Vikan - 14.09.1939, Síða 7
Nr. 37, 1939
VIKAN
7
Síðari grein FRITZ SCHAUERTE:
FLUG á íslandi —
og hinu megin hafsins.
Met. Heimsmet í hraðflugi! Þetta er al-
geng fyrirsögn yfir smágrein í dagblaði,
ef til. vill með mynd af flugmanninum.
Fæstir geta gert sér grein fyrir því, hversu
mikil vinna og hugsun liggur að baki slíku
afreki. Næstum því enginn hugsar um þá
hættu, sem methafinn hefir verið í. Allir
hafa gleymt þeim þúsundum manna, sem
hafa orðið að fórna lífi sínu eða aleigu
sinni til þess að gefa mannkyninu þann
Brautigam svifflugmaður flaug á „Kranick-
svifflugu frá Dresden til Wien, 362 km., á
5Vz klukkstund.
möguleika að sigrast á f jarlægðum og far-
artálmum með síendurbættum flugvélum
og góðum flugmönnum.
Það voru Frakkar, sem lengi áttu heims-
met í hraðflugi, 309 km. á kls. (1920).
Þetta met stóð óhaggað í 6 ár, en þá kom-
ust ítalir í 511 km. hraða. Lengi var álitið,
að þetta væri endirinn, að hraðinn myndi
ekki vaxa úr því. Samt tókst Englending-
um 1931 að ná 655 km. hraða með 2,500
hestafla hreyfli og ítölum 1935 709 km.
hraða með 3,000 hestafla hreyfli. Þetta
met stóð í fjögur ár, þangað til í apríl s.l.,
þá var það bætt tvisvar á einum mánuði,
fyrst með þýzkri Heinkel-vél upp í 746
km. og nokkrum vikum seinna í 755 km. á
klst. með Messerschmidt-vél. 1 bæði skiptin
var notaður sams konar hreyfill, sem hefir
aðeins 1,100 hestöfl. Framfarir flugtækn-
innar sjást bezt á því, að nú er hægt að
fljúga með einum þriðja af vélaafli meira
en helmingi hraðara en fyrir 20 árum. Sá,
sem byggði metvélina, Messerschmidt, og
sá, sem flaug metið, Wendel, hafa báðir
verið svifflugmenn, áður en þeir sneru sér
að mótorflugi.
Að fljúga með 755 km. hraða, er sama
og að komast frá Reykjavík til Akureyrar
á 18 mínútum! Þetta dæmi sýnir okkur, að
flugið hefir gert fjarlægðir að engu.
Auðvitað munu líða nokkur ár, þangað til
að slík hraðflutningstæki verða notuð til
algengra flutninga, en sá tími kemur, og
þar með sönnun fyrir sigri mannkynsins
á f jarlægðum og þyngdarafli.
Flugafrek á öðrum sviðum. Þó að met
í hraðflugi, hæðarflugi og burðarmagni
einstakra véla séu afar mikils virði fyrir
framfarir flugtækninnar og menntun flug-
manna, voru það ekki sílk afrek, sem opn-
uðu hjörtu almennings. Almenningur hefir
frá því fyrsta fylgzt með öllu, sem gerðist
á sviði flugs, og látið hrifningu síha í ljós
á flugsýningum o. s. frv., frá því að þær
hófust um s.l. aldamót.
En það leið langur tími, þangað til að
almenningur skildi, að flug var meira en
stundargaman, að flugið gat orðið fram-
þróun alls mannkynsins að ómetanlegu
gagni.
Get ég hér strax bent á dæmi þau, sem
til eru á íslandi: sjúkra- og læknaflutn-
inga með flugvélum, síldarleit úr lofti,
rannsókna- og landkönnunarflug til elds-
umbrotasvæða o. s. frv. Þeir íslenzku flug-
menn, sem hafa unnið slík afrek og gera
enn, eiga engu að síður heiður skilið en
þeir, sem fljúga t. d. yfir Afríku eða aðrar
heimsálfur. Meira að segja er aðstaða ís-
lenzkra flugmanna að mörgu leyti verri
en erlendra félaga þeirra, vegna skorts á
nýtízku vélum, áhöldum, lendingarstöðum
og almennu flugskipulagi. Flug-
afrek þeirra eru að því leyti verð-
meiri en mörg önnur, sem heims-
blöðin eru að montast yfir. Sann-
ur flugmaður bíður ekki eftir
opinberri viðurkenningu eða þess
háttar, hann fær vinnu sína og
sjálfsfórn fulllaunaða með því að
fljúga, líta landið úr lofti og verða
öðrum mönnum til gagns. Innri
hamingja eru honum næg laun.
Ég nefndi hér áðan landkönn-
unarflug og ætla að bæta því við,
að slík flug eru einnig stunduð
víða um heim af flugmönnum
allra þjóða. Þess hefir verið
getið, einnig í íslenzkum blöðum,
að flugmenn hafa fundið áður
óþekkta fossa, bæði í Afríku og Ameríku,
sem eru stærri og fallegri en fossar, sem
hingað til þekktust, og mætti hér nefna
fleiri dæmi.
Síðast liðinn vetur og vor fékk þýzkur
flugleiðangur lánað flugvélaaðstoðarskip,
sem ,,Luft-Hansa“ notar að öðru leyti fyrir
loftsamgöngur til Suður-Ameríku. Með
aðstoð þessa skips var rannsakað áður
óþekkt svæði við Suðurpólinn, sem
er alls 600.000 ferkm að stærð. Flug-
menn okkar þurftu að fljúga upp undir
10 tíma á dag í 30° kulda. Myndir
og mælingar þeirra veita vísindamönnum
Helmut Hirth,
flughreyfla-
smiður, bróðir
Wolfgang-
Hirth, er flaug-
til Islands fyr-
ir nokrum ár-
um, dó í fyrra.
nýjan fróðleik um þetta óþekkta land, sem
þar liggur innilokað af ís á alla vegu, en
flugmennirnir sjálfir fengu verðskulduð
laun með því að fá að líta þetta land, sem
ekkert mannlegt auga hafði litið, síðan það
skapaðist.
Flugafrek eins og þessi, sem hér hafa
verið nefnd sem dæmi, og eru unnin
af stundarþörfum, eru oftast fyrstu spor-
in að næsta marki, þ. e. reglubundnum
flugum um þetta svæði, fyrst með póst,
síðar með farþega. Má hér til hliðsjónar
benda á flugin hér á íslandi til Austf jarða.
Áætlunarpóstflug skapa þá skilyrði fyrir
næsta og hæsta markið:
Áætlunarflug með farþega. Farþega-
flug hófst strax eftir heimsstyrjöldina. Þá
voru nógu margar flugvélar til, sem höfðu
verið notaðar í ófriði. Þær átti nú að nota
einnig á friðartímum. Þetta gekk þó ekki
eins vel og menn höfðu hugsað sér, og skal
bent á ástæðurnar fyrirþví síðarígreininni.
Heimsmet á flugvél af minnstu gerð setti Gabter, með
því að fljúga frá Sviss tii Norður-Sviþjóðar (1.951 km)
í einu flugi.