Vikan


Vikan - 12.10.1939, Page 19

Vikan - 12.10.1939, Page 19
Nr. 41, 1939 V IK A N 19 SVAÐILFÖR. Frh. af bls. 5. skíðið, sem ég hafði. Þegar ég var kominn niður svo sem tæpan meter, kom ég á svell og mýrgresi. Þarna var ég þá staddur á mýri en ekki holti, enda eru á þessu svæði stórir mýrarflákar, en fátt um holt. Ekki gat ég vitað neitt fyrir víst til hvorrar hliðar ætti að leita holta, og vildi ekki raska afstöðu minni frá bænum, með því að rölta langa króka í þess konar leit. Varð ég því að láta þarna fyrirberast, þótt snjórinn væri allt of grunnur til þess að veita sæmilegt skjól. Fór ég svo að stinga mér hnausa með skíðinu og ætlaði að hlaða þeim ofan á gryfjubarmana, en svo var veðrið ofsafengið, að ég réði ekki við neitt og missti hnausana um leið og ég lagði þá frá mér. Holan fylltist Uka á svipstundu, og svo fraus fyrir andlitið á mér, að ég sá ekki fyrir neinu. Varð ég því að taka af mér annan vettlinginn og rífa klakann frá augunum, þótt við það blotnaði hend- in og snjór fyki í vettlinginn. Var nú ekki um annað að gera en stækka holuna í skyndi og stinga sér niður áður hana fyllti á ný. Ég stakk svo höfðinu inn undir nyrðra holubarminn og fleygði mér niður hálfgert á grúfu. Hlóð nú snjón- um að mér á svipstundu, en svo var holan grunn, að næstum enginn snjór huldi á mér bakið. Ég lá hálfgert í kuðungi og reyndi að iða mér til, á meðan að mér skilfdi, svo að ég fengi ofurlítið svigrúm, en skorðaðist ekki algerlega. Þegar ég var kominn í þessa gryfju, tók ég fyrst eftir því, hve veðrið var ægi- legt. Þeir einir, sem átt hafa í orustu við ógurlegustu, norðlenzka stórhríðarbylji, þekkja það og skilja, aðrir ekki. Svo var stormhvinurinn mikill og þrumurödd hans ægileg, að þó að ég hefði haft einhvern þarna að tala við, þá hefði það verið ómögulegt, nema að kalla hástöfum. Frost- ið var líka svo áleitið, að þótt ég væri svona vel klæddur, var það búið að smjúga inn að hörundi og ræna þaðan mest öllum hita. Bylurinn og frostið höfðu, í sameiningu, smeygt snjódrífunni inn um hverja smugu, sem á fötunum var, og þrengt sér allt inn að nærfötum. Vistin þarna í gryfjunni var því ekkert fýsileg fyrir svona fann- barinn mann. En um slíkt var ekki að fást, á öðru var ekki völ, og við það varð ég að sætta mig, óhræddur og öruggur, ef ég á annað borð hugsaði mér að geta haldið velli í þessari viðureign, sem nú var orðin upp á líf og dauða. í Þarna lá ég nokkuð fram á kvöldið, en sofnaði þá og svaf næstum alla nóttina, því að ég var syf jaður, — hafði vakað nótt- ina áður, við glaum og gleði. Sumt af fólk- inu í Hörgsdal hafði komið á annarsdags- kvöld og skemmti sér með okkur fram undir morgun, en fór þá, og var komið heim áður en bylinn gerði, og sakaði því ekki, sem betur fór. Daginn eftir var sama veðurhæðin að heita mátti. Ég lá því í gryfjunni allan þann dag. Þá vakti ég einlægt og leið illa, bæði af kulda og eins því, hve illa fór um mig. Snjórinn hafði bráðnað á fötum mín- um, og eins sá, sem næstur mér var, svo að fötin voru öll orðin rennvot, en snjór- inn, sem var næstur mér og ekki bráðn- aði í fötin, breyttist í klaka, svo að ég gat svo sem ekkert rótað mér til, aldrei snúið mér né hagrætt á nokkurn hátt. Fór ég því að verða all-þrekaður, leið líka mikið af kulda, mest á hnjám og fótum, og þeg- ar á daginn leið, fór að sækja á mig hroll- ur. Tók ég þá það ráð að standa á önd- inni í svo löngum lotum, sem ég mögu- lega gat, og heppnaðist mér á þann hátt að verja mig skjálfta að mestu. — Þegar dimma tók um kvöldið og lítil sem engin linun var á veðrinu, fór mér að detta í hug, að ekki mundi þrek mitt né líf endast, ef svona veður stæði enn svo dægrum skipti. Ekki fann ég samt neitt til hræðslu, — fannst ég mundi deyja geiglaust og kvíða- laust og vel þoldi ég sjálfs mín vegna að horfast þarna í augu við dauðann. — En ég hugsaði til mömmu minnar, sem heima beið, full kvíða og örvílnunar. Og ef hún svo að lokum fengi mig heim annað hvort örendan eða örkumlaðan til æviloka. Og ég bað til guðs hennar vegna og hugsaði um hana eingöngu. Þarna var ég nú búinn að liggja nær- fellt 36 klukkustundir, og enn skall myrkr- ið á og hin langa skammdegisnótt fór í hönd. Þegar myrkrið hafði staðið all-langa stund, eða svo að ég hugði komið fram yfir háttatíma, tók veðrið að lægja ofur- lítið. Og þar sem mér var farið að líða afar illa í kroppnum, af því að. ég hafði svo að segja aldrei getað rótað mér neitt allan þennan langa tíma, þá réð ég af að rísa upp úr gryfjunni og reyna að leita mér að hentugri stað, þar sem dýpri væri snjór, grafa mig þar niður og reyna að láta fara betur um mig, ef hægt væri. Þeg- ar ég kom á fætur, var hríðin ofurlítið vægari, en lítið sá ég frá mér, enda var þá hánótt og ekkert tunglsljós. Frosthark- an var svo mikil, að föt mín stálfrusu undir eins, enda voru þau gegnvot. Eftir örlitla stund sá ég í einhvern sorta skammt frá. Vissi ég, að þetta hlutu að vera holt eða trjónur, sem upp úr snjónum stóðu, og af því að snjódýpið var svo mikið, að óvíða sá til holta á þessum slóðum, taldi ég lík- legt, að ég mundi þekkja mig þarna. Ég tók því staf minn, stakk skíðunum niður og hélt af stað. Eftir litla stund kom ég á holt, sem sópað hafði af, og þekkti þau strax og vissi, að þau voru um 300 faðma suðvestur af bænum. Þegar ég þekkti mig þarna, fann ég, að ég var ofurlítið skakk- ur í áttum — fannst stormurinn standa vestar en var. Hiklaust tók ég nú samt stefnu þá á bæinn, sem ég vissi, að var rétt eftir því, hvernig holtin lágu, en skeytti ekkert áttaskekkju minni, setti bara glöggt á mig, hvar veðrið stóð á vang- ann og hélt svo út í myrkrið. Undir eins og holtunum sleppti, sá ég ekki neitt frá mér fyrir iðulausu myrkri. Ekki leið á löngu, að föt mín frysi, svo að ég gat ómögulega gengið. Tók ég þá það ráð að grafa mig niður í fönnina og þíða fötin á þann hátt. Þarna var líka nógu djúpur snjór. En til þess að tapa ekki sömu stefnu, stakk ég stafnum á ská framund- an mér, dýfði mér svo niður og lét höfuðið snúa þannig að stafendanum, að þegar ég risi á fætur, gæti ég tekið sömu stefnu, bæði eftir stafnum og legu minni í snjón- um. Það fór sem mig varði, að fötin þiðn- uðu eftir dálitla stund, svo að ég fann, að ég gat aftur farið að ganga. Ég lagði því aftur af stað, en ekki leið á löngu þar til ég varð að taka til sömu ráða. í raun og veru gerði ég mér ekki vísa von um að hitta bæinn í þessum leiðangri, en ég gerði mér örugga von um á þennan hátt að nálgast hann svo, að ég gæti séð hann þegar birti af degi, ef hríðin versn- aði þá ekki aftur. Ég ætlaði mér því að hafa þriðja áfangan stytztan, svo að ég gengi ekki enn fram hjá bænum til muna. Ekki vissi ég fyrir víst, hvað langt var liðið af nóttu, en væru margar klukku- stundir til dagsbirtu, leizt mér ekki væn- lega á ástand mitt, því að ég fann, að ég var farinn að frjósa á fótum. Samt var það ekki nema rétt í byrjun, og ekki nema aðeins tærnar á báðum fótum. Eftir að ég hélt af stað í þriðja sinn, hafði ég ekki gengið nema lítið eitt og ætl- aði að halda svolítið lengra, en kom þá að moðhaug, og nokkrum föðmum þaðan kom ég á tvo f járhúsmæna á tveim samstæðum húsum, þar syðst og vestast á túninu. Var þá stutt þaðan heim að bænum. Þegar heim að bænum kom, átti ég hægt með að komast upp á glugga, því að fönn- in var jafn há veggjunum. Þegar ég laut niður að glugganum, heyrði ég, að klukk- an sló eitt. — En hvað fólkinu varð hverft við, þegar ég kallaði á gluggann. Mamma veinaði hástöfum, og þegar ég kom suður fyrir baðstofustafninn, kom stjúpi minn þar til mín — hafði umsvifalaust þotið úr rúminu og út í hríðina, berfættur og að- eins á nærklæðunum, og við bæjardyrnar mætti Methúsalem mér. Þeir héldu, að ég væri dauðvona, ætluðu að þrífa mig upp og bera mig inn, en ég sagði sem var, að ég væri vel hress og gangfær líka, ef fötin væru ekki svona frosin. Þegar inn í baðstofuna kom, stökk fólk- ið upp úr rúmunum og faðmaði mig og kyssti, grátandi af gleði, og var ég þó al- þakinn klaka og snjó og leit út eins og lögunarlaust ferlíki. Og þegar seint þótti ganga að ná af mér fötunum, átti að þrífa hníf og rista þau utan af mér, en ég kvað bezt að spilla engu og losa klakahýðið af mér með hægð, enda væri ég óskemmdur, frískur og f jörugur, gæti auk heldur hlaup- ið, þegar ég væri laus við klakadromann, sem nú gerði mig svo stirðan. Þegar búið var að ná af mér sokkunum, sá ég, að stóratá og næsta tá á báðum fótum voru orðnar hvítar af frosti. Þíddi ég þær í köldu vatni, sem ekki tók langan tíma, og háttaði svo niður í rúm. Þangað var mér svo færður matur, margar teg-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.