Vikan


Vikan - 14.12.1939, Síða 9

Vikan - 14.12.1939, Síða 9
Nr. 50, 1939 V IK A N 9 Henry Petersen: Ttrkncka tarðsteitii S trætis-píanó nam staðar undir glugg- anum mínum. Ég bölvaði með sjálf- um mér og hamraði enn ákafar á rit- vélina. Það var leikin étude eftir Chopin. Ég skildi við söguhetjur mínar, þar sem þær héngu framan í fjallhárri klettasnös. Næst kom vals eftir Brahms. Og svo „Sonata Apassionata“. Ég sá stóran, svartan hatt og niður und- an honum glettinn munn. Ég sendi stúlk- una niður með tvo og hálfan shilling, og maðurinn þakkaði fyrir þessa óvenjulegu gjöf með því að veifa svarta hattinum með tignarlegu, en þó hálf hæðnislegu látbragði. Dálítið ósvífið, hugsaði ég, en þó að minnsta kosti í samræmi við hæðnisdrætt- ina í kringum munninn. Hann tók eitt lag enn. Það var „Tyrk- neska varðsveitin", eftir Schubert, og hann lék þetta dillandi, seiðþrungna lag, eins og hann væri enn heillaður af því. Hann veif- aði aftur svarta hattinum og hélt svo af stað. Ég sat eftir og sá, eins og í draum- sýn, gangandi herfylkingu, flöktandi varð- elda, heyrði vopnagný og hófaskelli, og skynjaði grafkyrrð tunglsljóssins, sem stafaði á sléttuna. Þetta hafði verið alveg óvænt innrás í helgidóm þess móðursjúka kattarvæls, sem þetta Mayfair-stræti vissulega var. En ég var forviða, því að það hafði vantað eitt- hvað í áslátt mannsins, það var ekki gott að segja, hvað það var, aðeins óljós grun- ur um eitthvert hik öðru hvoru. Hann kom tvisvar aftur og lék ný lög, en hann endaði alltaf á „Tyrknesku varð- sveitinni" eftir Schuþert. Og svo eitt sinn að áliðnu kvöldi bárust mjúkir og hljóðir byrjunartónar nætur- lagsins eftir Chopin inn um gluggann minn. Klukkan var ellefu. Ég bauð manninum inn og bar fyrir hann wisky og sóda. Hann sagðist aldrei bragða wisky, en hvort hann gæti fengið ögn af konjaki? — Reynið þetta, Couroisier ’68, sagði ég. Ég hafði undir eins tekið eftir augunum — þau voru grá, stór og skær. Það voru glæsileg augu. Allt látbragð mannsins vakti forvitni hjá mér. Ég fann, að hann hlaut að geta sagt óvenjulega sögu. — Þetta er ákaflega vel gert af yður, sagði hann um leið og hann setti niður glasið. Þá sá ég, hvers vegna hann hafði orðið að gerast götu-hljóðfæraleikari, og ástæðuna til hins dularfulla hiks í hljóð- fallinu. Hann sá á hvað ég horfði og lyfti upp löngutöng hægri handar. Það vantaði fremsta köggulinn. — Ég spilaði svona seint undir glugg- anum hjá yður, af því að ég þóttist viss um, að þá munduð þér bjóða mér inn. Viti<5 þér, að ég hefi lesið allar bækurnar yðar? — Fáið yður meira konjak, sagði ég. — Mig hefir lengi langað til að hitta yður. Ég vissi ekki, að það væri nokkur annar maður í heiminum eins og þér. — Hver er hann? — Ég. Spakmæli mitt var talað fyrir dauf- um eyrum. Hann horfði hátíðlega á mig, ef ekki háðslega. — Má ég segja dálítið? spurði hann. — Hvað, sem þér viljið. — Þolið þér gagnrýni? — Ef hún er skynsamleg og sanngjörn. Viljið þér sígarettu? Eða viljið þér kann- ske heldur vindil? — Vindil, þakka yður fyrir. Um leið og hann kleip vandlega oddinn af vindlinum, sagði hann: — Síðustu þrjár bækurnar hafa ekki jafnazt á við þá fyrstu. Þær hafa þefað af kjötkötlunum. Þær eru nokk-j uð íburðarmiklar. Leiðinlegt. Svo flýtti hann sér að bæta við: — En ég hefi lesið hina ágætu smásögu yðar í síðasta Even- ing Chronicle. Þess vegna kom ég hingað. * Dularfullur náungi þetta, hugsaði ég, og svona þægilega hreinskilinn. Hann sá, að mér hafði geðjazt að honum og brosti um leið og hann benti á ársgamalt dagblað, sem lá á skrifborðinu hjá mér. — Fenguð þér hugmyndina að sögunni í þessu útlenda blaði? Ég gat ekki varizt hlátri. — Þér hafið hitt naglann á höfuðið. Auðvitað hefi ég breytt einstökum atriðum, en meginþátt- urinn er eins. Það er saga, sem mig hefir langað til að skrifa í heilt ár. Satt að segja var ég all hreykinn af því, hvað vel mér hafði tekizt að umskapa þetta harm- sögulega atvik hversdagslífsins. — Hún er undarlega lík sögunni, sem mig langar til að segja yður, sagði hann. — Eruð þér ekki smeikur við það? spurði ég. — Þér hafið séð hinar óvönd- uðu aðferðir mínar. Viljið þér, að allur heimurinn fái að vita það. — Ég vil, að ein manneskja, aðeins ein manneskja fái að vita það. — Má ég þá í staðinn spyrja yður að- eins einnar spurningar? — Hvað, sem þér viljið. — Hvers vegna endið þér alltaf á „Tyrk- neska varðsveitin“ eftir Schubert? Ég hafði ekki fyrr sleppt síðasta orðinu, en ég irðaðist þessarar spurningar. Það hafði undir eins komið þungur sorgarsvip- ur í augun. Hann gekk út að glugganum og sneri baki við mér. — Ég verð að vara yður við því, aði les- endum yðar kann að finnast þessi saga mín einkar hversdagsleg .... Mér er sagt, að helvíti sé einkar hversdagslegt. . . Hvað ég heiti ? Hvað kemur það málinu við ? Ég heiti Bennett. Ég hrökk við. — Kannist þér við nafnið? — Já, auðvitað hefi ég heyrt um yður. -—- Og hvernig? ■— Nú, auðvitað hefi ég heyrt um yður, sagði ég brosandi í von um að geta breitt yfir þetta ósjálfráða viðbragð, sem ég hafði tekið, þegar ég heyrði nafn hans. Hann leit hvasst á mig, áður en hann hóf máls að nýju. — Já, ég lék í hljóm- listasölum. Ekki í sölum eins og þið Lund- únabúar eruð vanir. Aðeins einn af minni spámönnunum, sem ferðast land úr landi og lifa í þeirri fávísu von að fá einhvern tíma að spila í Queen’s Hall. Yfirleitt . . . eymdar líf. — Og fyrir fjórum árum varð ég svo ástfanginn. Ég lá vakandi á næturnar, hræddur við svo mikla hamingju. Moira var fyrir ofan mig í mannfélaginu. Faðir minn var læknir og afi minn bóndi. Lang- afi hennar var hertogi. Ég býst við, að ég hafi algjörlega kippt undan henni fót- unum. Hann sneri sér brosandi við, og ég sá, hvað bros hans gat verið heillandi. \ — En þér vitið, hvernig sagt er, að við r|listamennirnir séum, þegar við erum ást- fangnir, geystir eins og fellibylur, ómót- stæðilegir. Moira giftist mér. Fyrstu tvö árin vann ég eins og ég væri snillingur. Mig dreymdi jafnvel um að komast til jafns við Paderewski og Pachmann. — Þér sjáið, hve ég hefi verið ástfanginn. Moira var dásamleg. Ég hefði aldrei getað trú- að, að maður og kona gætu verið svo hamingjusöm saman. Ég sé, að þér eruð orðinn mjög alvarlegur. Eða er það með- aumkun? Já, hver kennir ekki í brjósti um mann, sem er ástfanginn? # — Nei, nei, sagði ég, og gerði örvænt- ingarfulla tilraun til að stöðva hann. — Ég vildi heldur —. — Nei, lofið mér að halda áfram. Ég þarf svo mjög á hjálp yðar að halda. Gerið það — lofið mér að halda áfram. Ég verð að segja yður það. Ég veit ekki, hvernig mér tókst að stilla mig. Ég vissi meira úr þessari sögu en hann sjálfur. Hann gekk aftur út að glugganum. — Það var aðeins eitt ágreiningsefni á milli okkar — bróðir hennar. Meiri eyðslu- segg hefi ég aldrei þekkt. Hann fékkst við alls konar heiðarlegt og óheiðarlegt brask, komst í kynni við samvizkulausa braskara, sem einskis svífast, þegar peningar eru í aðra hönd. Þér þekkið þessg náunga — unglegir og gæddir djöfullegu seiðmagni í augum kvenfólksins. Ég hefði glaður viljað vita mág minn í fangelsi — hann átti ekki

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.