Vikan - 14.12.1939, Side 19
Nr. 50, 1939
YIKAN
19
KRÁKAN. ^
Y 7agn hafði setið í þungum þönkum síð-
’ an Kristján kennari hafði sagt börn-
unum frá verðlaunasamkeppninni, sem
skólablaðið ætlaði að gangast fyrir. Rit-
stjórnin hafði lofað 100 krónum fyrir
beztu dýrasöguna, og þar sem Vagn var
bæði náttúrufræðingur og rithöfundur
ætlaði hann auðvitað að taka þátt í sam-
keppninni.
Ef hann ynni nú 100 krónur! Þá gæti
hann keypt sér hjólið, sem hann hafði svo
lengi langað til að eiga.
Hann var sendisveinn á sumrin, svo að
það var engin furða, þó að honum léki
hugur á að eignast hjól.
En um hvað átti hann að skrifa. Auð-
vitað tækju mörg börn þátt í samkeppn-
inni, og flest skrifuðu þau um hunda, ketti,
kýr og hesta. Væri ekki meiri von um að
vinna, ef hann skrifaði um'eitthvað annað?
Hann starði hugsandi út um gluggann.
TJti sveimuðu spörfuglar. Ætti ég ekki að
skrifa um spörfugla? hugsaði hann. Nei,
hann hlaut að geta fundið eitthvað betra
og skemmtilegra. Að lokum kom hann
auga á kirkjuturninn og sá stóra, svarta
fugla vera þar á sveimi. Krákurnar! hugs-
aði hann. Það dytti engum öðrum í hug
að skrifa um þær.
— Þú hefir mikið að gera, Vagn, sagði
reikningskennarinn ásakandi, og Vagn
sökkti sér niður í dæmin sín.------
Um kvöldið fór Vagn til Óla gamla,
hringjara. Hann var sá eini, sem þurfti
nokkuð um þetta að vita, því að Vagn ætl-
aði að fá kirkjulykilinn hjá honum til þess
'að komast upp í turninn til að rannsaka
krákurnar. Hann varð að vita, hvernig
hreiðrin þeirra voru, hve marga unga þær
ættu, hvernig þær mötuðu þá og miklu
fleira. En Óli var tregur að lána lykilinn.
— Ég ber ábyrgð á öllu í kirkjunni,
Vagn litli, sagði hann. — Og þar að auki
finnst mér ekkert vit í því að skrifa um
krákur. Mér leiðist hávaðinn í þeim. Hver
heldurðu að nenni að lesa um þessa óþrifa-
blesa ?
Vagn hætti samt ekki að biðja Óla
gamla, fyrr en hann lét undan.
Um fjögurleytið næsta morgun gekk
Vagn yfir kirkjugarðinn.
Venjulega þurfti Óli ekki annað en að
fara inn um lágu dyrnar á turninum til
að hringja, en á hátíðum varð hann að
fara upp að klukkunum — upp brattan
stiga. Þetta varð Vagn líka að gera. Hann
opnaði kirkjudyrnar með lyklinum og var
ekki fyrr kominn inn í kirkjuna en hann
heyrði í krákunum. Hvað skyldu hreiðrin
vera mörg þarna uppi? Gaman yrði að at-
huga þetta allt, en gætilega varð hann að
fara til þess að hræða þá ekki.
Loksins komst hann að kirkjuklukkunni.
En hvað klukkan var þung. Hugsið ykk-
ur, ef hún dytti? Vagn hrökk allt í einu
við og hafði nærri rekið upp undrunaróp.
Hann heyrði í einhverjum niðri í kirkjunni.
Hann kallaði ekki, því að hann vissi, að
þetta væru grunsamlegir menn, sem stæðu
inni í kirkju um fjögurleytið á morgnana.
Hann reyndi að heyra, hvað þeir sögðu.
Vagn starði hugsandi út um gluggann. —
Kannske hann setti að skrifa um spörfuglana ?
— Það þýðir ekkert að hika, Valdi,
sagði karlmannsrödd. — Við kveikjum í
hlöðunni, og þá koma allir hlaupandi til
að horfa á brunann og á meðan förum
við í húsin og tökum það, sem okkur sýn-
ist. Þetta er stórsniðugt.
— Ég vil ekki kveikja í, sagði önnur
rödd. — Ég held, að við ættum að fara
hægt í sakirnar, því að lögreglan er áreið-
anlega á hælunum á okkur.
— Þvaður! Erum við vinir eða ekki?
Við kveikjum í hlöðunni, en ekki íbúðar-
húsinu. Þú þekkir mig og veizt, að ég er
ekki morðingi. Komdu nú!
Vagn var þrumu lostinn. Hvað var
þetta? Nei, þetta mátti ekki verða! Hann
hafði gleymt krákunum. Ut varð hann að
komast til þess að vara íbúana við þjóf-
unum.
Hann hraðaði sér niður, en þegar hann
kom að dyrunum, voru þær læstar. Glæpa-
mennina hafði auðvitað grunað, að einhver
væri inni í kirkjunni, fyrst hún var ólokuð.
Vagn braut heilann um, hvað hann ætti
til bragðs að taka. Eftir langa stund datt
honum í hug að hringja kirkjuklukkunum.
Ding! Dang! Ding! Dang! heyrðist um
allt. Allir þorpsbúar vöknuðu við hring-
inguna og þutu út til að sjá, hvað á seyði
væri. Óli gamli kom fyrstur inn í kirkjuna
og hundskammaði Vagn.
Vagn sagði nú frá því, sem hann hafði
heyrt. Allir urðu ótta slegnir og hröðuðu
sér heim til að gæta búsins, en Vagn fór
með nokkrum mönnum í hlöðuna og þar
voru glæpamennirnir handsamaðir.
Þeir játuðu allt og sögðust hafa búizt
við því, að þeir væru óhultir í kirkjunni,
en þá hefðu kirkjuklukkurnar vakið þorps-
búa, þegar þeir hefðu ætlað að fara að
kveikja í.
Vagni var hælt fyrir hugrekki sitt og
snarræði.
Bezt var samt, að maðurinn, sem átti
hlöðuna, gaf Vagni fallegan hjólhest. —
Þú átt hann sannarlega skilið, sagði hann
þegar drengurinn þakkaði honum.
Vagni þótti auðvitað ógurlega vænt um
,,Krákuna“ sína — eins og hann hafði
skírt hjólhestinn. Þegar hann hjólaði heim
til sín um kvöldið, kinkaði hann vingjarn-
lega kolli til krákanna í kirkjuturninum,
því að í raun og veru átti hann þeim hjól-
hestinn að þakka, þó að það hefði verið
öðru vísi en hann bjóst við.
HINN NÝI FORINGI „RAUÐSTAKK-
ANNA“ I KANADA. Frh. af bls. 7.
skaut Alikomiak hann. — Alikomiak var
á meðal eskimóa þeirra, sem Wood og
menn hans tóku á sleðann. Fangarnir og
vitnin voru flutt á lögreglustöðina hétt hjá
Three River, en Doak, einn af „Rauðstökk-
unum“, var skilinn eftir í kofa einum til
að gæta Alikomiak.
Doak iét fanga sinn hafa mikið frelsi,
því að hann hafði losað þjóðfélagið við
glæpamann. En morðingi er morðingi í
augum laganna, og Alikomiak vissi, að
hann gat ekki sloppið við hegningu. Eina
nóttina tók hann riffil Doaks og skaut
hann sofandi. Nokkrum tímum síðar sá
hann til Ottos Binder og hann varð einnig
að skjóta hann til þess að komast hjá hegn-
ingu.
Kona Binders sá þetta. En hún gekk
fljótlega í lið með Alikomiak og hjálpaði
honum að bera líkið af veiðimanninum inn
í kofann. Síðan lagði Alikomiak leið sína
niður að Three River og ætlaði að drepa
alla þá hvítu menn, sem hann rækist á á
leiðinni.
Til allrar hamingju hittu nokkrir eski-
móar hann, tóku vopnin af honum með
valdi og færðu lögreglunni hann í hendur.
Áður en langt um leið hafði Wood náð
í alla þá fanga og vitni, sem hann þurfti
á að halda. Hann og menn hans fluttu
eskimóana og f jölskyldur þeirra á sleðum
til Baille-eyjunnar. Þaðan var farið til
Herschel-eyjunnar, og fyrir réttinum þar
var Alikomiak dæmdur til dauða.
Þannig kynntist Wood eskimóunum.
Síðar komst hann í tæri við íbúana á
Kyrrahafsströndinni út af smyglun deyfi-
lyfja, — en honum tókst að koma í veg
fyrir það.
Árið 1935 fór Wood, sem þá var orðinn
aðallögreglustjóri, til Englands til þess að
kynna sér nýjustu aðferðir ensku lögregl-
unnar.
Og í hinni stóru skrúðgöngu í Lundún-
um, þegar George VI. var krýndur, var
Wood í broddi fylkingar kanadisku deild-
arinnar, sem vakti svo mikla hrifningu
áhorfenda.