Vikan


Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 19

Vikan - 01.02.1940, Blaðsíða 19
VIKAN, nr. 5, 1940 19 Firmað Stálhúsgögn Húsið Smiðjustígur 11 er síður en svo fagurt hús, en inni í þessu húsi eru smíðaðir slípaðir og gljáandi hlutir — stálhúsgögn. Hér er verkstæði firmans Stálhúsgögn. Firma þetta var stofnsett 1932 af eig- endum þess, Gunnari Jónassyni og Birni Ólsen. Þeir eru báðir járnsmiðir að iðn, en lærðu síðan vélfræði og voru vélstjórar í þjónustu Flugfélagsins, er hér var stofnað 1928. Á vegum félags þessa fóru þeir utan 1929 og dvöldu í Þýzkalandi nokkurn tíma, til að kynna sér smíði og viðgerðir flug- fyrsti vísir til þessa iðnaðar hér á landi. Og víst mun um það, að skiptar voru skoðanir manna á framtíðarmöguleikum þessarar smíði. En tíminn er ólýgnastur og tryggasti mæhkvarði á gildi hverrar athafnar, hvort er í smáu eða stóru. Nú er kjallaraherbergis-föndur þeirra félaga orðið að reglubundinni véla- og verkstæðis- vinnu, sem veitir tíu manns fasta atvinnu. Og þykir það rétt, að þessi framleiðsla hér standi ekki að baki sams konar framleiðslu erlendis. Stálhúsgögn má framleiða bæði einföld og ,,köld“, eins og mörgum virðast þau Bjöm Ólsen. Gunnar Jónasson. vera. En þá er gengið fram hjá því, að þau eru þrifalegri og auðveldari í meðferð en önnur húsgögn. I sambandi við stáhð, sem í raun og veru er aðeins grindin eða uppistaðan í hverju stálhúsgagni, kom firmað sér fljót- lega upp trésmíðavinnustofu, ásamt bólstr- unarverkstæði, og nú síðast hefir það feng- ið fullkomin tæki til málmhúðunar. Þar með er öll framleiðsla þessara húsgagna undir einu þaki og einni verkstjórn, fram- an af var trésmíðin og málmhúðunin að- keypt vinna. Sem að líkum lætur þarfnast þessi iðn- aður nokkurs vélakosts, en í því sambandi er skemmtilegt að geta þess, að flestar vélar og áhöld eru smíðuð af eig- endunum sjálfum, og mun vera leitun á fyrirtæki, er getur sýnt hið sanna framtak og hagsýni á verklegri hátt. Auk þess sem firma þetta fram- leiðir stál- og tréhúsgögn, smíðar það nú einnig barnavagna og kerr- ur og sparar þjóðinni mikinn gjald- eyri, sem undanfarið hefir verið varið til kaupa á þessum hlutum. Ennfremur hefir það smíðað ýms áhöld og sérhúsgögn fyrir lækningastofur, opinberar stofn- anir og samkomu- og veitingahús. vélahreyfla. Á kvöldgöngu einni um götur Berlínar námu þeir staðar framan við hús- gagnaverksmiðju eina, er framleiddi nýja tegund húsgagna, sem mest megnis var úr krómuðu stáli. Flugvélasmiðirnir virtu fyr- ir sér þessa iðnaðarnýjung, og gengu svo leiðar sinnar án þess að íhuga það frekar. En svo henti það þessa sömu menn tveim- ur árum síðar, að verða atvinnulausir. Flugfélagið leystist upp og þurfti því ekki á neinum vélamönnum að halda. En þá fundu þeir Björn og Gunnar upp á því að leigja sér kjallaraherbergi inn á Laugavegi, og þar gerðu þeir hverja tilraunina á fæt- irr annarri að smíða stálhúsgögn með þeim árangri, sem þjóðin þekkir nú. Þetta var

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.