Vikan


Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 21
Nr. 39, 1939 V IK A N 21 SKÁLDIN í ÞOKUNNI. Frh. af bls. 11. jörð,“ og fallið niður á harðvelli, er hann fálmaði sig eftir, „hitti fyrir um síðir marga stalla, hverja hann uppgekk og út- komst.“ Við gáum til veðurs og svipumst um. Það er að birta til, og í dag verður gott skyggni. Fyrir fótum okkar er grafin svolítil, ferköntuð skonsa, líkust lítilli mógröf. Hér hefir verið mokað niður í bæjarrústirnar og komu hér í ljós hlaðnir grjótveggir með torfi á milli hleðslulaga. Þessir veggir eru síðan áður en hraunflóð- ið rann á bæinn, og vafalaust fá þeir að standa óhaggaðir um langa framtíð, undir skjólvæng hraunsins. Hraunstorkan þegir vel um það, sem hún geymir. Hér, í þess- um hraungjótum fól Fjalla-Eyvindur sig einu sinni. Hann hafði þá komið til að hlýða á messu í Reykjahlíðarkirkju, en meðan á messunni stóð, varð hann þess áskynja, að messufólk bar kennsl á hann. Stökk hann því út og var honum strax veitt eftirför, en Eyvindur lá í gjótum þess- um, meðan Mývetningar leituðu hans lengi upp um f jöll og bar sú leit engan árangur. Á bæjarhlaði hinnar endurreistu Reykja- hlíðar vorra daga standa tveir vörubílar, hlaðnir timbri og öðrum byggingarvörum, og bændur og búalið tvístígur í varpa, skiptist á morgunkveðjum og býr sig undir nýjan starfsdag. Það er morgun í sveit, og september-friður og höfgi yfir mann- fóikinu og náttúrunni. Reykjahlíðarfjall er hulið þoku ofan við miðjar hlíðar. Vatn- ið spegilslétt og gráhvítt eins og þokan, og eyjar og hólmar móka fölir og værðar- legir hver á sínum stað. Friður á jörðu! Við fylgjum vörubílunum, er þeir aka úr hlaði, og eftir nokkurra mínútna akst- ur erum við staddir í Bjarnarflagi í Námu- skarði, en það er jarðhitasvæði, flag hol- grafið af dottandi brennisteinshverum og heitri gufu. Hér er verið að reisa fyrstu hráefnavinnsluverksmiðju á Islandi, verk- smiðju til að eima og hreinsa brennistein til útflutnings. Neðar í flaginu, og reyndar hér og hvar á þessu jarðhitasvæði, eru stórar kartöflu- ekrur. Hér rækta Mývetningar kartöflur. Við klífum brúnir Námuhlíðarf jalls. Austurhlíð þess rýkur öll hvítri brenni- steinsgufu — eldur og brennisteinn. I brúnum fjarlægra fjalla takmarka þoku- kögrar sjóndeildarhring okkar, en í norðri rís Jörundur, roðinn glóandi morgunsól frá rótum til efstu brúna. Annars staðar djarfar ekki til sólar, aðeins þetta eina fjall. Svona er sólin mislynd! Nú er bezt að geta þess, hverjir voru ferðafélagar mínir á þessum slóðum. Það voru tveir forystumenn í tónlistarlífi þjóð- arinnar: Árni Kristjánsson, píanóleikari, og hinn ungi fiðlusnillingur, Björn Ólafs- son. Hjá jafn músikheimskum mönnum og mér fer nú margt fyrir ofan garð og neðan af því, sem slíkir menn segja, enda töluðu þeir mest í mollum og dúrum um fúgur og sónnettur. Það er mér torskilið mál. Þess vegna varð ég því ákaflega feginn, er við stigum út úr bílnum við vallargarðinn á Geiteyjarströnd, skömmu eftir hádegi, til að skokka suður í Dimmuborgir. Það var þó lítil von um, að þeir mundu halda sig við jörðina rétt á meðan þeir yrðu að taka hvorn fótinn fram fyrir annan, til þess að komast úr stað. Erfiðleikarnir gera menn raunsæja, og stundum fámáluga! Á Geiteyjarströnd fengum við lítinn drengsnáða til að fylgja okkur, og segja okkur til um örnefnin í Borgunum. Kunni hann frá mörgu að segja um menn og mál- efni, enda kvaðst hann hafa fylgt flestu ferðafólki, er til Dimmuborga hefði farið í sumar. En bágt átti hann með að draga Jón Þorsteinsson á Amarvatni. dul á þá skoðun sína, að hér væri ekkert merkilegt að sjá. Kirkja er nefnd hraunborg ein sunnar- lega á borgasvæðinu, og er borg sú af náttúrunnar hendi sköpuð til víðavangs- leiksýninga (Friluftsteater). Með ýkja- litlum tilkostnaði taldist ferðafélögum mínum til, en þeir þekkja vel leik- og söngleikahús, að hér gætu setið undir steinhvelfingu „kirkjunnar“ 400 leikgestir, og svo hagar til, að gangur, eða rauf er inn af sillunum innst í borginni og eru af- hýsi þessi tilvalin búningsherbergi. Væri vel til fallið að leika hér álfaæfintýri, Jóns- messunæturleiki, og aðra dulmagnaða og draumlynda leiklist. Ættu forráðamenn leiklistarinnar hér ásamt ríkisráðinu að at- huga, hvort þetta væri ekki framkvæman- legt. Ekki er ég í vafa um, að slíkt leik- hús mundi mörgu erlendu ferðafólki finn- ast mikið til um, — og síðan okkur sjálfum. Um nónbil berjum við að dyrum að Garði. Vorum við svangir eftir allt randið og bollaleggingarnar og fengum okkur vel sadda af Mývatnssilungi. Blessaður silung- urinn. Hér sitjum við í baðstofu á heimili og ættarbóli hinnar þjóðkunnu skáldkonu, Þuru í Garði, — hún heitir annars Þuríður Árnadóttir. Gerðum við boð fyrir hana og kom hún til fundar við okkur. Nokkur uggur fór um okkur, er Þura gekk í stofu, því að hún er fasmikil kona og djarfleg. Snerust fljótt öll vopn í höndum okkar, því að við höfðum í hyggju að spyrja hana spjörum úr og fræðast af henni um hana. En það var hún, sem spurði okkur um allt, sem við vissum — og meira til. Þó sagðist hún fremur kvíða fyrir því, en hitt, þegar lausavísur hennar kæmu út í haust. — En okkur Gunnari í Isafoid samdist nú svo til, þegar ég var fyrir sunnan í vor, að hann gæfi út vísurnar, og við það verður að standa, sagði Þura. Og svo bætti hún við: Það ieggst einhvern veginn í mig, að ekki auki það á skáldhróður minn, að lausavísur mínar sjáist á prenti. Ég býst við, að þær séu skástar svona eins og fólk kann þær, þó að sumir kunni þær öðru vísi en ég gerði þær. Það er þá bættur skaðinn. Lengra komst Þura ekki í frásögninni, því að nú var kallað á hana og sagt, að úti biði maður, sem vildi fá að tala við hana. Þar með var Þura rokin á dyr. En er við komum, endurnærðir og hressir eftir matinn, út á hlaðvarpann í Garði, sáum við hvar Reykvíkingur einn, sem margir þekkja, sat hjá Þuru upp á bæjarhólnum, og fór vel á með þe!m. Þau höfðu þekkzt í æsku og hafa kannske verið að rifja upp og endurbæta gömul æfintýri. Skáldkonur eru alltaf að lenda í æfintýrum. En „rétt þegar nálgaðist munnur að munn“ kom Þura auga á okkur, og kom hún nú á móts við okkur og fylgdi okkur úr hlaði. Er bíllinn rann af stað gekk hávaxin, sköru- leg eldri kona, í bláköflóttum bómullarkjól með gulbjartan drengjakoll, heim eftir tröðunum í Garði. Þetta var Þura. Og ein- hvern veginn vorum við hálfhræddir um, að nú flögraði út úr höfði hennar ný vísa . . . Vonandi var það ekki. Nú ókum við aftur, sömu leið til baka, út úr þessari sveit, þar sem allir virðast vera í góðu skapi. Við erum aftur komnir að Arnarvatni og sjáum nú bæði græna húsið og gamla bæinn. I þessum gamla torfbæ býr gamall kvæðaþulur og skáld og einn sviphreinasti og gáfulegasti maður, er getur að lxta. Það er Jón Þorsteinsson, er varð áttræður 22. þ. m. Er hann varð hálf-áttræður kom út fyrsta og eina kvæðabókin, sem til er eftir hann. I bók- inni er smákvæði, sem ég get ekki neitað mér um að taka með. Það er svona: Gleði vor er hin rauða rós, sem rjóðar veikan og bleikan. og það er hún, sem leiðir í ljós lífið og ódauðleikann. Og hvort, sem ég leggst með logandi vín í laut, eða á hinzta beðinn, svæfillinn minn og sængin mín sértu mér, blessuð gleðin! Suður í mógrárri heiðinni, undan sígandi þokukögnim sést til Litlu-Strandar. Þar bjó Þorgils Gjallandi. Hann er dáinn. Og inn í þokunni leynist ótrúlegur aragrúi af skáldum, lifandi skáldum, dauðum skáld- um — og svo öll ófæddu skáldin. S. B.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.