Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 14
14
VIK AN
Nr. 39, 1939
Fyrsta fegurðarcSrottning Islands
var kjörin ungfrú Lóló Jónsdóttir,
Ritstjóni VIKUNNAR er það mikil og fróandi ánægja að geta í dag birt úrslit
í fyrstu fegurðarsamkeppni, sem efnt hefir verið til meðal ísleii/kra kvenna, á
þann hátt, sem títt er erlendis. — UNGFRtJ UÓLÓ JÓNSDTTIR hefir verið
kjörin íegurðardrottning Islands fyrir yfirstandandi ár, og hlýtur hún til fullrar
eignar silfurbikar þann, sem blaðið gaf til að keppa um. Hlaut hún langflest
atkvæði í báðum kosningunum, bæði í tillögukosningunni og úrslitakosningunni.
Samtal við fegurðardrottninguna.
— Jæja, hvað segið þér nú um það að
vera orðin fegurðardrottning Islands?
— Æ, blessaðir, segið þér ekki fegurð-
ardrottning! Það er svo stórt orð, allt of
stórt. Auk þess hefi ég ekkert um eða við
því að segja.
— Finnst yður ekki heiður að því að
vera kjörin sem laglegasta stúlka landsins
með svona yfirgnæfandi meiri hluta at-
kvæða?
— Hvorugt.
— Og hvað segið þér um fallega, stóra
silfurbikarinn, sem þér fáið?
— Allt gott. Mikil ósköp, bikarinn er
svo sem ákaflega fallegur, það vantar ekki.
Og ég er viss um, að eftir svona 40—50
ár þykir mér gaman að sýna barnabörnun-
um mínum hann og segja: — Sú var tíðin
o. s. frv.-----
— Og svo eitthvað, sem þér hafið upp-
lifað eða afhafzt, — einskonar æfisögu.
— Tja, æfisögu ? Það gæti nú orðið tals-
vert langt mál, því að ég verð hálffertug
Fegurðardrottningin í íslen/.kum búningi.
í næsta mánuði! sagði Ungfrú ísland 1939
og hló. — Já, ég verð tvítug 12. október
næstkomandi. Æfisögu? Bíðið þér nú við.
Ég er fædd á sunnudagsmorgni kl. 11, 12.
okt. 1919. Foreldrar mínir eru Jón Ólafs-
son, bankastjóri, og Þóra Halldórsdóttir,
kona hans. Þegar ég var tveggja mánaða
Almynd af fegurðardrottningunni.
gömul-----------------nei, þetta verður allt of langt
mál. Nú hlaupum við yfir allt þangað til
ég var fimmtán ára. Þá fór ég fótgangandi
með tveimur skólasystrum mínum frá
Hornafirði norður um land til Reykjavík-
ur. Ágætis ferð það, en nokkuð erfið á
köflum, eins og gefur að skilja. Nú, nú.
Þegar ég var sautján ára, lauk ég stúdents-
%\iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>^
MYNDIRNAR TÓK |
VIGFÚS SIGURGEIRSSON
Glllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllð'
prófi úr Menntaskólanum, vorið 1937, og
-----ha? einkunn? svona sæmileg fyrsta.
Haustið eftir fór ég til Kaupmannahafnar
á teikniskóla, en lagði þó aðallega fyrir
mig keramik-mótun. í vetur, sem leið, var
ég á Kunstakademíinu í Miinchen við fram-
haldsnám í sama fagi. Þegar skólinn var
búinn í vor, fór ég í einskonar kynningar-
Fegurðardrottningin í þungum þönkum.
ferð með skólanum til ítalíu, og ferðuð-
umst við um mikinn hluta landsins í tvo
mánuði, og lærðum mikið af því að skoða
og rannsaka hin ódauðlegu listaverk, sem
þar getur víða að líta. Nú, síðan sneri ég
nefinu heimleiðis, en fór mér að engu óðs-
lega, því að ég átti marga kunningja, bæði
í Munchen og Berlín, og ættingja og vini
í Höfn. Og svo kom ég heim með Gullfossi
í júlílok — og hana nú.
— En hvaða áhugamál hafið þér svo
utan námsins?
— Ja, mér þykir gaman að lesa góðar
bækur og hlusta á góða músik, auk þess
sem mér þykir gaman að dansa eins og
flestum ungum stúlkum, iðka ýmsar
íþróttir og spila á píanó. Ekki svo að
skilja, að ég sé neinn íþróttagarpur, né
heldur er ég neinn píanósnillingur, öðru
nær. En þrátt fyrir það er ekkert því til
fyrirstöðu, að mér geti þótt gaman að því.
— Já, rétt er nú það. En hvernig finnst
yður nú að koma aftur heim til gamla
Fróns ?
— Ágætt auðvitað. Hollt er heima hvað,
stendur þar. Kannske meira hollt en
skemmtilegt. Þegar maður er utanlands,
hefir maður stöðugt heimþrá, en--------en
ég er nú samt hálfleið yfir því að komast
ekki út aftur til þess að halda áfram námi
mínu, vegna stríðsins.
— Já, hvað segið þér um stríðið?
— Hana nú. Ekkert. Auðvitað er það
Framh. á bls. 22.