Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 5, 1940 15 Leikstjórinn: Sælir, Bjarni. Hvernig líður Leikstjórinn: Þetta er móður hennar að kenna. Bjarni: Kannske gætum við bjargað þessu með Flóru? — Bjarni: Hún er alvarlega veik, aum- Hún lætur barnið borða alla skapaða hluti. því að láta Siggu litlu leika hlutverkið hennar, inginn litli. — Leikstjórinn: Látum hana reyna. Nú er Sigga litla máluð og á meðan segir ein Sigga: Ég kann hlutverkið utan að, því að ég Sigga: Ég skil ekki, að ég skuli vera svona leikkonan henni, hvað hún eigi að segja. hefi séð leikinn á hverju kvöldi. Ég skal vanda falleg. — Leikkonan: Flýttu þér, Sigga. Þú átt mig. að fara inn. — 4 — — Gugg-hikk-gugg, sagði barnið í vöggunni, og þótti mönnum þá sýnt, að það væri komið í álögin. Þegar á allt var litið, var skírnarveizlan mjög mis- heppnuð. Það kom brátt á daginn, að gjöf álfkonunnar var annað en orðin tóm. Aumingja Gúmmílakk kóngur, sem ekkert gat aðhafzt, fyrr en prinsinn komst á legg til að ávinna sér þakklæti þegnanna, gerði allt, sem í valdi hans stóð til að leyna mállýti sonar síns. En hikstinn í prinsinum var alveg ógurlegur, og þar sem hann tók til að hiksta, þó að hann ekki nema opnaði munninn til að tala, þá fór allt í handaskolum, ef það fór þá ekki alveg út í veður og vind. Þegar drengurinn varð 12 ára, var látið boð út ganga um allt ríkið, að hver sá, sem gæti læknað málhelti prins- ins — það var látið svo heita í tilkynningunni, þar sem konunglegur maður átti hlut að máli, — hann fengi ríkið hálft í ómakslaun. En þó að ýmsir gerðu tilraun til þess að ráða bót á talanda drengsins, og það voru aðallega tungumála-prófessorar og kennarar í framsagnarlist, þá gat ekkert stöðvað hikstann í prinsinum. Kennari einn í framsagnarlist lagði svo hart að sér, að hann varð mál- haltur af og fór í skaðabótamál við ríkisstjórnina út af ómildum leikdómum, sem dundu á honum á eftir. — Það bætti ekki úr skák, að gamall og heyrnarsljór dýralæknir gaf sig fram við hirðina og ráðlagði tjöruplástur. Hann hafði sem sé misskilið hina konunglegu tilkynningu og haldið, að prinsinn væri með hrosshóf og haltur í þokka- bót fyrir álög og gjörningar. Kóngur lét nú ítreka tilkynn- inguna, en allt kom fyrir ekki, og gafst hann þá hreinlega upp. Eftir þetta var látið svo heita, að allt væri í lagi og hirðin öll beið róleg eða raulaði danslag fyrir munni sér á meðan prinsinn hikstaði út úr sér því, sem hann þurfti að segja. Liðu svo stundir fram og bar ekki annað til tíðinda en að öllum stjórnarathöfnum seinkaði um helm- Barnasaga Vikunnar 1. 'E 02 CÖ ■*-> <v £ 3 cö g 3 u :0 'O 'u W á .£ io s '3 cd s s, cö ÍO '£* Oi s Ævintýri eftir Anthony Armstrong. Einu sinni var kóngur, sem hét Gummílakk, og hafði móðgað álfkonu. I þá daga var það hið mesta óhappaverk að móðga álfkonur. Það gat haft al- varleg eftirköst. Það var á allra vitorði, að nágrannaríkinu var stjórnað af vansköpuðu hrossi og öðru ríki stjórnaði dauðhræddur krónprins í umboði stóreflis eikartrés, sem alveg óvænt hafði fest rætur í næst bezta krýningarsaln- um í höllinni. Gúmmílakk kóngur hafði nú samt sem áður ekki orðið tilfinnanlega fyrir barðinu á álfkonunni, því að amma hans kunni fyrir sér, og álögin hrinu ekki á hann, nema hvað hann fékk óþægilegan verk í bakhluta líkam- ans þenna sama dag. En álfkonan hugði á hefndir og beið átekta. Leið nú og beið þangað til drottningin fæddi son, sem hún kallaði Smekk, í þeirri von, að hann yrði smekk- maður. Þegar átti að fara að skíra, komu allar álfkonur í rík- in með gjafir handa prinsinum. Þær voru einmitt að drekka kaffið og gera lítið úr veitingunum, eins og gengur, þegar allt í einu kom blossi og álfkonan móðgaða, sem auðvitað hafði ekki verið boðið, birtist á gólfinu í mikilli svælu og voða-skapi. — Nú, hvers vegna er mér ekki boðið? spurði hún, og meðan Gúmmílakk kóngur tautaði eitthvað um að hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.