Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 16, 1940
1 Laugum er oftast eins mikið gras eins
og á bezta túni. Nú hafði Lárus verið þar
í tvær nætur með fjölda af hestum, svo
að dálítið hafði verið krukkað í túnið, en
samt höfðu okkar hestar nægan haga.
Okkar fyrsta verk — eftir að hafa heft
hestana í hólma, sem var umluktur heitu
vatni og reyk, svo þeir reyndu síður að
Ur Landmannalaugum.
strjúka — var að búa til kaffi, en það er
hægur vandi, því ekki er annað en ausa
sjóðheitu vatni á ketilinn eða könnuna. í
fjallferð hefi ég soðið hangikjöt í Laugun-
um á stuttum tíma. Eftir kvöldverð fórum
við að athuga sæluhús leitarmannanna.
Meðan ég var leitarmaður var bjargast við
kofa úr torfi og grjóti eingöngu, nú var
komið allmyndarlegt hún með járnþaki og
lofti. Er neðri ,,hæðin“ ætluð fyrir hesta,
— eftirleitarmanna — en loftið fyrir svefn-
herbergi. Náttúrlega er það ekki beinlínis
vistlegt. Ekkert höfðum við í kringum
okkur eða ofan á okkur. Við lögðumst á
bert trégólfið, og þótti heldur hart undir
hnútu, og vöfðum um höfuðið gæruskinn-
um, sem þeir Hannes á Núpstað og Stefán
á Kálfafelli höfðu gefið okkur. Um kl. þrjú
vaknaði ég við það, að mig sárverkjaði í
skrokkinn, og var nærri farinn að skjálfa.
Þegar ég reis upp, sá ég að Gísli á Búlandi
var horfinn frá okkur og þótti mér kyn-
legt. Ég hugleiddi um stund hvernig á því
gæti staðið — en var jafnær. Ég skreidd-
ist fyrst á fjórar fætur og barði mér, og
síðan upp á endann, og ætlaði að fara fyrst
niður á neðri ,,tasíuna“ að leita að Gísla
og síðan út, því albjart var orðið, en í
dyrunum mætti ég honum. Sé ég, að hann
er með mikinn og fagran kíki í hendinni.
Mundi ég nú eftir því, að einn í hóp Lárus-
ar sagðist hafa týnt kíki í Laugahrauninu
upp af sæluhúsinu og beiddi okkur að
svipast eftir honum. Gísli hafði lítið getað
sofið, og strax og birti fór hann út að
leita að dýrgripnum — og var búinn að
finna hann. Hvort hann fékk nokkur fund-
arlaun veit ég ekki, en við Högni tókum
við kíkinum og komum honum til eiganda.
Þessi morgunn er einn af þeim fegurstu
og dýrðlegustu, sem ég man eftir. Það
blaktaði ekki hár á höfði. Geislar sólar-
innar voru svo heitir, að við fórum ekki í
nema sem allra minnst af fötum. Hvergi
sást skýjadrag. Allt var tært, loft og láð,
og brosti við geislum sólarinnar.
Fegurri útsýn og svipmeiri en ég sá
þennan morgun í Laugun-
um, hefi ég séð aðeins einu
sinni á Þórsmörk, sem ég
tel fegursta og tilkomu-
mesta blettinn á Islandi
— og eru þó margir fagrir.
Við fórum okkur hægt
að ferðbúast. Tókum okk-
ur fyrst bað í laugalækn-
um, sem náttúran hefir
blandað sjálf alveg hæfi-
lega til slíkrar notkunar;
rökuðum okkur vel og
vandlega,,úr heitu“,bjugg-
um til kaffi o. s. frv.
Um kl. tíu var svo lagt af stað. Gísli
fylgdi okkur út yfir Jökulgilskvíslina, sem
var í talsverðum vexti
vegna hitans. Torfa-
jökull og Reykjafjöll
lögðu til nóg efni í
vöxt hennar, en hún
rennur eftir Jökulgili,
sem er mjög langt, —
yfir tveggja stunda
ferð, — einkennilegt
og stórfenglegt. Mig
minnir, að átján sinn-
um þurfi að fara yfir
kvíslina úr Laugunum
og inn í Hattver. 1
Jökulgilskvíslina falla
smærri kvíslar úrþver-
giljum Jökulgilsins —
Sveinsgili, Brandsgili
o. fl. En Tungnaá
gleypir hana sjálfa að
síðustu, og Tungnaá
hirðir svo Þjórsá langt
fyrir innan Búrfell í
Þjórsárdal. Hamfarir
sínar sýna þær fyrst
sameinaðar, er þær
falla fram af brúnum
Tröllkonuhlaups, móts
við Búrfell, en Tröll-
konuhlaup heitir foss-
inn af því, að þjóðsög-
ur segja að í fyrndinni hafi tröllkona búið í
Búrfelli, og systir hennar í Tröllkonugili í
Næfurholtsfjöllum, beint á móti, sunnan
við ytri Rangá. Þegar þær heimsóttu hvor
aðra, þurftu þær að fara yfir Þjórsá.
Heldur þótti þeim um of að hlaupa yfir
hana í einu hlaupi, svo þær tóku það ráð
að kasta tveimur myndarlegum hnullung-
15
FERÐAMINNINGAR
ÚR SKAFTAFELLSSÝSLU
og að FJALLABAKI
eftir
A. J. Johnson, bankaféhirðir.
Niðurlag.
um í fossbrúnina — sem vitanlega standa
þar enn — og hlupu svo eftir þeim yfir
ána!
— Norðan við Jökulgilskvíslina kvödd-
um við okkar ágæta fylgdar- og leiðsögu-
mann, Gísla á Búlandi. Hafði hann í öllu
reynzt okkur prýðisvel, svo sem vænta
mátti, og sanngjam í viðskiptum. Héldum
við nú sem leið liggur upp á Frostastaða-
háls, sem er á milli tveggja f jalla, er heita
Norður- og Suður-Námur. Af hálsinum er
góð útsýn til suðaustursogsuðurs, Kýlinga,
Kirkjufells og mynni Jökulgilsins (Barms).
I árdegissólinni var þetta undrafögur sjón.
Er norður á hálsinn kemur sér yfir
Frostastaðavatn. — Munnmæli herma,
að nálægt því hafi bærinn Frostastaðir
staðið einhvern tíma á fyrri öldum, og á
hann að hafa verið efsti og austasti bær
í Landssveit. Líklega er þetta hugarburð-
Úr Jökulgili. ■
ur einn. I vatninu er hólmi, og hefir komið
fyrir að fé hefir synt út í hann, sem leitar-
menn hafa átt mjög erfitt með að ná það-
an, fyrr en ís var kominn á vatnið, því
bátur er þar enginn.
Þegar niður af Frostastaðahálsi kemur,