Vikan


Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 39, 1939 FEGURÐAR- DROTTNINGIN. Frh. af bls. 14. hræðilegt eins og öllum ber saman um. Og vestur eftir Austurstræti trítlar hin unga fegurðardrottning íslands, léttstíg og hvöt í spori eins og æskan. Hún er há- norræn að yfirlitum, 117 pund að þyngd, 169 sentimetrar á hæð, notar skó nr. 36 og hefir gulbjart, náttúruliðað hár og perluhvítar, fagrar og sterklegar tennur. Vonandi bítur hún ekki frá sér með þess- Hvað vantar á myndina? Fegurðardrottningin með verðlaunabikarinn. (Bikarinn smíðaði Guðlaugur Magnússon, gullsm.) um guílfallegu tönnum! Að endingu þetta: VIKAN þakkar áhuga og ágæta þátttöku lesenda sinna í samkeppni þessari, en biður guð að blessa þá, sem ekki hafa sýnt þessu nýmæli okkar þann skilning, sem skyldi. Fegurðardrottningunni óskum við til ham- ingju með sína veglegu nafnbót og verð- skuldaðan heiður, — og ef við hefðum yfir að ráða auðugu blaði í f jölmennu landi myndum við kosta hana í ferð umhverfis jörðina, henni til gleði og þjóð vorri til sóma. En mynd á heimssýningunni í New York verður að nægja. Við höfum leitað til Halldórs Péturssonar, góð- vinar okkar og teiknara, og beðið hann að draga upp fyrir okkur nokkrar svipmyndir úr daglega lífinu, og varð hann við þeirri ósk okkar. Hann valdi sér götuna fyrir við- fangsefni og færði okkur síðan þessa mynd. En lík- lega hefir Halldór verið nokkuð annars hugar með- an hann gerði myndina, því að engum getur dul- izt, að margt er við hana að athuga. Eða kannske hefur hann verið að skop- ast að okkur. Við nánari aðgæzlu höfum við komið auga á 11 meinlokur myndinni og má vel vera, að einhverjum takist að finna fleiri. Fyrsta myndagáta Vikunnar. vTl #<^)Ja DÖMUR! Saumum dagkjóla, eftirmiðdags- og samkvæmis- kjóla, einnig telpukjóla. — Fyrsta flokks vinna. — Áherzla lögð á að gera kjólana samkvæmt nýjustu tízku; jafnframt er stuðlað að því að gera kjólana sérstaka og sem klæðilegasta fyrir hverja dömu. Dömur, tryggið yður saum á kjólum yðar í tíma. Virðingarfyllst. SAUMASTOFA Ingibjargar Ólafsd. & Bósu Guðmundsd., Hellusundi 3. IRSKUR PRESTUR. Framh. af bls. 4. milli eyrna. En það var siður írskra munka framan af. Enginn getur sagt, hve snemma það var. Þá hefir keltnesk tunga verið töluð í Papey og Papýli, og bjöllum hringt, eins og Patreksbjöllunni, sem enn er geymd í Dubhn, og þá hafa krossmörk verið höggvin í íslenzka hamra og hellisveggi, sem ef til vill sjást enn við Ægissíðu. Og írski munkurinn Dikuil skrá- setti síðan vitneskju bræðra sinna um land hins langa sólarlags í bók sína ,,Um lögun heimskringlunnar". En það var ekki fyrr en árið 825. Hve margar aldir Irar voru þá búnir að vita af íslandi, þess lét hann ekki getið. Eða gæti það verið, að Island og „hið fyrir- heitna land dýrlinganna", sem Brendan á að hafa fundið, sé eitt og hið sama? Menn hafa leyfi til að spyrja. En litlar vonir um að fá svar. Svo kom Víkingaöldin. Irskur prestur og norrænn víkingur áttu í fyrstu ekki skap saman. Þar horfðust í augu heiðnin og __________________ kristnin, brjóstvit og bókvísi. Hið grófgerða, sæbarða, nor- ræna náttúrubarn fyrirhitti á írlandi siðfágað fólk með alda- gamla, rótgróna menningu. Víkingar gerðu Irum búsif j- ar, en þeir sömdu líka oft fljótt við þá frið. Irski presturinn veitti víkingnum hógvært við- nám, lagði sefandi hönd á öxl hans og bauð honum frið og bræðralag og hlutdeild í gæð- um hins græna lands, ef hann tæki kristna skírn. Og fjöl- margir víkingar settust þar að og tóku sér dætur landsins fyrir konur. Irski presturinn bað um blessun heilags Patreks, heimilum þeirra og börnum til handa. Hér tókust víðtækar þjóðatengdir, og enn lifir nor- rænn svipur og yfirbragð í sveit- um Irlands og borgum. (Síðari kaflinn birtist í næsta blaði). Rauðsprefta Ysa Smálúða Reyktur fiskur Útbleyttur saltfískur og skata Söltuð síld ¦¦ Sími 1240 og aðrar útsölur Jóns & Steingríms

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.