Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 16, 1940 Allt mögulegt annað en slifsi ... Erla: Pappi, þú getur ekki verið þekktur fyrir að ganga með þetta slifsi lengur, — þú verður að kaupa þér nýtt. Rasmína: Hvar eru.öll slifsin, sem ég gaf þér? azt; þegar mér dettur í hug, að Rasmína gaf öll slifsin mín. Gissur: Ég keypti nú sex um daginn, en — Rasmína: Ég hefi heyrt það. Þú ferð út og kaupir þér slifsi. Gissur gullrass: Hér hlýt ég að fá slifsi. Ég hata þessar búðir, þar sem búðarmennirnir dansa í kringum mann eins og krakkar í kring- um jólatré. Gissur gullrass: Mig langar til áð líta á . . . Deildarstjórinn: Með ánægju, hr., gjörið svo vel. Ágætt úrval á fyrstu hæð. 1. búðarmaður: Bíðið, þar til þér hafið séð fleira. 2. búðarmaður: Við þennan hatt á þessi frakki. 1. búðarmaður: Hér er annar hattur, — nýjasta tízka. 4. búðarmaður: Leyfið mér að sýna yður nýjustu tegund af skóm . . . 2. búðarmaður: Þessi frakki fer ljómandi vel við hattinn. 5. búðarmaður: Ég leyfi mér þá að senda yður baðsloppinn. 3. búðarmaður: Þér megið til með að reyna skyrturnar okkar. 6. búðarmaður: Við höfum beztu tegund af sokkum. Rasmína: Hvað gengur á? Þið hijótið að vera að villast. Sendisveinarnir: Þetta er til Gissurs. Við erum með meira úti. Rasmína (í símanum): Mikið var, að ég næ í þig. Hvað eiga þessi kaup að þýða? Ég sagði slifsi —■ Gissur gullrass: Það þýddi ekkert fyrir mig að nefna slifsi, — þeir sýndu mér allt annað. Þú ættir nú að kaupa handa mér slifsi?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.