Vikan - 12.10.1939, Qupperneq 22
22
VIKAN
Nr. 41, 1939
Orð í tíma töluð♦ Alþjóðaskákmótið í Buenos Aires 1939.
Drottningarbragð
Hvítt: Mímus,
Irland.
Jón Skagan, prestur að Bergþórshvoli,
var stundum fótgangandi á húsvitjunar-
ferðum. Eitt sinn, er hann var á slíku
ferðalagi, var gangfæri allgott, en ís
ótraustur. Var Jón kominn í nánd við bæ-
inn Snotru. Umhverfi þar er svo háttað,
að keldur og fen liggja víðsvegar kringum
bæinn. Leggur Jón prestur nú út á keldu
eina, er hann hugði örugga og því ekki
aðgæzluverða. Veit hann ekki fyrr til en
ísinn brestur og hann á bólakaf ofan í
leirdý. Er hann kemur heim að Snotru,
segir hann sínar farir ekki sléttar. Þá varð
Páli, bónda að Snotru, að orði:
— Ja, nú er ég aldeilis hissa. Þarna
hefir engin skepna farið ofan í fyrr.
Einu sinni kom Pálmi Hannesson, rek-
tor, að Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu
ásamt nokkrum öðrum og stóð Björgvin,
sýslumaður, Vigfússon úti fyrir dyrum og
fagnaði gestum, því að hann er maður með
fádæmum gestrisinn.
— Það ber vel í veiði, segir sýslumaður,
— að hér ber náttúrufræðing að garði, því
að það er nefnilega svolítið próblem, sem
ég hefi lengi verið að hugsa um.
Þegar gestir hafa verið leiddir til stofu,
segir sýslumaður:
— Það var þetta próblem. Skal það vera
satt, að laxinn borði ekki neitt, frá því að
hann gengur í ár á vorin og þangað til
hann fer á haustin?
— Menn halda, að svo sé, svarar Pálmi.
— Hvað skal ganga að aumingja skepn-
unni? Skal hún vera veik?
— Ætli það, segir Pálmi. — Nógu er
hann sprækur að stikla fossa á vorin.
— Skal þetta þá bara vera lystarleysi?
spyr sýslumaður.
— Ætli það, segir Pálmi. — Hann tekur
þó að minnsta kosti flugu hjá veiðimönn-
um.
Þá setur sýslumann hljóðan um stund og
segir síðan:
— Já, en ég kalla það nú engan mat, þó
að maður borði eins og eina flugu yfir
sumarið.
Verzlunarmaður frá Siglufirði kom
hingað til Reykjavíkur í sumar, er verst
horfði með síldveiðarnar. Kom hann að
máli við Guido Bernhöft heildsala og bar
sig upp undan vandræðum þeim, er síldar-
leýsið hefði í för með sér. En Bernhöft,
sem er maður bjartsýnn, fannst fátt til
um hjalið, sló kumpánlega á öxl Siglfirð-
ingnum og sagði:
— En veiztu ekki maður, að nú vaxa
bláber á hverri þúfu á landinu!
1. d2—d4, d7—d5; 2. c2—c4, e7—e6; 3.
Rbl—c3, c7—c6, (Talið hvítu í hag, en
staðan verður flókin og vandasöm, og það
er sterkari manninum í hag); 4. R gl—f3,
d5 X c4; 5. a2—a4, Bf8—b4; 6. B cl—d2
(betra er talið: 6. e2—e3, b7—b5; 7. B cl
—d2, a7—a5; 8. a4 x b5, B b4 X c 3; 9.
Bd2xc3, c6xb5; 10. b2—b3, o. s. frv.)
6. ______..., b7—b5; 7. a4 xb5, Bb4Xc3;
8. Bd2Xc3, c6xb5; 9. d4—d5??, (Hræði-
leg yfirsjón, sem gefur svörtu skákina bar-
áttulítið. Eini og sjálfsagði leikurinn í stöð-
unni var: 9. b2—b3, B c8—b7; 10. b3xc4,
b5 X c4; 11. e2—e3, R g8—f6; 12. B fl X c4,
0—0; með nokkurn vegin jöfnu tafli á
svart); 9.________, R g8—f6; 10. d5—d6,
(Hið rökrétta framhald af 9. leik hvíts,
hefði verið 10. d5 X e6, en eftir 10.___,
Dd8xdlf; 11. Halxdl, Bc8xe6; eru
yfirburðir svarts svo miklir drottningar-
megin, að endatafhð er vonlaust. Hvítt
reynir að ná sókn, sem þó er jafn vonlaus
og endataflið). 10. ..........., 0—0; 11.
R f3—e5, a7—a5; 12. D dl—d4, Bc8—b7;
13. R e5—g4, R b8—d7; 14. h2—h4,
Ha8—a6; 15. Rg4xf6t. (Nú hefir hvítt
sannfærst um að sóknin er einskis virði.
Svart: Jón Guðmundsson,
island.
Ef t. d. 15. H hl—h3, þá b5—b4; 16. B c3—
d2,H a6 X d6; 17. D d4—e3, Rf6—g4; 18.
D e3—f4, Rg4xf2; og sóknin hefir ekki
aðeins orðið að engu, heldur hefir hvítt
tapað tveim peðum til viðbótar því, sem
áður var tapað). 15. --------, Rd7xf6;
16. D d4—c5; b5—b4; 17. B c3—e 5, R f6—
d7; 18. D c5—e3, Rd7xe5; 19. De3xe5,
H a6 x d6; 20. e2—e4. (Auðvitað ekki D e5
X a5, vegna H d6—dlf). 20. _____, H d6—
d4. (Neyðir hvítt til að veikja peðstöðuna
kongsmegin). 21. f2—f3, a5—a4; 22. D e5
—b5, B b7 X e4!; 23. Db5xb4, (ef 23.
f3 X e4, þá Hd4Xe4f; 24. K el—f2, —
auðvitað ekki B fl—e2, vegna D d8—d3 —
D d8—d4f; 25. K f2—g3, He4—g4f; 26.
Kg3—f3, Hf8—d8; og svart mátar í
nokkrum leikjum). 23. ----------, D d8—
c7; 24. Hhl—h3, B e4—f5; 25. g2—g4,
H f8—b8; 26. Db4xa4, Dc7—e5f; 27.
B fl—e2, B f5—d3; 28. D a4—dl, h7—h6;
(Sjálfsögð varúðar ráðstöfun. Hvítt gat nú
gefið). 29. D dl—d2, H b8—b3; 30. K el—
f2, B d3 x e2; 31. D d2 x e2, D e5—d5; 32.
K f2—el, Hd4Xg4; 33. Kel—fl, H g4—
d4; 34. H al—cl, H b3-—d3. Hvitt tapaði á
tíma, en staðan er líka töpuð.
Brúðargjafir, og aðrar tækifærisgjafir:
íslenzkur silfurborðbúnaður í mestu úrvaíi.
Eigin
fram-
leiðsla.
Guðlaugur Hagnússon
gullsmiður, Laugavegi 11. Sími 5272.
2. myndagáta Vikunnar. Ráðningin á fyrstu myndagátunni var: Sælla er að gefa en selja.