Vikan


Vikan - 14.12.1939, Page 14

Vikan - 14.12.1939, Page 14
14 VIKAN Nr. 50, 1939 |\ Eftir frú Guðbjörgu Birkis. Kartöflur og síld eru hvort tveggja íslenzkar fæðutegundir, sem báðar eru mjög hollar og tiltölulega ódýrar miðað við margar eða flestar fæðutegundir, sem við neytum daglega. I>að er því eðlilegt að við Islendingar borðum mikið af þessum góðu fæðutegundum, bæði saman og hvorri út af fyrir sig. Kartöflur eru mikið borð- aðar sem viðbót eða með öðrum mat svo sem fiski eða kjöti, en þær eru einnig ágætar sem sjálfstæðir réttir í mörgum myndum eða með síld, sem þær eiga mjög vel við. Hér á eftir fylgja nokkrar uppskriftir af sildarréttum. Síldarrétti Salt- eða kryddsild. 30 gr. smjörlíki. 30 gr. hveiti. Rjómi og soð eða 4 dl. mjólk. Laukur og salt. Smjörlíkið er linað svolítið og hveitinu hrært saman við. Mjólkin er hituð, og þeg- ar hún sýður er hveitið og smjörlíkið látið út í og þeytt í, þar til það hefir jafnast vel mjólkinni. Þá er laukurinn látinn í og salt- ið. Laukinn verður fyrst að skera í þunnar sneiðar. Þessi sósa er ágæt með síld og heitum kartöflum. Sé notuð saltsíld þarf Steikt síld að afvatna hana vel. með rófustöppu Síldin er flött, öll bein tekin burt; einnig roðið. Síldarhelmingamir em þerraðir og velt upp úr rúgmjöli eða heilhveiti og brúnaðir á pönnu við hægan eld. Borið á borð með gulrófustöppu, og ef vill bræddu smjöri. Þannig er ágætt að steikja nýja síld. 2 síldar. 4 soðnar kartöflur. 1 laukur. 1 matskeið brauðmylsna eða heilkveiti. % matskeið kartöflumjöl. Síldarnar em hreinsaðar og afvatnaðar, þerraðar og saxaðar, ásamt lauknum og kartöflunum, brauðmylsnan eða heilhveit- ið og kartöflumjölið hrært saman við, og úr deiginu eru búnar til bollur, sem brún- aðar era á pönnu í dálítilli feiti við fremur hægan hita. 1 matskeið af hveiti er hrærð út með mjólk og vatni í þunnan jafning, nokkrir dropar af sósulit settir saman við. Þessu er hellt yfir bollumar á pönnunni, þegar þær eru orðnar brúnar. Soðið nokkrar mínútur. Bollumar era bomar fram í sós- unni og heitar kartöflur með. Sé afgangur af nýjum fiski má saxa hann saman við síldina og kartöflumar. 1 salt- eða kryddsíld. 2 kartöflur. Rauðrófur. Soðið eða steikt kjöt. 1 harðsoðið egg. % laukur. 1 matskeið smjörlíki. 1 matskeið hveiti. 2 dl. mjólk og rauðrófulögur. 2—3 matskeiðar salatolía. Sykur. Smjörlíkið er brætt, bakað upp með hveiti; þynnt út með mjólkinni og rauð- rófuleginum. 1 stað rauðrófnalögs má nota mjólkursýra og nokkra dropa af rauðum ávaxtalit. Þegar þessi jafningur er farinn að kólna er 1 til 2 matskeiðum af salat- olíu hrært smátt og smátt saman við, krydduð með sítrónusafa og sykri. I þennan jafning er svo hrært síldinni, kartöflunum, rauðrófunum, kjötinu, egg- inu og lauknum, öllu niðurskornu, annað hvort í lengjur eða jafna bita. Ef allar þessar tegundir, sem hér eru nefndar, era ekki við hendina, má sleppa einhverju af þeim. Þetta salat er borðað með brauði. Dr. ALF LORENTZ ÖRBECK: Fegrun og snyrting Frú Kristín Ólafsdóttir, læknir, þýddi. — Útgefandi: H.f. Leiftur. I-\etta er ein þeirra fáu bóka í mergð ^ „jólabókanna“, sem hefir hagnýtt gildi fyrir eigandann, ekki aðeins við skjótan yfirlestur, heldur til að fletta upp í og Dr. Alf Lorentz örbeek. leita ráðlegginga við ýmsum hversdags- legum vandamálum varðandi almenna líkamsrækt og heilbrigði. Það er því frem- ur ástæða til að mæla með þessari bók, að hún er skrifuð af sérfróðum lækni og því hvergi hvarflað frá þeim grundvallaregl- um, sem heilsufræðin setur. Jafn mikið og fólk hugsar um líkamsfríðleik sinn, og þó einkum um andlitið, verður hvergi nærri sagt, að með samri umhyggju sé hugsað um hollustu fegurðarmeðalanna og áhrif þeirra á heilsu og varanlega fegurð þeirra, sem snyrtilyfjanna neyta. Fram úr þess- um vandræðum vill höfundur bókarinnar ráða og leiðbeina, enda fylgir bókinni mik- ið lyfseðlasafn. Og til skýringar efninu fylgja bókinni margar myndir. Þetta er nytsöm handbók á hverju heimili og á alveg sérstaklega erindi til þeirra, sem af lítilli forsjálni neyta mikilla fegurðarlyfja. Söd, með heit- um kartöflum og lauksósu. Síldarbollur í brúnni sósu Síldarsalat. Spikfeitt hangikjöt og grænar baunir Alikálfakjöt, buff, gullasch, steik, hakkbuff. Daglega nýtt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.