Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 5, 1940 5 BJÖRN BESSASON: 4. bekkjar œvintýri. Mörgum finnst það andskoti asnalegt að verða hrifinn af fimstjörnu. Hvað um það? Jú, víst er það ást, sem aldrei rætist og áreiðanlega óeigingjarnasta ást heimsins, því að þótt þær Stína og Sigga svíki þig, getur þú vonazt eftir því, áð þú eltir þær aftur uppi einhvers staðar á lífsleiðinni, — en filmstjarna með dökkt hár, fagurlega lagaðar hendur, kossvotar varir og augu, sem þig dreymir um allar nætur, það er nokkuð, sem þú ekki höndlar, nokkuð, sem þú átt aðeins í hug þínum og tefur þig frá skruddunum, þegar þú ætlar að vera „voðalega duglegur"! * Ég hef lesturinn eftir að nýja árið er runnið upp með nýjum fyrirheitum til guðs og mín. Clarissimi hostes Ronanor- u m . . . Sama fagurskapaða höndin, sem hélt vöku fyrir mér í gærkveldi hylur orð- in. Pyrst hverfur hið langa orð, Clarissimi, undir odddregnar, kúptar neglur. Yfir hostes hvelfist fagurliðuð höndin. Og end- anlega víkur Romanorum fyrir þéttum, en þó mjúklega löguðum úlfliðinum. Ég reyni að strjúka þessi álög af mér. .. . Fyrirheit um að fara aldrei í Bíó aftur. Nei! Síðasta tækifærið til þess að sjá ástina mína einu sinni enn er á morgun. Þá fer ég í Bíó — svo — punktum og basta! Rafmagnsauglýsingar flökta yfir kvik- myndahúsinu. Göturnar eru alþaktar snjó og norðurljósin þjóta frá austri til vesturs. Þetta er í síðasta sinn, sem ég sé þessi fögru augu, — síðasta sinn, sem þessi unaðslegi munnur titrar af ást á hvítu léreftinu. Ég verð að taka þessum skilnaði eins og forfeður mínir, víkingarnir. — Svalir! — Túkall. — Takk! — Ó, fyrirgefið þér, fröken. Ég stíg nefnilega allharkalega ofan á tærnar á þeirri, sem á eftir kemur. Hún sendir reiði- legt augnaskot undan hattbarðinu, sem slútir yfir hægri helming andlitsins, og setur hörkutotu á lítinn, rauðan munninn. Þetta ætlar að setja mig úr stemningunni, svo að ég forða mér í fússi. — Alls staðar þarf kvenfólkið að vera fyrir! Ég geng hægt upp tröppurnar, því að þetta er mín sorgarganga. Tvær hefðar- frúr í pelsum og aldraðir menn með harða hatta, sem bera einmitt þann tígulega virðuleik, er hæfir þessari stundu, ganga á undan mér. Var ekki einmitt verið að bera til grafar fyrstu ástina mína? Ef til vill þá síðustu líka? Hvirfilvindur og fótaskrölt!! Herrarnir með hörðu hattana líta á ská undan gleraugunum. Pelsfrúrnar lyfta vasaklútum upp að þéttpúðruðum kartöfl- unum. Kápuslög, lítil hönd með hring og rauðan stein (ég sé ekki finguma alveg, því að þeir em krepptir um töskuna), hatt- ur og tveir fagurskapaðir fætur. Jú, þetta er sú, sem ég tróð um tær áðan. Var hún að hefna sín ? En hvað kvenfólk getur ver- ið ósmekklegt. Herrarnir með hörðu hattana og pels- frúrnar ganga fyrst inn í bekkjarröðina. Einn smellur! tveir — þrír — fjórir! — Stendur þá ekki frökenin þarna með fyrir- litningardrætti um ungt nefið og heldur kápunni að sér á meðan við erum að kom- ast fram hjá! Nr. 15? Reyndar! Það er við hliðina á henni. Átti ég þá ekki að fá að njóta þess- arar síðustu stundar fyrir þessari stelpu? En — Júppíter Jovis! Hún er þá svart- hærð eins og mín, svona vinstra megin að sjá, og það liggja sömu mjúku drættirnir frá nefinu og út að spékoppunum jafnvel þótt hún dragi rauðan munninn í totu. ‘KxHMl {LviMáJMSÍM. = Eg veit, að mörgum er stór sú stund, I og stríSið geisar um hauður og sund, — E þá sjómannskonan með klökkri lund = kveður sinn vin og maka. | Og skipið frá landi hann burtu ber, : en bænarorð sálar í himinninn fer. - \ | 1 þögninni spurt og andvarpað er, = hvort aftur hann kemur til baka. Svo geymir þú atvikin auðug og fá, hið ókomna velur að skynja og þrá. Og kviða þinn byrgir bezt sem má í barmi svo hetju-ungum. En hjartað í storminum stynur þar, sem stríðið ógnar við hættur á mar. Því veikt er hið litla fljótandi far með farmi, svo dýrum og þungum. ‘'•'iiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiniiiiiiiiniiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimnii Nú lít ég frá henni. Jú! Jú! Ég finn með hnakkanum, að hún notar tækifærið og virðir mig viðlits. Nei, fröken — þú lítur ekki svo snöggt undan sem ég er að snúa mínu höfði að þér! Hún hnykkir til höfðinu og roðnar. Bjallan hringir. Ljósin slokkna. Elskan mín birtist á hvítu léreftinu. Minn ungi heili verður gagntekinn af þeirri kennd, sem ástin leiðir yfir augu og hjarta. Þetta er í síðasta sinni — ef ég aðeins fengi að þrýsta hönd þína, eins og þessi dökkhærði maður — og ég kreppi hönd mína ósjálfrátt. — En hvað er þetta — ég þrýsti hönd þína — ég finn, hvernig þessir mjúku og fögru fingur snerta hör- und mitt, læðast upp um greip mína og þreifa yfir á handarbakið. Ég þrýsti hana svo fast, svo fast, því að þetta er þó í síð- asta sinni. Og þú þrýstir á móti. — Þú? — En — þetta er þó ekki frökenin? Við áttum okkur bæði í senn. Ég finn, að ég roðna ofan á bak. Frökenin er einnig ringluð, og við tökum ekki e'ftir því, fyrr en eftir drykklanga stund, að við höfum í fátinu gleymt að sUta handtakið. Þá dregur hún fyrst höndina varlega að sér. Nú man ég eftir svarta hárinu, hend- inni með hringinn og steininn, fagursköp- uðum fæti og gráum augum. Ástin mín er fokin út í veður og vind! Seinni hluta myndarinnar safna ég sam- an öllum kröftum og kjarki og stama: — Ertu með á menntaskólaballið næsta laugardagskvöld ? Bello — kemur hún? Deinde — kemur hún ekki? In — kemur hún? Sicilia — kemur hún ekki? Renovat — kemur! .. . í?ú valtir svo oft í hættunnar heim, og hugurinn berst með vininum þeim, sem ást þín fylgir um fjarlægan geim, á freyðandi, ótryggum bárum. Og þegar af storminum fregnað er fátt, þú finnur þitt hjarta við guð í sátt. Og treystir á elskunnar eilífa mátt í orðvana bæn og tárum. Þú fagnar af vinning og von, sem gat rætzt, í veröld, sem gleðinnar undur ná hæst. Við dýrustu sigra, þar stríðið er stærst og stund hver man eilífð að geyma. Og stór ertu fundin í söknuði og sorg, og sízt viltu bera þá liarma á torg, en leitar í hugans helgustu borg að huggun, — og vilt ekki gleyma. Þú veizt þau forlög að fagna og þjást, að fegursta vonin svo oft hér brást. En finnur þitt stolt í farmannsins ást, svo fögur í draumi og minning. Þú mildar hans stríð við storma og sjó, og stendur við hlið hans með elskunnar ró. Þitt hjarta á tryggð, sem hamingju bjó, svo hátt yfir tjóni og vinning. Kjartan Ólafsson. lllll■lll■lllllllllll■■ll■lll■■lllll■l■lllllll•ll■ll■lllllllllll■ltl■lllllll■lllllllllllllll|■|||W> llllll■l■llll■■lllIlll■■llllll■■llllllllllIlllll•lllll•••llllll•l*,l,,,,lllll•,,,,,,,,,,,,,,,,,',,,,,,,,,l,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,vV

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.