Vikan - 12.10.1939, Blaðsíða 21
Nr. 41, 1939
VIKAN
21
Frú Martha Smigly Rydz, kona
pólska herforing-jans, sem fór með
konu og dóttur Becks, utanríkismála-
ráðherra, frá Póllandi til Bukarest.
Undir stjóm lögreglunnar í Berlín
eru hér og þar settar upp auglýsing-
ar, svo að fólk geti séð, hvert það
getur forðað sér, ef loftárás verður
gerð á borgina.
Það er um fátt meira talað í sam-
bandi við styrjöld þá, sem nú geisar
i heiminum, en samstarf Sovét-Rúss-
lansd og Þýzkalands. Hér er mynd
af rússneskum hermanni.
Frönsk riddaraliðssveit fer i gegnum
götur Parísarborgar á leið til víg-
stöðvanna við Saar, milli Maginot-
og Sigfried-vamarlínanna, þar sem
aðallega hefir verið barizt.
þar ríkiskirkja, sem allir voru skyldugir
að greiða gjöld til. Sú upphæð, sem írska
þjóðin greiddi þeirri stofnun árlega um
aldamótin 1800, nam ekki minna en 500
þúsundum sterlingspunda, þótt tæplega V»
hluti þjóðarinnar teldist henni fylgjandi.
Og þótt furðu megi gegna, hélzt þessi til-
högun allan tímann fram til ársins 1869,
er enska þinginu þóknaðist að lokum, fyrir
fortölur Gladstones, að létta þessum skatti
af írskum landslýð og leggja biskupakirkj-
una niður sem ríkisstofnun á Irlandi.
En því má bæta við, að allan þann tíma,
sem írska þjóðin, — þetta olnbogabarn
hins mikla brezka veldis, átti í baráttu
fyrir réttarbótum sínum, átti hún í fylk-
ingarbrjósti menn, sem börðust eins og
Ijón, menn, sem töldu enga fórn of stóra,
ef hún var færð fyrir Irland. Því hefir
stundum verið haldið fram, að á 19. öld-
inni, þeirri öld, sem drap úr dróma afburða-
gáfumenn hjá hverri einustu þjóð í Evrópu,
hafi hvergi komið fram annað eins mann-
val og það, er Irar tefldu fram á skákborð
stjórnmálanna í málstofum brezka þings-
ins. En flestir þeirra fengu einhvern tíma
á æfinni að heyra marrið í fangelsishurð
innan frá, og ekki allfáir kvöddu þennan
heim með háðsbrosi við gálga eða högg-
stokk, sem stóð nú enn eins og hann hafði
staðið öldum saman í þjónustu fallegs hug-
taks, sem heitir „öryggi Bretlands". —
Þeir höfðu meðtekið sama andann, sem um
aldir hafði svifið yfir grösugum engjum og
grænum skógum írlands, mennt og speki
írska munksins, eldmóð og fórnarlund
írska prestsins.
*
Saga írska prestsins er saga þjóðar
hans, raunasaga hennar, sigursaga hennar.
Og nú, þegar írska þjóðin er frjáls, og
farið er að sýna menningararfi hennar
sóma, tekur hann virkan þátt í endur-
reisnarstarfinu. Hann nýtur alþýðuhylli.
Hann er lærður vel í þjóðlegum fræð-
um ekki síður en kirkjulegum. Hann er
ættjarðarvinur og fylgist vel með í opin-
berum málum. En hann er lítill vinur
Breta, þótt hann stilli orðum sínum í hóf,
er þá ber á góma. Og hvernig má annað
vera? Til þess þekkir hann of vel sögu
lands síns og kirkju sinnar. Og ef það
kynni að detta fram úr þér í viðurvist hans
einhver athugasemd í þá átt, að Bretar
heyi styrjaldir enn í dag í guðs nafni alveg
eins og á dögum Cromwells, þá bregður
fyrir í augum hans glampa, sem þú áttar
þig ef til vill ekki á samstundis. Ef til vill
er það háð, ef til vill harmur, ef til vill
sársaukablandin meðaumkun og sennilega
snýr hann út úr fyrir þér og segir: „Menn-
irnir eru enn í dag eins og þeir lengstum
voru, heimskari en hvað þeir eru vondir.“
Það mælir hann, írski presturinn með ald-
irnar á bak við sig.
Við fórum að næturlagi gegnum nokkrár
írskar borgir. Allt var niðdimmt, aðeins
nokkur Ijós við aðalgöturnar. En þegar
betur var að gætt, mátti greina daufa,
dumbrauða glætu, er lagði út frá sumum
gluggunum á íbúðarhúsunum. Það loguðu
ljós þarna inni, þótt lítið bæri á. Og við
vorum, þegar hér var komið sögu, orðin
það kunnug írskum heimilisháttum, að við
vissum, af hverju þau stöfuðu. Þetta var
bjarminn frá litlum, rauðum lömpum, sem
loga dag og nótt við mynd Maríu eða ein-
hvers annars dýrlings. Og með þessum
bjarma barst eitthvað vingjarnlegt og hug-
hreystandi út í náttmyrkrið, sem sætti
mann við það að vera á ferðinni á þjóð-
vegi bráðókunnugs lands um brúnamyrka
nótt.
Kaþólskar trúarkreddur! segja ef til vill
einhverjir kaldrifjaðir lesendur mínir og
hrista höfuðið. En ég fer að hugsa um það,
með hve táknrænu móti þessi yfirlætis-
lausu ljós minna á trúna, sem varð að lifa
í leyndum svo öldum skipti á írlandi. Og
mig gildir einu, hvað kirkjudeildin heitir,
en man ekki til, að nein Evrópuþjóð hafi
lagt annað eins í sölurnar fyrir trú sína
og írar.
írski prestur, það er eitthvað í verki með
þér, sem valdhafar þjóðanna gera ekki ráð
fyrir, þegar þeir segja hver öðrum stríð
á hendur, eitthvað, sem' varð sterkara en
stál og púður, fjármagn og stjórnkænska
stærsta ríkisins í veröld.
Og mér finnst bjarminn frá rauðu lömp-
unum lýsa út á koldimman veginn, — langt
fram á veginn.
SKÓLASTJÖRINN. Frh. af bls. 10.
sig hægt og seinlega. Hann eyddi löngum
tíma í að bursta nýju, svörtu fötin sín,
braut þau síðan vandlega saman og lagði
þau í dragkistuna.
Síðan gekk hann að borðinu, þar sem
lá stafli af stílabókum nemenda hans, tók
bókina hans Babkins, settist niður og tók
að virða fyrir sér hina fögru, barnalegu
rithönd . . .
En á meðan hann skoðaði stílabækurn-
ar, sat héraðslæknirinn í næstu stofu og
var að segja við konu hans, í hálfum hljóð-
um, að ekki hefði átt að leyfa manni að
fara í veizlu, sem að öilum líkindum ætti
ekki eftir að lifa meira en eina viku.
er þvottasápa nútímans.