Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 18
18
VIKAN
Nr. 39, 1939
Ef maður þekkir einhvern, sagði
Petersen við mig um daginn, — þá
þekkir maður sjálfan sig.
Hann var svo sannfærandi — það er
hann alltaf, ef hann segir eitthvað —, að
það var ómögulegt að bifa honum. Ég segi
þetta ekki af því, að ég hafi reynt það.
Ég þekki hann.
Við höfum unnið á sömu skrifstofunni í
mörg ár. Við höfum talað um flest á milli
himins og jarðar. — Petersen er greindur
maður um sextugt, en ég hefi ekki getað
munninn horfði einu sinni alvarlega á mig
og hvíslaði eins og það væri leyndarmál:
— Þér skuluð krydda stíl yðar. Þér skuluð
skjóta hér og þar inn þýzku, frönsku eða
ensku. Það hefir áhrif á lesendurna. Þeir
hugsa, þetta er vitur maður.
Og hann bætti við: Þannig hugsa hlust-
endurnir þegar þeir heyra veðurfræðing-
ana lesa veðurfregnirnar á útlenzku — -—.
Ef til vill hefir hann rétt fyrir sér.
Andreasen las söguna mína: Maðurinn
í ullarjakkanum. Ég hafði lýst honum lít-
hnitmiðuð.
fengið hann til að lesa eina einustu af smá-
sögum mínum, sem ég hefi skrifað að
gamni mínu í vikublöðin.
— Það er víst ágætt þetta, sem þér
skrifið, sagði hann. — En ég les aldrei
svoleiðis-----.
— Nei, sagði hann, rétt eins og ég hefði
maldað eitthvað í móinn, — ef maður
þekkir sjálfan sig, þá er allt í lagi.
— Gerir maður það?
— Já, sagði Petersen ákveðið.
— Þekki maður einhvern, þekkir mað-
ur sjálfan sig.
Það voru þessar samræður, sem gáfu
mér hugmyndina að því að reyna, hvort
Petersen hefði á réttu að standa. Ég skrif-
aði smásögu, sem hét: Maðurinn í ullar-
jakkanum, og aðalpersónan í henni var
gamall skrifstofumaður, sem var eins líkur
Petersen og hægt er að hugsa sér. Ég sá
það ekki fyrr en sagan hafði verið prentuð
— þannig er það oft — og varð dálítið
hugsandi.
Þetta var alls engin skopsaga. Gamla
skrifstofumanninum var lýst með samúð
og meðaumkun, þó að gallar hans sæust
greinilega. Guð minn góður, galla höf-
um við öll.
Það, sem ég hugsaði mest um, var, að ég
hafði lýst — ég sá það ekki fyrr en eftir
á — ýmsu smávegis, sem enginn gerði
nema Petersen. Eins og til dæmis það, að
hann strauk alltaf með vísifingrinum um
nefbroddinn (ekki nefið), ef hann lagði
áherzlu á eitthvað.
Eða það, að hann sat stundum tímunum
saman og hreyfði blýantinn fram og aft-
ur fyrir framan augun á sér. Yngstu skrif-
stofumennirnir á skrifstofunni hentu mik-
ið gaman að þessu sín á milli.
En þessa petersensku tilburði hafði ég
sem sagt notað, þó að sagan færi að öðru
leyti sínar leiðir.
Það eru aðrir af mínum mörgu starfs-
bræðrum hér á þessari stóru skrifstofu,
sem fara ekki eins að ráði sínu og Peter-
sen, en lesa það, sem ég skrifa og tala
meira að segja um það við mig.
Nokkrir þeirra hafa gefið mér góð ráð.
Andreasen með rauða andlitið og stóra
ið eitt í sögunni. Ekki tók hann eftir því.
Aftur á móti sagði hann:
— Þetta er Petersen ljóslifandi--------.
Ég var hræddur við það, hve glaður
hann virtist vera. Allir, sem lásu söguna,
sögðu: Þetta er Petersen!
Petersen, sem situr beint á móti mér,
sagði ekki neitt. Hann var þögull eins og
gröfin.
Hafði hann heyrt eitthvað eða lesið sög-
una sjálfur?
Um hádegið sagði Petersen við mig.
— Hem, má ég tala við yður snöggvast
frammi á gangi.
Frammi á gangi — ég varð dálítið ótta-
sleginn, vegna þess að hann var svo al-
varlegur.
Nú þegar ég hefi lokið samtalinu við
hann frammi á gangi, get ég ekki sagt,
hvernig svipurinn var á Petersen, þegar
hann bað mig að finna sig, hvort hann
var nokkuð öðru vísi en ella ... Ef til vill
hefir það bara verið ég.
Petersen dró mig alla leið út að glugg-
anum í ganginum, horfði beint í augun á
mér og sagði:
— Ég las síðustu sögu yðar .. .
— Einmitt það, stamaði ég.
— Annars er ég ekki vanur að lesa þess
háttar, sagði Petersen alvarlegur, — en
nú gerði ég það ...
Hann horfði á mig og spurði:
— Á ég að segja yður hvers vegna?
Ég varð að biðja hann um það.
— Jæja, sagði Petersen og talaði hæg-
ara en venjulega, lagði áherzlu á hvert
orð og horfði alltaf í augun á mér, aum-
ingjanum. — Það var eitthvað, sem sagði:
Þessa skaltu lesa. Vitið þér hvers vegna?
— Nei, sagði ég, — nei ...
— Það var titillinn! sagði Petersen hátt.
— Einmitt, sagði ég.
— Sko ullarjakkinn, sem við göngum
allir í hér á skrifstofunni .. .
Eftir þessar upplýsingar þagnaði Peter-
sen. Mér fannst hann blátt áfram mæla
mig út frá hvirfli til ilja og leita eftir ein-
hverju, sem ég gæti sagt. Þögnin kvaldi
mig.
Ég varð þrumu lostinn af undrun, þeg-
ar ég heyrði sjálfan mig spyrja:
— Hvemig fannst yður sagan?
Petersen svaraði ekki strax, en þegar
hann gerði það, var það með spurningu:
— Munið þér, hvað ég sagði um dag-
inn?
Petersen er þannig, að hann heldur, að
maður muni hvert einasta orð, sem hann
hefir sagt ,,um daginn“.
Eitthvað í mér sagði, að ég vissi það,
þó að ég kæmi því alls ekki fyrir mig.
— Já, sagði ég þess vegna. — Hvað
eruð þér að hugsa um?
— Þetta, að þekki maður einhvern,
þekkir maður sjálfan sig, sagði Petersen
og horfði á mig.
Það var bersýnilegt, að hann hafði
sagt það, sem hahn ætlaði sér, svo að ég
varð að geta í eyðurnar. Samt sem áður
sagði ég:
— Ég skil yður ekki almennilega.
Ég hafði líka misskilið hann. Að minnsta
kosti gerði hann mig undrandi með því
að segja rólega:
— En nú er ég ekki viss um, að þetta
Smásaga eftir
HARALD HERDAL.
standi heima ... Hefir Hansen lesið sög-
una? Petersen leit spyrjandi á mig.
Hansen situr við dyrnar, vakir yfir sím-
anum og tekur á móti fólki. Hann er góð-
ur maður, hefir klyngjandi rödd og kann
sögu skrifstofunnar frá upphafi.
Hann kom hvergi við sögu mína.
— Hansen? sagði ég undrandi. — Ég
veit ekki. Hvers vegna spyrjið þér?
— Hvers vegna? hrópaði Petersen og
horfði glaðlega á mig um leið og hann
ljómaði allur upp.
— Hvers vegna, spyrjið þér, ha, ha ...
Hann hló enn.
— Já, ég skil ekki ...
— Jú, sagði Petersen og beygði sig yfir
mig. — Jú, hann hefir lesið söguna ...
Hann hló aftur. Hann endurtók hrifinn og
hlæjandi:
— Jú, hann hefir lesið söguna . ..
Því næst varð Petersen jafn alvarlegur
og ég. Hann horfði athugandi á mig. Ef
til vill hefir hann séð, að ég botnaði ekki
neitt í neinu. Hann var eins og maður, sem
hefir tekið ákvörðun, og það hafði hann
einmitt gert. Þess vegna varð hann alvar-
legur, horfði aftur athugandi á mig — og
þagði dálitla stund viljandi ... svo að ég
gæti hugsað mig um?
Að lokum aumkaðist hann yfir mig og
hrópaði hálf hlæjandi, þrátt fyrir alvöru-
gefnina:
— Hann hefir lesið hana .. . Augu hans
leiftruðu. — En hann hefir alls ekki skilið
hana!
Hann horfði sigri hrósandi á mig.
— Sko, sagði hann og talaði lítið eitt