Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 16, 1940 ara á Eyri í Skötufirði og konu hans, Guð- laugar Káradóttur úr Vigur. — Ólafur hafði numið hattasmiðsiðn í Kaupmanna- höfn og stundaði hann hattagerð um hríð, eftir heimkomu sína, og af og til á bú- skáparárum sínum. Hann tók og þátt í ófriðnum, sem geisaði þar eftir aldamótin 1800. — Börn hans og Guðlaugar, auk Þuriðar, voru: 1. Jens, bjó á Eyri og víðar, sonur hans var Ólafur hreppstjóri í Hatt- ardal. — 2. Kristín, gift fyrrnefndum Sig- urði Þorsteinssyni. — Þeirra börn: a) Ölafur í Folafæti, látinn fyrir nokkrum árum. b) Einar formaður á Isafirði, mörg börn hans á ísafirði. c) Þorsteinn í Súða- vík. d) Sigríður, kona Auðunns Hermanns- sonar á Svarthamri. e) Rannveig, kona Lárusar Auðunssonar í Hnífsdal. f) Guð- björg, móðir Guðmundar Bárðarsonar prófessors. — 3. Karitas, kona Einars Magnússonar á Garðsstöðum. Þeirra börn: a) Jón bóndi á Garðsstöðum, d. 1899. b) Ásgerður, kona Daða bónda Eggertssonar á Borg í Skötufirði, d. 1906. c) María, gift Andrési Jóhannessyni á Blámýrum, d. 1874. — 4. Guðrún, kona Guðmundar Bárð- arsonar bónda í Bæ í Hrútafirði. — Þau barnlaus. — Árið 1864 giftust þau Hafliði og Þuríður. Þau voru á svipuðum aldri, Þuríður nálega hálfþrítug, Hafliði Iítið eitt eldri. Einar bóndi hafði arfleitt Hafliða að eignum sínum. Hann hafði látið hálft Ögur af hendi við þá tengdafegða, Kára og Ólaf hattasmið. Sumir vilja halda því fram, að efni Ögurbús hafi rýrnað þetta í höndum Einars, en ekki er vissa fyrir því. Hlaut Þuríður nú hluta föður síns og afa við giftinguna. Var það meginhluti eigna þeirra. Urðu þau Hafliði og Þuríður þar með eigendur að öllu Ögri, ásamt kirkjujörðum þess. — Sigurður Þorsteins- son og systir hans var talið að fengið hefði föðurarf sinn, er hér var komið. Má gera ráð fyrir, að eignir Ögurbús hafi gengið nokkuð saman við arfgreiðslu til þeirra. Þuríður Þiðriksdóttir lézt á öndverðum hjúskaparárum þeirra Hafliða og Þuríðar. Þótti hún jafnan ein hin mesta búsýslu- og atgerviskona sinnar tíðar hér vestra. — Hafliði varð ekki langlífur, lézt hann í Ögri 18. júní 1873. Hann var maður góð- felldur og vel gerður um margt, en ekki búsýslumaður né athafnamaður á borð við þá bræður sína, Jón á Laugabóli og Gunn- ar í Skálavík. Nokkru eftir lát Hafliða réðst að Ögri, sem ráðsmaður, Jakob sonur Rósenkars bónda í Æðey Árnasonar, Jónssonar sýslu- manns Arnórssonar. Voru þeir tveir bræð- ur, Jakob og Guðmundur, er bjó á föður- leifð sinni í Æðey (d. 1906). Hálfsystir þeirra var Guðrún, er átti Ásgrím Jóna- tansson bónda á Sandeyri. — Var Jakob þá ungur að aldri (f. 1854). Gekk hann að eiga Þuríði 1878. — Jakob varð skamm- lífur sem fleiri Ögurbændur, lézt tæplega fertugur 21. marz 1894. Ekki er kunnugt um, að neinn Ögurbænda hafi þvílíkan efnalegan uppgang haft, og eftir engan þeirra ber Ögur jafnmiklar menjar. Á bú- skaparárum hans hófust túnasléttanir og jarðabætur, er breiddust út með búfræð- ingum frá Ólafsdal. Varð Jakob þar stór- virkastur Djúpbænda um hans daga. Hann færði út túnið mjög mikið, sléttaði það nær allt, sem ekki var flöt að náttúru, og girti það allt traustri girðingu með vír og grjóti. Setja 'lét hann rammgerða stíflu í Ögurá, og voru þaðan stokkar og skurðir til að veita um túnið, og jafnfrámt knúin mylla til kornmölunar. Þá voru byggð sjávarhús mikil og peningshús, hin vönd- uðustu að þeirrar tíðar hætti. Kirkjuna byggði hann og upp. Árið 1885 reisti hann þrílyft íbúðarhús úr timbri. Pantaði hann timbrið beint frá Noregi, og kom það í skipi beina leið á Ögurvík. — Var hús þetta því hið langstærsta íbúðarhús á Vest- urlandi, og sennilega hafa þá fá íbúðarhús utan Reykjavíkur verið stærri. — Það var 18 álna langt og 14 álna breitt. Steinlímd- ur kjallari, þiljaður og mjög rúmgóður er undir húsinu. Þar var geymsla, stórt eld- hús og rúmgott búr. Á neðstu hæð eru fjórar stofur, og eru tvær þeirra viðhafn- arstofur, ein almenn gestastofa og stórt svefnherbergi vinnumanna. — Á miðhæð- inni eru fimm svefnherbergi, sum stór. Loks var svo á efsta lofti, rishæðinni, stór salur í öðrum enda með lokrekkjum til beggja handa, en geymslu og eldhúsi í hin- um endanum. — Allt var þetta miðað við stórbýli með miklu hjúahaldi. Þar var þegar í upphafi vandað mjög til húsmuna. Mátti þar ríkmannlegt teljast, utan húss og innan, svo framandi gestir höfðu orð á. 1 búskapartíð þeirra Jakobs og Þuríðar var jafnan fjöldi vinnuhjúa, útróðramenn, jarðabótamenn og stundum smiðir. Margir bátar fyrir landi og mannfrekur landbú- skapur rekinn. En þrátt fyrir stórt heim- ilishald, mikla risnu, vínnotkun meiri en góðu hófi gegndi, og yfirleitt engan sparn- að, jukust efnin stórum í búskapartíð Jakobs. — Lán fyrir hinum miklu umbót- Til dægradvalar. 1. þraut: # , v Punktarnir í þessu margföld- ■ unardæmi eiga hver fyrir sig að tákna primtölu (primtala • • • • kallast sú tala, sem aðeins einn eða talan sjálf gengur upp í og aðrar ekki). Tölurn- • • • • ar 0 og 1 koma þó ekki fyrir. Hver er útkoman í dæminu? 2. þraut: _____________Tólf eldspýtum er raðað eins og sýnt er á mynd- inni. Með sjö eldspýtum í viðbót á svo að skipta þessum ferningi í þrjá jafnstóra fleti, þannig __________að allar eldspýturnar séu notaðar til fulls. 3. þraut: • Þessum punktum er raðað þann- # # ig, að þeir mynda pyramída með toppinn upp. Vandinn er nú að * * * * flytja tvo punktana þannig, að topppunktur pyramídans snúi niður. — Lausn á þessum þrautum er á bls. 19. um voru annað hvort engin tekin eða borg- uð með ársinnlegginu. — Virtist ýmsum það ganga kraftaverki næst, hversu fjár- hagur Jakobs efldist, þrátt fyrir margvís- leg umsvif. Ekki var þó síngirni höfð í skiptum, heldur stutt að hvers konar fé- lagsskap. Eftir lát Jakobs hélt Þuríður áfram bú- skap með sama hætti. Sýndi hún þá fyrr og síðar frábært þrek í bústjórn sinni. — Upp úr aldamótunum tók sjávarútgerðin að þverra og vinnufólki að fækka. — Börn þeirra Jakobs þrjú, Halldóra, Ragnhildur og Árni, voru þá uppkomin og fóru að taka þátt í bústjórninni. Árni lézt 1906, tæplega hálfþrítugur. Síðustu ár Þuríðar færðist bústjórnin að mestu yfir á þær systur, því að hún gerðist þá vanheil og hrum. Þuríður Ölafsdóttir lézt í Ögri í júlí 1920. Hafði hún skipað þar húsfreyjusess í 56, ár. Bæði bóndinn og húsfreyjan hafði hún verið í rúman aldarf jórðung. Má ef- laust telja Þuríði meðal helztu skörunga í húsfreyjustétt landsins á sinni tíð. Að móður sinni látinni héldu þær systur, Halldóra og Ragnhildur, áfram búskapn- um. Fetuðu þær dyggilega í spor foreldra sinna um framkvæmdir á jörðinni. Létu þær reisa þar vönduð íbúðarhús, og síðan settu þær upp rafstöð til lýsingar, suðu og hitunar. Seldu þær jafnframt jarðir þær, sem lágu undir Ögurkirkju, og vörðu andvirðinu að mestu til að innleysa prest- mötuna, sem á jörðinni hvíldi. — Var sú prestsmata ein sú dýrasta á landinu að kunnugra sögn. -—- Vilja sumir halda því fram, að hin dýra prestmata Ögurs stafi alla leið frá tíð Björns Guðnasonar, er hann hélt sjálfur heimilisprest, og prests- matan verið miðuð við lífsuppeldi hans, og síðan færzt yfir á kirkjuna. Halldóra lézt í janúar 1933. Var hún mikilisvirt fyrir vitsmuni og góða bústjórn, og mjög fyrir öðrum konum þar um sveit- ir. Varð hún því harmdauði héraðsbúum. Heldur Ragnhildur nú áfram búskap í Ögri með aðstoð ráðsmannsins, Gísla Guð- mundssonar, sem stóð fyrir búi með þeim systrum. — Hefir hún fetað trúlega í fót- spor fyrirrennara sinna um að halda tryggð við þetta forna höfuðból. — Hefir öllu fornu og nýtilegu jafnan verið haldið þar í föstum skorðum, en þó fylgt vel hin- um nýrri og betri háttum um það, er til umbóta og menningar horfir. * Ritgerð þessa hefi ég sett saman eftir prentuðum og munnlegum heimildum. Átti hún upphaflega að verða liður í safni varð- andi sögu Isafjarðarsýslu. Dylst mér ekki, að hér er hlaupið um of hratt yfir efni. En hafa verður í huga, að hér er einungis um ágrip að ræða, sem fróðir menn geta svo aukið við síðar meir. Þætti mér og vænt um, ef kunnugir menn vildu láta mér í té vitneskju um, ef eitthvað það, sem máli skiptir, væri mis- hermt, og mundu slíkar leiðréttingar þakk- samlega þegnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.