Vikan


Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 14.12.1939, Blaðsíða 5
Nr. 50, 1939 VIKAN 1 Frú Curie. Frú Kristín Ólafsdóttir, læknir, þýddi. ísafoldarprentsmiðja h.f. gaf út. 5 Frú Curie vinnur með eldri dóttur sinni, Iréne, í Radíumstofn- uninni, 1925. Það var henni til mikillar ánæg'ju, að þessi bráð- gáfaða dóttir hennar gerðist hálærður eðlisfræðingur og ágætur samstarfsmaður hennar við radíumrannsóknimar. egar kvenréttindakonur tilfæra nöfn mikilhæfra kvenna, sem sakir mann- kosta sinna og mikilla hæfileika hafa skarað fram úr fyjkingu milljónanna, nefna þær fyrst nafn frú Cuxie. En sjálf var þó frú Curie engin kvenréttindahetja, enginn þjóðfélagsgammur né uppreisnar- andi. Hún var þvert á móti hljóð og áhuga- laus um þjóðmál, nema þau, er vörðuðu frelsisbaráttu Pólverja undan rússneskri yfirdrottnun. Frú Curie var Pólverji, fædd í Varsjá 1867. Hún var af Pólskum lág- aðli og menntafólki komin í báðar ættir. Faðir hennar var eðlisfræðikennari og um- sjónarmaður mentaskóla eins í Varsjá. Móðir hennar hafði einnig fengizt við kennslu og verið skólastýra um leið: María Curie var yngst fimm systkina og missti móður sína á unga aldri. Lézt hún eftir langvarandi berklasjúkdóm. Er hún féll frá voru það þungar búsifjar fyrir heimili eðlisfræðikennarans, sem skömmu síðar missti vinnuna og varð að hafa ofan af fyrir sér og börnum sínum með ígripa- vinnu og snöpum. María Curie komst því snemma í náin kynni við erfiðleika lífsins. En með frábærri samheldni f jölskyldunn- ar og markvissum dugnaði komst hún til Parísar, 24 ára gömul og hóf eðlisfræði- nám við Sorbonne. Frakkland hafði lengi verið hennar fyrirheitna land, og iðkan raunhæfra vísinda hennar lífsdraumur. Það er sjaldgæft, að ungar stúlkur hugsi til framtíð- arinnar í sambandi við eðlis- og efnafærðirannsóknir, og enn sjaldgæfara var það á æskuárum frú Curie. En engir erfiðleikar öftruðu henni framgangs, og með dæmafárri elju lauk hún háskóla- náminu á skömmum tíma og tók hvert prófið öðru glæsilegra. En svo henti hana það, eins og flest- ar konur, að giftast. Maður henn- ar, Pierre Curie, var einnig vís- indamaður, sem var viðurkennd- ur fyrir dugnað sinn og sann- leiksást á viðfangsefnum sínum, en ekki metinn sem skyldi. Sam- búð þeirra hjóna var reist á gagn- kvæmum skilningi og mikilli ást- úð. Hugðarefni áttu þau hin sömu: vísindi og rannsóknir. Þau voru ennfremur góðir foreldrar tveggja dætra, er þeim fæddust á fyrstu hjónabandsárum sínum. Curie-hjónin voru sívinnandi, og þegar þau gerðu opinberlega grein fyrir vísinda- rannsóknum sínum varð ekki séð, hvort átti þar meiri hlut að máli. Þetta var þeirra sameign. Og eftir áralanga elju við fátækt og slæm vinnuskilyrði tókst þeim að gera og sanna eina merki- legustu uppgötvun, sem gerð hefir verið á ,sviði eðlisfræðinnar. Þau höfðu fundið nýtt frumefni, radíum, og rannsakað eiginleika þess og sagt fyrir um gildi þess. Mun þessi upp- götvun Curie-hjónanna talin hin mesta náðargjöf, sem mannkyninu hefir hlotnazt, en efni þetta er aðal- lega notað til lækninga ýmsra skað- vænlegra sjúkdóma, svo sem krabba- meins á byrjunarstygi. Heiminum skyldist fljótt, að hér var um merka nýjung að ræða, og nú var Curie- hjónunum gatan greiðari en áður. Meðal annars heiðurs, sem þeim hlotnaðist voru Nobels-verðlaunin árið 1903. En sól hamingjunnar skein skamma stund í heiði. Um vorið 1906 varð Pierre Curie fyrir hestvagni á götum Parísar og beið bana af. Frú María Curie var ekkja, er bar harm sinn með stolti. Þegar franska stjórn- in vildi veita henni lífeyri, svaraði hún þóttalega, að hún væri ekki eldri en það, að hún gæti unnið fyrir sér og börnum sínum. Eftir nokkrar bollaleggingar var henni boðin pró- fessorsstaða við Sorbonne og forusta fyrir Radíumrannsóknarstofnuninni, eða þau embætti, sem maður hennar hafði haft á hendi. Þessara starfa gætti frú Curie til dauðadags með vaxandi gengi og virðingu heimsins á vísindaiðkunum hennar. Árið 1911 voru henni veitt Nobelsverðlaunin í annað skipti, en það eru einsdæmi til þessa dags, að þeim sama séu veitt þau verðlaun oftar en einu sinni. Frú Curie dó í júní- mánuði árið 1934 af blóðsjúkdómi, er var talinn eiga rót sína að rekja til þess, hve mikið hún hefði sýslað með radíum. Eva, yngri dóttir frú Curie, hefir skrifað ævisögu hennar, og hlaut bók þessi þegar í upphafi einróma aðdáun, fyrir öfundlausa samúð og djúpan skilning á lífskjörum, tápi og ævistörfum þessarar merkustu og beztu konu, sem lifað hefir á meðal okkar. Mikillar nákvæmni gætir og í heimildavali höfundarins, og frásögnin er öll með þeim blæ látlausrar sannleiksástar, sem vel hæf- ir hinni göfugu konu, sem aldrei kunni að ofmetnast af neinu. Þessi bók er nú komin út í íslenzkri þýð- ingu eftir frú Kristínu Ólafsdóttur, lækni, og gefin út á forlag ísafoldarprentsmiðju. Bókin er þýdd á prýðilega íslenzku, létt mál og þægilegt aflestrar. Þó bregður fyrir ekki svo fáum sjaldgæfum orðum og nýyrðum. Hvað er t. d. rafkanni? Utgefandinn hefir ekkert til sparað, að frágangur og ytra snið bókarinnar væri í fullu samræmi við ágæti hennar að öðru leyti. Bókaiðnaður Isafoldar er að verða furðulegt fyrirbrigði í íslenzkum iðnaði. Þetta er óvenjuleg bók — óvenjulega góð bók. S. B. María Curie 1894. Þá hefir hún dvalið 4 ár i París við nám og lokið háskólaprófi í eðlisfræði og stærðfræði. Á þessu sama ári kynntist hún Pierre Curie og giftist honum árið eftir. Þetta var eftirlætismynd Pierre Curie af konu hans, og María lagði hana í kistuna með hon- um, að honum látnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.