Vikan


Vikan - 14.12.1939, Síða 22

Vikan - 14.12.1939, Síða 22
22 V I K A N Nr. 50, 1939 Gunnar Jónsson frá Fossvöllum var að lesa í Vikunni og sá sín þar lauslega getið í: Orð í tíma töluð. Brást hann þá við æfareiður, kastaði blaðinu frá sér með mik- illi fyrirlitningu og mælti síðan: — Það má þó ekki minna vera, en að þeir hafi andskotans lýgina rétt eftir! * Kjarval kom eitt sinn inn á afgreiðslu dagblaðsins Vísis og hafði meðferðis mynd eina, er hann kom frá að mála uppi í Svínahrauni. Reisti hann myndina upp við afgreiðsluborðið, gekk nokkur skref til baka og skoðaði hana gaumgæfilega. Segir hann síðan með nokkurri sigurvissu í rödd- inni: — Þetta er annars allra fallegasta mynd! Ljómandi mynd! Blaðasöludrengur einn var staddur á af- greiðslunni. Fannst honum fátt til um lista- verkið og sagði: — Þetta er verulega ljót mynd. Ég get málað miklu betri mynd. Bregður þá Kjarval aftur hönd fyrir augu, skoðar málverkið góða stund, eins og hann væri að meta listgildi þess frá sem fíestum hhðum, en síðan snýr hann sér að drengnum og segir: — Þetta er annars alveg rétt hjá þér, góði. Þú mátt eiga myndina. TYRKNESKA VARÐSVEITIN. Framh. af bls. 10. — Skemmtuð yður? — Já, dásamlega vel! Ég heiti ekki Bennett, og ég hefi aldrei verið giftur. Ég missti þennan fingurlið í illdeilum við grískan sjómann í Port Said. Það hittist svo vel á, að „Tyrkneska varðsveitin" eftir Schubert er einmitt eftirlætislagið mitt, og ég hefi aldrei getað komizt áfram, af því að ég er blóðlatur og óbetranlegur háð- fugl! — Fjandinn hafi yður! hrópaði ég. — Já, ég skil, sagði hann og brosti. — Ég var of latur til þess að geta orðið leik- ari. Aðeins einn flækingurinn enn, sem öðlazt hefir bölvun skopgáfunnar í vöggu- gjöf. Ég bið yður aðeins að minnast mín sem slíks. Hann hló. Það er þessi hlátur, sem ég mun aldrei gleyma. Hæðnishlátur, sem ekki var beint að mér, heldur að honum sjálfum. Atkvæðaseðill. Próf-forsetakosningin Fyrir fyrsta forseta hins væntanlega, ís- lenzka lýðveldis kýs ég: Vikublaðið VIKAN, Austurstræti 12, Bvik. Ritsafn Jóns Trausta. Útgefandi Guðjón Ó. Guðjónsson. ]V Aeðan Jón Trausti lifði var hann mjög * umdeildur sem skáld og varð oft fyrir ósanngjörnum og stundum heimskulegum árásum. En þjóðin elskaði hann og mat snild hans. Þótt í bækur hans væri oft og einatt hnjóðað í blöðum og tímaritum þá voru þær keyptar og lesnar um land allt, — lesnar svo rækilega, að þær eru flestar orðnar sjaldgæfar, sumar ekki til nema í söfnum og eigu fárra manna. En eftir- spurnin eftir þeim hefir ávallt verið mikil, einnig á síðustu árum, enda afar erfitt að fá þær, þó að gull væri í boði, einkum „Höllu“ og „Heiðarbýhð". — Það eru því bókavinum mikil gléðiefni, að nú hefir verið ráðizt í að gefa út rit Trausta að nýju í heildarsafni. Er fyrsta bindi þegar komið á bókamarkaðinn og út- lit fyrir, að því verði tekið þann veg, að allt verkið geti fljótlega komið fyrir al- mennings sjónir. — Því skal ekki neitað, að ýmislegt má að skáldskap Jóns Trausta finna. Hann var á stundum nokkuð hroðvirkur, oft illa vand- að til máls og stíls. Sálfræðileg rannsökun lét honum ekki sem bezt og uppbygging sagnanna er víða ábótavant. En hann hafði geisimikla frásagnargáfu, og margar af mannlýsingum hans eru lifandi og sann- færandi. Yfirleitt er það höfuðkostur Trausta, að sögur hans eru fylltar lifandi lífi, sem hrífur lesandann og lætur hann sjá og finna það, er skáldið ætlast til, og má það kallast eitt mikilvægasta atriði í öllum skáldskap. Sá, sem einu sinni les beztu verk þessa höfundar, gleymir þeim ekki. Lesandanum finnst hann hafa þekkt persónumar, og tekið virkan þátt í lífi þeirra, þær verða vinir hans og kunningj- ar. Halla, í „Heiðarbýlinu“, hreppstjórinn, Setta í Bollagörðum og maðurinn hennar, hreppstjórafrúin, sjóhetjan, í „Þegar ég var á freygátunni, Ólafur gamli, Fúsi og Gunna í „Holti og Skál“, — og fjölda- margar aðrar persónur þessa mikilvirka höfundar, verða lesendum bókanna ógleymanlegar. Jón Trausti hefir nú legið svo lengi í gröf sinni, að hægt myndi vera að meta hann öfundar- og illgirnislaust, og skipa honum þann sess, er hann á skilið í bókmenntum vomm. Er ekki að efa, að þessi nýja út- gáfa af ritum hans mun ná miklum vin- sældum, og tryggja nafni skáldsins líf um langan aldur í hug og hjarta þjóðarinnar. . Kristmann Gudmundsson. 28. krossgáta Vikunnar. — 11. Otvarpsstöð. — 16. Farg. — 19. Manns- nafn. — 22. Tíndi. — 23. Líffæri. — 24. Komið á prenti. — 25. Mannsnafn. — 28. Tiðar. — 30. 1 fjallahring Rvíkur. — 32. Afkvæmi. — 37. Ókeypis. — 39. Mælir. — 47. Arðrán. — 48. Anddyri. — 49. Stytt mannsnafn. — 50. Óskar. — 52. Léttilega. — 53. Sáðlönd. 58. Vindur. — 59. Sýki. — 60. = 25 lóðrétt. — 62. Anga. — 68. Gælunafn. — 70. Tré. — 74. Likamshluti. — 77. Tveir eins. — 78. Tveir eins. — 79. Tveir sam- stæðir í stafrófinu. — 81. Ljóð. Lóðrétt: 1. Sem allt byggist á. — 2. Upphrópun. — 3. öruggara. — 4. Dvergur. -— 5. Frumefnistákn. — 6. Nudd. — 7. Einkennisbókstafir. — 8. Aldurs- skeiðið. — 9. Orsakar frostið. — 10. Greinisending. Lárétt: 2. Móttakari. — 12. Ósoðin. — 13. Utan — 14. — heitur. — 15. Forsetning. — 17. Hita. — 18. Líkamshluti. — 19. Tvö stutt sérhljóð. — 20. Frumefnistákn. — 21. Svert. — 24. Þráður. ■— 26. Tveir eins. — 27. Frumdrættir. — 29. Bætir við. — 31. Alls- laust. — 33. Aðgæta. — 34. Vatt. — 35. Höfðingjasleikja (útlent). — 36. Það sem erft er (þolf.). — 38. — brennivín, fimmtiu, helvíti. — 39. Þráður. — 40. Sjaldgæfur. — 41. Rödd. — 42. Mannsnafn. — 43. Ull. — 44. Ábætir. — 45. Fisk. — 46. Persónufor- nafn. — 47. Títt. — 49. Litur, kvk. — 51. Fæða. — 54. Smábýli. — 55. Málmur. — 56. Berst. — 57. Sáðland. — 59. Kvenm,- nafn. — 61. Blómabúð. — 63. Músadrykkj- ar. — 64. Frískar. — 65. Svalt. — 66. Tveir eins. -— 67. Beitu. — 69. Fjala. — 71. Dýramál. — 72. Tveir eins. — 73. Ull. — 75. Samtenging. — 76. Forsetning. — 77. Dugnað. — 78. Efni. — 80. Lyfjamerki. -— 82. Bragarháttur. 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.