Vikan


Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 28.09.1939, Blaðsíða 4
4 VIK AN Nr. 39, 1939 leg, næstum því ótrúleg eins og krafta- verk. Sagan um írska. prestinn og bróður hans, írska munkinn (sem er sjaldséðari á vegum úti) er efni í heilt bókasafn, en hún væri líka ágætt efni í ljóð, sem meira skáldi en mér væri ofætlun að yrkja. Hún er ým- ist glæsileg eða döpur, ýmist sigursöngur eða harmljóð, ýmist glymur hún sem frægðaróður út um lönd og álfur, eða hverfur í felustað útlagans, en gegnum allar aldirnar sagan af óbilandi seiglu, óhaggandi staðfestu, guðdómlegum mætti til að þola, þreyja og vona, kveljast og krossfestast, en rísa alltaf aftur upp frá dauðum. Mig langar að stikla á stærstu dráttum hennar til að finna þessum orðum mínum stað. En stuttorðari get ég ekki verið en þetta: Enginn yeit nú með vissu, hvenær kristni barst fyrst til írlands. En það eitt er víst, að ekki voru liðnar fullar tvær aldir frá Kristsfæðingu, er einhverjir Irar, ef til vill fáir, höfðu lagt niður heiðinn sið. Irar stóðu þá í viðskipta- og siglingasam- böndum við Suður-Evrópu og Litlu-Asíu. Hver andleg hreyfing, sem á sér bærði við Miðjarðarhaf, gat borizt næsta hratt vest- ur til þeirra. En svo kom Patrekur og gerðist „post- uli Ira,“ sennilega árið 432. Fæddur á Skot- landi, en fræddur í Gallíu (Frakklandi), þar sem hann hafði dvalið í klaustri, kom hann nú með orð krossins til þjóðar, sem hafði áður fyrr haldið honum herteknum um skeið. Launaði hann þannig Irum illt með góðu, og spratt upp mikil blessun af því verki. Eftir hans dag var írland al- kristið land. Meðan styrjaldarbál þjóðflutninganna miklu læstist um flest hin fornu, vestrænu menningarlönd, naut Irland friðar og sjálf- stjórnar. Þar óx nú og dafnaði í næði sá kristni menningargróður, sem innrásir er- lendra, heiðinna þjóða upprættu eða tröðk- uðu niður annars staðar. Þar reis upp há- menntuð munka- og klerkastétt, sem lét von bráðar til sín taka trú og menningu annarra landa. Frá Clonard-klaustri kom konungborinn maður yfir á Iona-ey vestur af Skotlandi og reisti þar klaustur. Á nokkrum áratugum setti hann á stofn STEINN STEINAKK: ; Hugleiðingar I um nýja heimsstyrjöld. | [ Nú baðar jörð í blóði [ I og barizt er af móði i i og þessu litla ljóði I mun lítil áheyrn veitt. j j Og þótt ég eitthvað yrki } um Englendinga og Tyrki, j i má telja víst það virki [ ] sem verra en ekki neitt. í Ég ligg hér einn og lúinn, i j úr lífsins harki flúinn j [ og vilja og vopnum rúinn | i á vinsamlegum stað. j i Manns hug ei hátt skal flíka, j [ ég hefi barizt líka j og átt við ofraun slíka, [ j en ekki meir um það. j j Vort líf er mikil mæða [ [ og margt vill sárið blæða j [ og knappt til fæðu og klæða j [ er kannski nú sem þá. j j En samt skal sorgum rýma, j j þótt sækist hægt vor glíma, j i því eflaust einhvern tíma j mun einhver sigri ná. [ j Og berjist þeir og berjist i j og brotni og sundur merjist, [ j og hasli völl og verjist i í vopnabraki og gný. j j Þótt borgir standi í báli i og beitt sé eitri og stáli, [ [ þá skiptir mestu máli, j j að maður græði á því. fjölda klaustra um allt Norður-Skotland. Þaðan var landslýðnum: Irum (sem þá voru enn nefndir Skotar), Piktum og Bretum boðuð kristni, og þegar hann lézt, árið 597 eða 8, mátti Skotland heita kristn- að land. Hann hét víst Krimthan, þessi merkilegi maður, — hinn ókrýndi konung- ur Skotlands um skeið, en sagan nefnir hann Columcilla, — Kirkjudúfuna. Frá Bangor-klaustri við Belfast-fjörð hélt Columbanus með 12 munka í fylgd yfir til Frakklands og settist að í Vogesa- fjöllum. Þaðan fór hann tveimur áratug- um síðar, flæmdur úr landi, til Sviss og Italíu. Enn minnir nafnið á borginni St. Gallen í Sviss á Gallus, félaga hans, sem stofnaði þar klaustur, er varð víðfrægt menntaból. En sjálfur stofnaði Columban- us Bobbio-klaustrið á ítalíu og lézt þar, árið 615. Og hvar sem spor hans lágu, greri menning, útbreiddist kristni, blómg- uðust vísindi og listir. En þetta eru aðeins hinar allra fræg- ustu af írsku trúboðs- og menningar-hetj- unum. Frá Irlandi dreifðist fjöldi slíkra manna austur um Þýzkaland allt og Alpa- lönd til ítalíu, Spánar og Búlgaríu. Fram um 1100 eru þeir sífellt að verki. Aragrúi heimilda í öllum þessum löndum vitnar um starf þeirra og áhrif. Skriftin þeirra þekk- ist á ellibleikum bókfellsblöðum í dýrmæt- ustu handritasöfnum allra þessara landa. Um allt, er töldust vísindi í þá daga, voru Irar fremstir, írskir munkar, írskir prestar. Svo marga þeirra tók kirkjan j helgra manna tölu, að Irland fékk nafnið „Insula sanctorum“ — Ey dýrlinganna. Og heima hjá sér sátu þeir ekki heldur auðum höndum. Þar voru ekki aðeins rit- aðar bækur á alþjóðamálinu, latínunni, heldur fæddust þar einnig þjóðlegar bók- menntir á keltnesku máli. Irar, Engilsax- ar og íslendingar sigldu móti straumi mið- aldatíðarandans í því að rita bókmenntir á móðurmálum sínum. Irar riðu á vaðið. Og vafalaust voru þeir fyrirmynd Engil- saxa og Islendinga. Irskir munkar leituðu næðis á afskekkt- um eyjum. Sú þjóð hafði öldum saman kunnað vel að stýra skipi. Þeir urðu fyrstu hafkönnuðir og landleitamenn við norðan- vert Atlantshaf, sem sögur fara af. Sú saga hefir geymst um Brendan hinn helga Finnloga-son, ábóta í Clonfert-klaustri á Vestur-Irlandi, að hann hafi fundið land handan við Atlantshafið (um 570). Var það fyrsti fundur Ameríku austan um haf ? hafa margir spurt. Um það getur enginn sagt með vissu, og ekki heldur verður það fullyrt, að sú saga sé tilbúningur einn. Menn nefndu landið „Ey hins blessaða Brendans“ eða „hið fyrirheitna land dýrlinganna". Og þegar íslenzk strönd var fyrst mannsaugum litin, svo vitað sé, stóð írsk- ur maður við stýrið, ef til vill klæddur brúnum eða hvítum munkakufli, ekki krúnurakaður á „Péturs vísu“ (tonsura Petri) um hvirfil, eins og síðar varð skylda, heldur um framanvert höfuð, allt Frh. á bls. 22. Patrekskirkjan í Dublin. — Bygging hennar var hafin árið H90. 1 lok 14. aldar brann hluti af henni, sem reist- ur var að nýju. Þegar Eng-lending-ar vildu þröngva siðaskiptunum upp á Ira, létu þeir eyðileggja fjölda lista- verka i þessari kirkju, og á 17. öld höfðu menn Comwells hana fyrir hesthús. A árunum 1713—1745 var skáldið Jonathan Swift prófastur við þessa kirkju. Gröf hans er þar undir gólfinu, og þar hvílir við hlið hans ástmey hans, Esther Johnson, en um þau er sögð ein hinna raunalegustu ástarsagna. Swift samdi grafskrift sína sjálfur og er hún letruð þama á einn vegginn: ,,Hann hvílir þar, sem hamstola gremja nær ekki framar að nísta hjarta hans.“ Kirkja þessi var komin að hmni um 1860. Bauðst þá Benjamín Lee Guinness, auðugur bjórverksmiðjueigandi til að kosta viðgerðina, og varði til þess 160 þús. pundum af bjórgróða sínum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.