pont Ave og aðframkomin af hungri, þeg- ar bakarinn komst að því, og sótti hana. Og nú er Margrét enn kynlegri en áður. Hún fer í langar gönguferðir og syngur ástarsöngva. Ef hún mætir einhverjum, nemur hún staðar og spyr, hvort hann viti, að hún hafi fengið bréf frá Páli. Einu sinni bað einhver hana að lofa sér að sjá bréfið. Þá varð hún alvarleg á svip og sagði, að það væri heima. I nokkra daga sást hún ekki úti, en síðar kom hún með það. — Hér stendur, sagði hún, — að nú kemur Páll bráðum, því að hann hefir feng- ið ágæta stöðu sem verkfræðingur. — Já, þú veizt, að maðurinn minn er verkfræðingur, sagði Margrét og horfði grimmilega á þann, sem hún talaði við. — Já, hann hefir alltaf verið það, svar- aði sá, sem hún spurði, jafn alvarlega. En sá, sem frá þessu sagði, heldur því fram, að hönd Margrétar hafi verið á bréfinu. Bastin er sjómaður. Hann er kyndari á stóru gufuskipi. Þegar hann er að moka kolunum í eldholið, finnst mönnum hann líta út eins og hann sé að slást við einhvern. — Sterkur er hann, segja þeir. — En kyndari verður hann aldrei, því að hann kann ekki að beita kröftunum. En þegar Bastin labbar um þilfarið, sér hann Margréti ljóslifandi fyrir sér. Ein- hvern tíma ætlar hann að skrifa henni bréfið, sem Páll svíkst alltaf um að skrifa henni. FYNDINN KVIKMYNDAKÖNGUR. Framh. af bls. 8. geta skuldbundið sig til þess, sagði Gold- wyn: „Ef þér eigið bágt með að lofa mér þessu upp á æru og samvizku, hljótið þér þó að geta lofað mér því upp á hversdags- legan og kristilegan hátt?“ Eftirfarandi saga er um hann sögð, og samkvæmt henni hlýtur hann að vera ann- að hvort ákaflegur háðfugl, eða búa yfir óvenju lélegri músikgáfu. Þegar hann lét kvikmynda „Uppreisn- ina“, eftir Tolstoj, ávað hann grísk- kaþólska kirkjuhljómlist í þá mynd og lét spila hana inn á filmuna. Síðan var hann viðstaddur frumsýningu myndarinnar í einkakvikmyndahúsi sínu, og varð svo yfir sig hrifinn, að hann æddi um húsið og vinnustöðvar sínar til' að f jargviðrast yfir því við starfsfólk sitt, hve hljómlistin í filmunni hefði tekizt með ágætum. Og er hann gaf skipun um að spila tónfilmuna aftur, ætlaði hann alveg að rifna af hrifn- ingu. En sá ljóður var á þeirri sýningu, að sýningarmaðurinn hafði gleymt að snúa filmunni áður en hann hóf sýninguna, svo að í þetta skipti var filman öfug í vélinni og hljómlistin öll leikin aftur á bak.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.