Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 5, 1940 13 kom og hvarf á augabragði. Hún lét ekki á nokkum hátt í ljósi undrun yfir því, að Michael skyldi ávarpa hana með nafni, en fylgdi honum orðalaust. Hann var ekkert að flýta sér að ná í drykkjarföngin, þegar þau komu ofan í ká- etuna, heldur gaf hann sér góðan tíma til að virða hana fyrir sér. Hún var lítil og þéttholda, gráeygð, alvörugefin eins og kvekari. Það teygðist úr þögninni, en það raskaði ekki jafnvægi hennar frekar en rannsóknaraugu Michaels. Hún bara virti hann fyrir sér í staðinn og komst að þeirri einföldu niðurstöðu, að víst væri hann myndarlegur maður og ásjálegur, en ekki neitt til að gerandi væri veður út af því. — Já, sagði Michael loksins og kinkaði hægt kolli. — Þú ert lagleg. Ég vissi það, en ég varð að fullvissa mig um það undir fjögur augu, þar sem þú ert ekki undir áhrifavaldi ístrubelgsins. Og þú ert líka skynsöm, sem er sjaldgæfara hér um slóð- ir. Rut á akri útlendingsins. Þú hlýtur að skemmta þér ágætlega með sjálfri þér, þegar þú í kyrrð og næði lítur yfir alla þessa hvítbrystinga. Hún gerði hvorki að játa né neita. — Staðan er góð, sagði hún. — En þú ert þúsund sinnum of góð í hana. Ég sá það um leið og ég leit þig. Ég er í rauninni skáld. Ég yrki á raunhæfa vísu — læt verkin tala. Ég á jafnvel ekkert í þessari skútu. Vinur minn á hana, hann bað mig að gæta hennar á meðan hann væri f jarrverandi. — Hve lengi hafið þér — hve lengi hef- urðu verið hér? spurði hún hugsandi. — Tvö ár. •— Átján mánuðir frádregnir? Hann virtist hissa. — Hví þá, — já, hvernig vissirðu það. — Mér datt það í hug. Ég er ekki skáld. Þú áttir peninga ? — Þátíðarmyndin er rétt. Ég er blank- . ur. I sex mánuði hefi ég þrælað eins og húðarklár í þeirri von, að eyjarnar hérna fælu eitthvað í skauti sér. — Og ekki viljað kannast við ósigur þinn? Michael strauk hárið, sem var liðað og svart. — Ég bað þig að koma hingað til þess að tala við mig, en ekki til þess að þú læsir mig ofan í kjölinn eins og bók. — Það er vandalaust, sagði hún. Öll hans mælgi og mikilmennska var gufuð upp. Hann var eins og skólastrákur frammi fyrir einbeittum kennara. Þau þögðu um langa hríð, en viðræðan virtist ekki falla niður. — Úr því þú þekkir mig svona vel, hóf hann loksins máls, — þá get ég alveg eins játað það strax, að ég ætlaði mér að kyssa þig í leyfisleysi. En það er nú búið að vera. Ég er ekki sá ofurhugi, sem ég hefi látizt vera í viðskiptunum að undan- fömu. Ég þyrði ekki að kyssa þig, þó þú bæðir um það sjálf, og það gerirðu ekki — ekki enn þá. En eitt ætla ég að biðja þig um, Rut. Farðu ekki með í þessa heimskulegu för. Gerðu það ekki, vertu kyrr hér í Samarai, og ég skal koma aftur. Hún hló og hristi höfuðið. — Eins og þú varst að segja, þá er ég Rut. Meðan sir Alfred borgar mér kaup þá fylgi ég honum, hvert sem hann fer. Hann var einbeittur og alvarlegur á svip. — Ekki í þetta sinn. — Jú. — En ég hefi fyllstu ástæðu til þess að aðvara þig. Ég segi þetta í beztu meiningu, Rut. — Því miður, Michael, sagði hún með áherzlu. — Ég fer með. Michael stundi. — Stelpugosi, og þrá eins og sauðkind. Jæja, ég verð að taka það með í reikninginn. En skepnurnar bíða eftir brynningunni. * Þetta var þá Michael-eyja, sem enginn hafði stigið fæti sínum á annar en skip- stjórinn þeirra? Nógu gaman að sjá hana. Fjórir dagar og fjórar nætur höfðu verið fljótar að líða, eiginlega allt í blárri móðu með sólskini og stjömubirtu á víxl. Það var ekki fyrir- hyggjuleysi að taka drykkjarföngin með. Með land í augsýn tók víman að renna af. Samkomulagið milli hjónaleysanna tók að versna. Það var öruggast að flýta sér í land og slá upp herbúðunum. — Látið ykkur ekki bilt við verða, sagði skipstjórinn, — þó sjórinn sé skolleitur í lóninu. Það er vegna þess, að þetta er kóraleyja og sjávarbotninn er þakinn hvít- um kóral. — Hvar er fiskurinn ? spurði sir Alfred. — Hann er hinu megin við eyjuna, út- hafs megin, sagði skipstjórinn og fór aft- ur til að aðstoða Papúa-menn sína við innsiglinguna. Allt var litauðugt. Papúi, brúnn á skrokkinn og gljáandi, hékk í reiðanum á varðbergi. Segl'n voru felld og hjálparvél- in hóstaði bláum reyk í smágusum upp í loftið. Skúffjaðraðir pálmar hneigðu sig Michael steyptist beint á hausinn i sjóinn. Um leið og hann hvarf, skaust Rut í snotrum sund- bol upp viö hinn borðstokkinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.