Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 9

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 5, 1940 9 Það er gott að hafa þægileg húsgögn og góð- an lampa í einu horni stofunnar, þar sem hægt er að láta fara vel um sig eftir erviði dagsins. — Hér er eitt hom með þægilegum stólum og hornsófa, sem em aftur komnir I tízku. Skemmtilegur og frumlegur kvöldhattur, sem er auðvitað ekki til annars en skrauts. Hann fer bezt við hár, sem er greitt hátt upp á höfuðið og liggur í smákrullum í hnakkanum. Hatturinn er úr strútsfjöðmm, en slaufan úr sama efni og kjóllinn. ■ — • ■ 'v I8IS Uppþvotturinn er miklu auðveldari, ef þið látið leirtauið í virkörfu og skolið það vel, áður en þið þvoið það úr heitu vatni. Standið beinar! Handleggina niður með hliðunum! Lyftið öðrum hand- leggnum, fettið yður aftur á bak og lyftið öðru hnénu. i Bellmans-hljómleikar Karlakórs idnadarmanna I tilefni af 200 ára afmæli Bell- mans n. k. sunnudag efnir Karlakór Iðnaðarmanna þann dag til Bell- mans-hljómleika í Gamla Bíó. Munu á söngskránni vera um 30 Bellmans- söngvar. Hljómleika þessir munu verða með nokkuð öðru sniði en hér tiðkast um kórsöng, þar sem lögin verða sungin í syrpum með píanó- undirleik. Raddsetning undirleiksins hefir annast hr. C. Billich hljóm- sveitarstjóri á Hótel ísland, og ann- ast hann einnig undirleikinn. Iðnaðarmannakórinn er meðal yngri kóra landsins, en hefir þegar skipað sér veglegan sess, ferðast víða um landið og haldið söng- skemmtanir, og gat hann sér góð- an orðstír í söngför sinni til Vestur- og Norðurlands sumarið 1938.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.