Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 16

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 5, 1940 GEFINS BARN. Frh. aI bls. 8. það, sem ég hélt að væri meira virði. — Nú, allt í einu finn ég þetta. Nú fyrst hugsa ég út í það, hvernig þér hafi liðið. Ásta! Hvernig gat ég þetta? — Hefir þú ekki verið mjög óhamingjusöm, hefir þetta ekki verið voðalegur tími? Svipur Ástu var enn þá eins og hann væri steyptur í gips. — Á ég að svara þessu? Mér hefir liðið vel. Þú varst fyrsti maðurinn, sem gaf mér brot af hamingjunni, svívirtir mig í sameiginlegum, barnslegum unaði okkar beggja. Svo fórst þú, mamma fór líka, aðra leið. Eg var ein. Svo fór ég að leita ham- ingjunnar, þar sem við skildum við hana. Fyrst í stað, hélt ég, að ég hefði fundið eitthvað þess háttar með öðrum, ungum mönnum. En þetta hefir allt verið blekk- ing. Jón stóð höggdofa, hann gat aðeins sagt eitt orð: — Ásta. Svipur hennar var jafn kaldur og áður, næstum því æðislegur, og dökkir baugar voru nú greinilegir fyrir neðan augun og hún hélt áfram< — En nú hefi ég fundið hamingjuna, nú á þessari stund, þessu augnabliki. Nú, eftir sjö ár, skaltu aftur heyra orðin, sem þér þóttu þá svo falleg, fallegustu orðin, sem til voru: Ég elska þig, — hefi alltaf elsk- að þig. Og nú ætla ég að treysta þér. — Skilurðu, hvað það er? Viltu eiga barnið mitt? Viltu gera konuna þína hamingju- sama með því að gefa henni barnið mitt? Ég er berklaveik og á að fara á heilsuhæli. Ég má ekki einu sinni kveðja barnið mitt. En mundu það: Að trúa einhverjum fyrir barninu sínu, er það sama ogaðelskahann. Einu sinni baðst þú þess, að ég svaraði óskum þínum játandi, og ég gerði það. Nú krefst ég þess sama af þér. Jón starði inn í myrkrið, sem fyllti þessi augu, þessi biðjandi, skipandi augu. Og þegar hann talaði, þá var rödd hans hlý, skýr og djúp. — Nú bið ég þig um það, sem ég gleymdi fyrir sjö árum: — Treystu mér, Ásta. Héðan af verður það lífsstarf mitt, hamingja mín, að bregðast þér ekki. Héðan af lifi ég fyrir þig, fyrir barnið þitt. Skyndilega var sem birti yfir svip Ástu. Hún settist í sama stólinn, studdi höndun- um undir kinnar sér og olnbogunum á borðið. Nokkur tár hrukku af kinnbeinun- um, ofan á borðið. Það var þakklæti henn- ar fyrir hamingju lífsins. — AÐRA LEIÐ TIL PARADÍS. Framh. af bls. 14. Það var heldur köld gusa. — Kjáni? — Já, alræmdur bjáni. Það þótti honum miður. Hann varð steinhissa, hálfhneykslaður. — En, heyrðu nú--------. — Ég er búin að hugsa nóg. Þú breytir stefnu skipsins, snýrð við, biður afsökun- ar, étur allt ofan í þig, segir, að þetta hafi bara verið gaman til að láta þau kynnast eyjalífinu. Ef þau vilja vera lengur, þá bíður þú eftir þeim eins og samningarnir hljóða upp á. — Hann setti upp þrjózkusvip, beit á jaxl- inn og tautaði. — Og fari það kolað — —. — Og fari það kolað, ef þú gerir það ekki — galt hún í sömu mynt. — Svona tækifæri býðst ekki nema einu — 2 — hefði gleymt heimilisfangi hennar, gekk hún yfir að vögg- unni. — Ég kom með gjöf handa barninu, sagði hún ískyggi- lega mjúkmál. — O, það er svo sem alveg óþarfi, sagði aumingja kóng- urinn í mesta fáti og tvíhenti bjórkolluna til að manna sig upp — reyndar var hann áður búinn að fá sér vel neðan í því við háborðið. — Gjöfin sú, hélt álfkonan áfram, — skal minna þig á mig upp frá þessu. Kóngurinn varð alveg orðlaus í fátinu, sem kom á hann, og hann drakk meira. Hann var farinn að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að koma orðum að því við konuna, sem lá uppi á lofti, að sonur þeirra væri orðinn að grá- skeggjuðum héra, eða jafnvel fimmfættum fola, eða skjöldóttum bolakálfi. Hann vissi svo sem, hvað hún myndi segja: — Þetta var eftir þér! Gaztu ekki passað barnið svolitla stund án þess að láta það verða fyrir álögum. — Hvað á það að heita? spurði álfkonan önuglynd og hvessti augun á barnið. — Drengurinn er sveinbarn, sagði kóngurinn þver- móðskulega eftir að hafa drukkið meiri kjark í sig úr koll- unni. Þar að auki var hann viss um þetta, því að það var búið að segja honum það svo oft, að barnið væri svein- bam, bæði móðirin og allar konuglegu ljósmæðurnar. — Hvað heitir drengurinn þá? spurði álfkonan sýnu önugri. — Ja — við vorum að hugsa um, — eh — það er að segja, konan var að hugsa um að kalla hann Smekk. — Hvers vegna? spurði álfkonan. En kóngurinn hafði þá ekki hugsað út í það. — Hvers vegna á hann að heita Smekkur? hvíslaði hann að yfir- konunglegu ljósmóðurinni. Yfir-konunglega ljósmóðirin hneigði sig og sagði: — Af því að hann er svo smekklegur. Álfkonan fussaði við. — Hann er það, sagði yfir-konunglega ljósmóðirin, því — 3 — að hún var ekki alveg á því að láta nokkurn — jafnvel ekki álfkonu — gera lítið úr barni, sem hún hafði tekið á móti. — E hann ekki mekki — mekki? sagði hún við bamið og kitlaði það með þumalfingrinum. — Hann e baja so miki-miki dikki-dikki-dakk. Það gekk hreint fram af álfkonunni, og kóngurinn lét sækja meiri bjór. — Blessaður lilli mammí-bammí dengi-dengi, hélt ljós- móðirin áfram, úr því að hún var nú komin af stað. — Dikka-dikka-daggi-------. — Þögn æpti álfkonan alveg grallaralaus. Það var stein- hljóð í höllinni í svo sem eina mínútu, en þá varð kóngi það á að hiksta. — Hvað segirðu? spurði álfkonan bálvond. — Afsakaðu, góða, sagði kóngur og hikstaði aftur. En þá var eins og álfkonunni kæmi ráð í hug. Hún leit illkvitnislega á kóng og bandaði með hendinni. — Nú kemur það, sagði hún, — legg ég á og mæh svo um, að prinsinn hiksti alla ævi. Hún leit hróðug í kringum sig og hvarf í svælu og reyk eins og hún kom. 1 uppnáminu, sem nú varð, gekk fram gömul kerling — amma kóngsins '— og mælti á þessa leið: — Allir eru búnir að bera fram gjafir sínar. Ég er ein eftir. Svo tók hún sér langa málhvíld, eins og venja er til. En við svona hátiðleg tækifæri er alltaf einhver, sem bíður með gjafir sínar þangað til á síðustu stundu, ef ske kynni, að þær gætu ráðið bót á einhverju, sem miður hafði farið. — Og þó ég sé hrædd um, hélt gamla koan áfram, — að ég geti ekki létt af þessum illu álögum, þá get ég breytt þeim. Legg ég á og mæh um, að prinsinn hiksti þangað til hann.er fulltíða og gerir eitthvað það, sem ávinnur honum þakklæti allra þegna í ríkinu. Að svo mæltu gekk hún aftur til sætis síns og var sett fyrir hana vænt staup af brennivíni, en allir kepptust við að klappa á öxlina á henni, svo að nærri stappaði, að hún færi úr axlarliðnum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.