Vikan - 14.09.1939, Síða 4
4
VIKAN
Nr. 37, 1939
myndi nú ekki bráðum gerast aðili að and-
komúnistiska sáttmálanum. Annað blað
kom með getgátur um það, að Þjóðverjar
myndu bráðlega verða í vafa um það,
hvort þeir ættu heldur að heilsa með Heil-
Hitler eða Heil Moskva! Og þannig rigndi
niður gamanyrðunum. En á einum stað í
heiminum voru djúp vonbrigði yfir þess-
um atburðum. Það var í Englandi.
Við leggjum að landi í Reykjavík undir
miðnætti. Hinir stórpólitísku atburðir þoka
í baksýn í huganum. Nú er hver farinn
að hugsa til síns heima. En næsta morg-
un, þegar ég kem á skrifstofu mína ligg-
ur síðasta eintak af Manchester Guardian
á skrifborðinu. Ég fer að blaða í því, og er
enn þá einu sinni átakanlega minntur á
það, að blað hefir verið brotið við í mann-
kynssögunni. Sú öld, sem var fyrir viku,
er liðin, ný öld og ný viðhorf komin í stað-
inn. Ég þori ekkert að segja um það með
hverjum hug stjórn Chamberlains hefir
gengið til samninganna við Rússland. Hún
getur, vegna alls þess, sem ég veit, hafa
verið full af óheilindum. En brezka þjóðin
vildi afdráttarlaust þessa samninga. Það
veit ég, og það áður en ég las þetta blað
frá 18. ágúst.
En nú les ég þessi orð eins og bergmál
frá liðinni tíð:
Það er ekkert annað en heilbrigð skyn-
semi að gera sér grein fyrir því, að það
er enn þá eins nauðsynlegt og það
hefir nokkru sinni verið að fylla upp í
eina stóra skarðið, sem enn þá er í vegg
þeim, sem verið er að hlaða upp gegn of-
beldi öxulríkjanna, með því að ljúka samn-
ingunum við Rússland. Þetta þýðir það, að
hermálaviðræðunum verður að flýta af
öllu megni. Ef vér gröfum niður á grunn
vandamálsins, þá munum vér komast að
raun um, að Rússland undiritar ekki neinn
pólitískan sáttmála af neinni tegund, þang-
að til Bretland og Frakkland hafa sett
fram svart á hvítu hverjar skuldbindingar
af hemaðarlegu tagi hver aðili um sig skal
takast á hendur, ef til styrjaldar kemur,
oss getur fallið þetta betur eða miður, en
ella mun Rússland ekki treysta oss. Þess
vegna er það, að því fyrr sem gengið er til
fulls frá hinum hernaðarlegu samningum,
því betri horfur em á um pólitískan sátt-
mála, og því meiri líkur eru til að bæta
megi nokkuð af því tjóni, — og enginn
veit, hvað það er mikið — sem gert hefir
verið með drætti síðustu mánaða.“
Þannig farast Manchester Guardian orð.
Og mér finnst ósjálfrátt, að það vera mik-
ill sannleikur í þessum orðum, og einkum
þó því, að Sovét-Rússland muni ekki gera
neinn pólitískan sáttmála fyrr en gengið
sé úr skugga um það, að hinar hemaðar-
legu fyrirætlanir hins samningsaðilans séu
Sovét-Rússlandi að skapi. Og um leið og
síðustu vonir brastu um sáttmála við lýð-
ræðisríkin Bretland og Frakkland, má ætla,
að hemaðarlegar fyrirætlanir Þýzkalands
og öxulveldanna hafi Verið á þá leið, að
Sovét-Rússlandi hafi þótt vel mega við una.
Síðustu dagana, sem ég var erlendis,
var ófriðaróttinn orðinn mjög ríkjandi.
Hið ytra tilefni var Danzig og pólska hlið-
ið, og sívaxandi og harðnandi deilur Pól-
verja og Þjóðverja um það. En reyndar
fannst mér allir, sem ég talaði við, gera sér
ljóst, að þetta er aðeins hið ytra tilefni.
Hin raunverulega ófriðarorsök liggur
miklu dýpra. Það er verið að takast á um
menningarlega og f járhagslega yfirdrottn-
un um komandi ár, og búa sig undir að
gera það með öllu því risaafli fjár og
tækni, sem heimurinn á yfir að ráða. Ef
til vill býst enginn við sigri í slíkri styrj-
öld. Það er sönnu næst, að allir viti það,
sem Daladier, forsætisráðherra Frakk-
lands, sagði í bréfi sínu til Hitlers. 1 slíkri
styrjöld mun hvorug þjóðin sigra hina,
heldur verða það eyðileggingin, hörmung-
in og hrottaskapurinn, sem sigri hrósa.
Það minnir mig á orð, sem standa í ný-
útkominni danskri bók eftir suðurjótann
Svend Weis Fogh: Hann barðist með Þjóð-
verjum öll styrjaldarárin 1914—1918.
Hann segir: I næstu styrjöld verður
dauðinn einn hinn mikh sigurvegari.
En á meðan fallbyssurnar eru ekki enn-
þá farnar að þruma dauðasöng sinn, þá er
ennþá von. Og sennilega leiðir næsta vika
það í ljós, hvort hinn beiski bikar styrjald-
arinnar verður tekinn frá vömm mann-
kynsins í bili og við fáum enn um stund
að njóta þess, sem blessaðast er af öllum
gæðum jarðarinnar: Friður og góðvilji
meðal mannanna.
^imimiiiiiimiimmmmmmmiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimiiiiimmmmmmmmmmmmmmmmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiii^
Ein þögul kona, sem þó er mælsk, |
fer þjóðleiðir út um sveitir, |
og kurteis í framgöngu klappar á dyr.
[ En kona sú Vika heitir. i
Til góðgerða rásar hún suður með sjó |
í og samtímis norður og vestur.
En þar sem hún staðnæmist, þetta er mælt:
i „Já, þú ert hér aufúsugestur.“
| Og mælt er að Vika sé frásagnafróð
| um fornöld á miðjarðarhveli; i
i á hinn bóginn getur og haft þó um leið i
á Hornströndum norður í seli. f
Um forsæludalina finnur hún veg, i
i þó fannir með þversköflum girði, |
i og byljir á háf jöllum blási í horn, i
og bylgjur á ströndina yrði.
Á sumrin hún gengur í sefgrænum kjól,
og safírblá’n listvefnað fremur, \
en lýsist með rjúpu við lækkandi sól,
i er lognsnær á fund hennar kemur. f
Hún nálgaðist mig og ég naut þess um leið,
er náttmálaeldarnir brunnu. i
Og roðinn, er skreytir með róslitum frú,
kom rakleiðis boðleið frá sunnu. I
Á sniðgönguleið milli f jöru og f jalls f
i mun fara í sporin þín engi.
Og synirnir, þeir munu sjö vera tals, \
geta’ séð um að vaxi þitt gengi.
Guðmundur Friðjónsson.
’''Miiiiiiiiimtiitiiiiiiiii|iiiii|||||||||||ll ii 111111111111111111111111111111 ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii'^