Vikan


Vikan - 12.10.1939, Síða 15

Vikan - 12.10.1939, Síða 15
Nr. 41, 1939 V IK A N 15 Þrjóturinn. — Ég hefi ekkert, sagði hann barna- lega. Hann hafði gleymt því. Asni! — Þér ættuð þá að reyna að ná yður í eitt, sagði hún illilega. — Getum við ekki dansað ? spurði hann. — Nei, sagði hún og rauk upp tröpp- urnar. Hún var særð. Hann reyndi að stynja einhverju upp, en það tókst ekki. Andartaki síðar heyrði hann hana heilsa kunningja sínum. Denry hafði ekki framið neinn glæp, því að honum var það að þakka, að hún var á dansleiknum. Hann náði í danskort og bað nokkrar konur, sem hann þekkti í sjón, um dans, en enginn gat dansað við hann. Sumar horfðu á hann með fyrirlitningu eins og þær vildu segja: — Er það asni að halda, að danskortið mitt sé ekki fullskrifað. Síðan stillti hann sér við dyrnar, en þar stóðu nokkrir menn, sem dönsuðu ekki, eins og Harold Etches, auðugasti verk- smiðjustjórinn í „bæjunum fimm“, tæplega 24 ára. Shillitoe stóð þar einnig. Þeir stóðu þöglir og horfðu á. Greifafrúin dansaði ekki, en greifinn dansaði (auðvitað við konu borgarstjórans nr. 2). En greifafrú- in stóð á meðal bæjarstjórnarmeðlimanna og brosti. Ef til vill hefir hún verið að hvíla sig, ef til vill hefir enginn þorað að bjóða henni upp. — Hvers vegna býður enginn henni upp? spurði Denry. Hann hafði þagað, en nú fannst honum hann verða að segja eitthvað. — Gerið þér það, sagði Shillitoe. — Það get ég vel, sagði Denry. Harold Etches horfði gremjulega á hann. — Ég skal veðja hundrað krónum, að þér þorið því ekki, sagði hann fyrirlitlega. — Fínt, sagði Denry og rauk af stað. — Ekki drepur hún mig! sagði hann við sjálfan sig um leið og hann gekk yfir gólf- ið. Það var eins og allir vikju úr vegi fyrir honum. Ef hann hefði hugsað sig um, hefði hann aldrei farið af stað, en nú var hann lagður af stað og gat ekki stöðvað sig. Hann stóð fyrir framan greifafrúna, áður en hann vissi af. Fyrir aftan hana stóð hr. Duncalf. Denry hafði ekki tekið eftir honum. Hann var hræddur við hr. Duncalf og hafði ekki sagt honum, að hann ætlaði á dansleikinn. — Má ég dansa við yður, spurði hann og brosti. — Hundraðkallinn hefi ég unnið, sagði hann við sjálfan sig. — Er dansinn ekki að verða búinn? spurði greifafrúin, og brosið hvarf ekki af vörum hennar. Hún þekkti Denry ekki í þessum búningi. — Nei, nei. Það, sem áður er komið af sögunni: Edward Henry Machin var fæddur árið 1867 í elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir hans var saumakona og kallaði hann Denry. Inn í menntaskóla komst hann með klækjum. — Þegar hann var 16 ára gamall kom móðir hans honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf, málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Með klækjum komst Denry inn á dansleikinn og með klækjum útvegaði hann klæðskera sinum og danskennara boðskort á dansleikinn .... Hún lét undan, og hann tók hana í fang- ið. Hún ætlaði sér að vera kurteis við alla og gat því ekki byrjað á því að neita manni um dans. Það hefði getað eyðilagt allt. Þar að auki sá hún, að bæjarstjórnar- meðlimirnir biðu eftir því, að einhver tæki rögg á sig og byði henni upp. Annars var hún ung og hafði gaman af að dansa. Þau dönsuðu saman, og það gekk slysa- laust, en um það leyti, sem Denry var far- inn að njóta þess að hafa greifafrúna í fanginu, var dansinn úti. Greifafrúin hafði komizt að raun um, að hann var barn. — Þér dansið laglega, sagði hún eins og hún væri frænka hans. — Jæja, sagði hann himinlifandi. — Þetta er í fyrsta skipti á æfinni, sem ég dansa. — Einmitt það! Þér eruð ekki ráðalaus! — Nei, sagði hann, — en þér? Hvernig sem á því stóð, fór greifafrúin að skellihlæja. Allir sáu, að Denry skemmti greifafrúnni vel. Þannig endaði dansinn. Hún hló enn þegar hann hneigði sig fyrir henni — eins og Ruth hafði kennt honum. Hann gat ekki skilið þessa kátínu hennar öðru vísi en að hann hlyti að vera mun skemmtilegri en hann hafði hugmynd um. Hann tók því að hlæja líka. Þegar hann kom að hópnum við dyrnar, fann hann, að hann hélt á blævæng greifafrúarinnar. Hann stakk honum í vasa sinn. — Rétt eins og að dansa við hvem ann- an kvenmann. Þessi lýgi var svar við spurningu Shillitoes. — Að hverju var hún að hlæja? spurði einhver. — Gjörið svo vel, sagði Etches um leið og hann rétti honum kæruleysislega hundr- að krónuseðil. Hann var einn þeirra manna, sem aldrei fara út fyrir dyr án þess að hafa peninga á sér. — Maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma. u “ Framhaldssaga | eftir Arnold Bennett. [ ?l|IIIIIIIIIMMIIIIMMMIMIIIIIMIIIimillllMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMMMIIIIMII? Denry tók við seðlinum og kinkaði þegj- andi kolli. Hann sá á fólkinu, að því þótti mikið til hans koma. Hann var allt í einu orðinn mikill maður. Hann tók eftir því, að greifafrúin var að dansa við einn bæjarstjórnarmeðliminn, sem var ekki með hanzka. Það var honum að þakka, að hann dansaði við greifafrúna. Hann vissi, að nafn sitt yrði á hvers manns vörum í Bursley. Hann mætti Ruth Earp, þar sem hún var með ungri stúlku, sem hét Nelly og var nemandi hennar. Hann vissi ekki, hvort hann átti að forðast Ruth. Hún gerði út um það með því að brosa til hans. — Æthð þér ekki að dansa við mig? spurði Ruth Earp. Hún lézt vera móðguð, en hann vissi, að hún var það ekki. — Þér eruð kannske svo vant við látinn, bætti hún við. — Mig langar til að dansa við yður, sagði hann blátt áfram. — Þér kærið yður kannske ekkert um það, þar sem þér hafið dansað við greifa- f rúna ? — Segið þetta ekki, sagði hann. — Ágætt, þér getið fengið borðdansinn. Hann tók danskortið hennar til þess að skrifa nafnið sitt á það. — En þarna stendur „Herbert“. — O, svaraði hún kæruleysislega. — Það gerir ekkert, strikið það bara út. Hann gerði það. — Hvers vegna biðjið þér Nelly ekki um dans? sagði Ruth Earp. Nelly roðnaði. — Má ég dansa við yður næsta dans? spurði hann. — Já, hvíslaði Nelly feimnislega. — Það er polki, og þér dansið hann ekki vel, sagði Ruth við hann. — En Nelly hjálpar yður. Nelly fór að hlæja. Hún hélt, að Ruth væri að skopast að honum. Það steig henni til höfuðs að fá að dansa við hr. Machin, þar sem hann var nýbúinn að dansa við greifafrúna. Við borðið sagði Ruth honum, hvað tal- að væri um á dansleiknum. Margir, ungir menn höfðu boðið greifafrúnni upp, en hún hafði neitað þeim öllum. Það var sagt, að hún ætlaði að dansa við Machin aftur. — Þegar hún spurði hann, hvort hann ætlaði að bjóða henni upp aftur, svaraði hann: nei. Hann vissi, að of lítið og of mikið eyði- leggur allt. Við borðið vann Denry mesta sigurinn. Fínasta fólkið gaf sig á tal við hann án. þess að kynna sig. Og yndislegar konur sýndu honum, að danskortin voru ekki fullskrifuð. — Segið okkur, að hverju greifafrúin hló? 30 sinnum var hann spurður að þess- ari spurningu. Hann sagðist ekki vilja segja það. Ung stúlka, sem hafði dansað við hr. Stanway, en hann hafði dansað við greifafrúna, sagði, að greifafrúin hefði ekki heldur viljað segja það. Þetta var ein sönnunin fyrir því, að allir töluðu um hann. Þegar dansleikurinn var að verða úti,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.