Vikan - 14.09.1939, Side 3
Nr. 37, 1939
VIKAN
3
A HEIMLESÐ
með Gullfossi.
Eftir SIQURÐ EINARSSON, docent.
að er sunnudagur 21. ágúst að kvöldi.
Á rólegri lognöldu skríður Gullfoss
norðvestur á við, á leið til íslands. Nú eig-
um við aðeins sólarhrings siglingu eftir, og
erum löngu farin að heyra útvarp Reykja-
vík. Þrátt fyrir alla alúð skipstjóra og
elskulegrar skipshafnar, og þrátt fyrir
skemmtilegt samferðafólk, þá getur til-
veran á skipsfjöl orðið ótrúlega daufleg.
Maður nennir tæplega að lesa eða skrifa
nema þeir allra duglegustu, og ég tilheyri
því miður ekki þeim hópi. Einstaka kona
hefir handavinnu með sér. Og þó að ég
hafi ákaflega lítið vit á handavinnu, þá hefi
ég það mikið, að mér sýnist henni ótrú-
lega lítið miða áfram. Nokkrir hafa drifið
sig upp í það að spila, en reka það með
hangsi og semingi.
Þegar svona stendur á, þá eru fréttir,
hvaðan sem er úr heiminum, ákaflega kær-
komin dægrastytting. Þær gefa manni um-
ræðuefni næstu stundimar, og þeir vitru
fara að spyrja og spá, en hinir, sem eru
hálf lamaðir af góðum miðdegisverði og
hálf meðvitaðri aðkenningu af sjóveiki,
þeir halla sér útaf og láta sérkennilega
vökuværð líða 1 brjóstið við skvaldrið úr
hinum.
Og svo kemur IJtvarp Reykjavík —
fréttir frá útlöndum. Við þyrpumst nær
hátalaranum, því að allir vilja hlusta, og
við höfum öll haft það skyn af andrúms-
loftinu þegar við létum frá landi og síð-
ustu dagana, að hve nær sem er gæti verið
mikilla tíðinda von. Og svo kemur frétt
eins og „þjófur úr heiðskíru lofti“: Þýzka-
land og Sovét-Rússland hafa gert með sér
vináttu- og viðskiptasamning til 15 ára!
Við lítum hvert á annað. Hið seinasta,
sem við vissum, áður, var það, að hermála-
sérfræðingar lýðræðisríkjanna Frakklands
og Bretlands voru komnir til Moskva með
alla pappíra sína. Okkur hafði skilizt, að
Sovét-stjómin ætlaði að kíkja ofurlítið í
þessi blöð af föðurlegum velvilja til þess
að ganga úr skugga um það, að óhætt væri
að trúa lýðræðisríkjunum fyrir lýðræðinu.
Svo fannst manni, að allt mundi vera í lagi.
Þannig höfðu blöðin talað.
Og Sovét-stjómin kíkir í blöðin. Sér-
fræðingar hennar laga gleraugu sín og at-
huga vandlega. Það er stór fundur á fínu
hóteli í Moskva. Herramir sitja saman og
vinarorð og vindlareykur líður um stofuna,
og allt er harla gott. Það er staðið upp,
tekizt í hendur. Menn hneygja sig! Góða
nótt!
Morguninn eftir er tilkynnt, að Sovét-
Rússland og Þýzkaland hafi gert með sér
vináttu og „ekki árásarsamning“, og her-
málafulltrúum Bretlands og Frakklands er
kurteislega tilkynnt, að þeim sé frjáls för
úr landi, hve nær sem er, ásamt öllum
þeirra pappímm, hvort heldur yfir Norð-
urlönd eða Miðevrópu. Annars muni Molo-
toff gefa skýringu á þýzk-rússneska sátt-
málanum áður en langt um líður. Og full-
trúarnir bíða eftir skýringu, og Molotoff
gefur skýringu.
Við sitjum þarna í reykskálanum á Gull-
fossi og hlustum á, og horfum hvert á
annað með forvitnum og spyrjandi aug-
um. Svo er fréttalestrinum lokið. En það
verður ekkert skvaldur. Menn þegja. Ein-
hvern veginn höfum við öll, hvert á sinn
hátt, veður af því, að nú höfum við verið
áheyrendur þeirra fágætu tíðinda, þegar
veraldarsögunni er snúið við. Þetta gerist
stundum á tíu ára fresti, stundum viku-
lega, en langoftast með fjögur hupdruð
ára millibili. Við hreyfum ekki kaffiboll-
ana okkar. Það er óhugnanleg alvara að
færast yfir hópinn, sem ekki er góð á sjó-
ferð. En hver þrengingarstund á sinn
spámann og svo fór hér. Ungur maður í
hópnum yppir öxlum og lítur brosandi
framan í okkur. — Það verður gaman að
sjá Þjóðviljann á morgunn, segir hann.
Skellihlátur um allan salinn, þrátt fyrir al-
vöru augnabliksins. Og andspænis því að
standa frammi fyrir nýju tímabili í ver-
aldarsögunni, með óvænt örlög milljóna
manna, þá höfum við þetta til að hressa
okkur á og hlakka til: Það verður gaman
að sjá Þjóðviljann! Og svo segja menn,
að blaðaútgáfa sé ómerkilegur og þýðing-
arlítill starfi. Ég neita því. En það er
ekki til neins að láta hátíðlegar bollalegg-
ingar fela fyrir sér staðreyndir. Og þessi
þýzk-rússneski sáttmáli er nýr steinn, ný
stífla, sem sett hefir verið í sjálfa elfi
heimsrásarinnar, og öll viðburðarásin
brotnar hvítfyssandi á henni. Boðaföllin
út frá kinnungum Gullfoss á hinni rólegu
Atlantshafsöldu eru eins og blævarblak í
sefi, eða lognalda við fjörustein miðað við
það allt og þau öfl, sem brýtur á þessu
saklausa pappírsblaði.
Og hvað er svo á þessu blaði. Sovét-
Rússland og Þýzkaland gera með sér
samning! Illkvittinn náungi, sem hlustar
á fregnina, segir, að þegar að Sovét-Rúss-
land fór að athuga möguleikana á því að
trúa lýðræðisríkjunum fyrir lýðræðinu, þá
hafi það séð eins og var, að það næði vit-
anlega engri átt. Það varð að fá Þýzkaland
í lið með sér, eða öllu heldur, það varð að
veita Þýzkalandi lið — af einhverjum or-
sökum: „Er bara ekki Stalin að eyðileggja
Hitler á þessu“, segir undur elskuleg
dama, sem ég veit ekkert um, annað en
það, að hún á blá, fælin augu og brúna
kápu. — Hvernig? spyr ungur læknir, sem
er í hópnum, dálítið hvasslega. — Ég veit
ekki segir hún. — En mér finnst hann miklu
sætari en Franco og Hitler. Einhvern veg-
inn finnst mér, að þessi röksemd þyki létt-
væg í þessum litla hópi. Mér finnst hún
þvert á móti bæði elskuleg og kvenleg.
Og þarna sitjum við á Gullfossi, van-
máttugir áhorfendur þess, að veraldarsög-
unni er snúið við með 226 orðum, sem rað-
að er í sjö greinar með formála og eftir-
mála á hvítt blað.
Það endar á orðunum v. Ribbentrop,
Molotoff. Og það sem stendur yfir þess-
um ginnvirðulegu nöfnum er á þessa leið:
Sovét-Rússland og Þýzkaland skuld-
binda sig til að gera ekki árás hvort á ann-
að, að styðja ekki á neinn hátt þriðja ríki,
sem ráðast kynni á annan hvorn samn-
ingsaðila, að ráðfæra sig stöðugt hvor við
annan, að taka ekki þátt í neinni ríkja-
samsteypu, sem beint sé móti hinum samn-
ingsaðilanum, að gera út um ágreining,
sem rísa kynni út af sáttmálanum, með
vinsamlegum viðræðum eða sameiginleg-
um gerðardómi, að samningurinn skuli
gilda í 10 ár og framlengjast sjálfkrafa í
5 ár, ef honum hefir ekki verið sagt upp,
og loks að samningurinn skuli koma til
framkvæmda þegar í stað eftir undir-
skrift.
Þegar við skrifum upp á víxla okkar,
eða samþykkjum þá, eða setjum nöfn okk-
ar yfirleitt á pappír, þá er venjulega
ekkert um að vera. Og það sér að mínnsta
kosti hvergi á úthti borgar eða byggðar
með neinum ytri merkjum. Það getur ver-
ið, að hugurinn flaggi stundum í hálfa
stöng yfir slíkum atburðum. En þegar
Joachim von Ribbentrop, utanríkismála-
ráðherra þjóðernisjafnaðarmanna Þýzka-
lands, kemur í flugvél til Moskva til þess
að gera vináttu og viðskiptasamning við
ríki verkamannsins, hið rauða Sovét-
Rússland, þá blaktir Þórshamars fáninn
germannski yfir öllum múrum Moskva, til
marks um það, að velkominn og mikils-
virtur vinur ríði nú í garð. Okkur á Gull-
fossi fannst þetta hálf skrítið. Svona get-
um við úti á íslandi oft átt á hættu að
misskilja hið rétta eðli hlutanna:
*
1 fregnum næstu daga segir frá því, að
þessi sáttmáli hafi komið öllum á óvart.
Menn stóðu undrandi í Berlín og hvarvetna
um heim. Eitt franskt blað hafði snarræði
til að spyrja, hvort að Sovét-Rússland