Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 9
..................................■■■■■■■■■■■■■■■■■ ............■■■■■■■■■■■■„..........................................■■■■■■■..........................■■■■■■...
VIKAN, nr. 16, 1940
9
j
Leiíturmyndir.
Hvað sögðu þeir um vináttuna?
EURIPIDES: Hver á vini í gengileysinu ?
ENNIUS: Hinn örugga vin þekkir maður
fyrst i öryggisleysi.
CICERO: Vinur er annað ég.
LABERIUS: Breyttu þannig við vin þinn,
eins og hann gæti orðið fjandmaður þinn
einn góðan veðurdag.
OVIDIUS: Meðan allt leikur í lyndi,
muntu eiga marga vini, en þegar syrtir að,
stendur þú aleinn.
SÖKRATES: Vinir eru algengir, en
tryggðin sjaldgæf.
W. v. d. VOGELWEIDE: Hlátur vinar á
að vera sþegilhreinn eins og kvöldroðinn,
sem boðar bjartan morgun.
BRIDANK: Heill þeim, sem ekki skortir
vini, en vei þeim, sem treystir þeim.
AGRICOLA: Vinir eru góðir, en vei þeim,
sem þarfnast þeirra í neyð.
FISCHART: Gleði og sorg er vinunum
sameiginlegt, enginn ber þær kenndir einn.
ROLLENHAGEN: Dyggur vinur er sjald-
séður gestur. Sá, sem finnur hann, haldi
honnm föstum.
SHAKESPEARE: Löngu þrotnar tára-
lindir brjótast á ný fram við minningu
dauðra vina.
FR. v. LOGAU: Vini, sem maður elskar í
neyðinni, hatar maður i velgengninni af
heilum hug.
LEHMANN: Það er vinur þinn, sem er
vingjamlegur frammi fyrir þér og tryggur
á bak þér.
MOLIÉRE: Minn vinur er ekki vinur
allra.
YOUNG: Vonastu aldrei til að finna vin
í manni, sem ekki hefir fundið vin í þér.
GUNTHER: Vinir hverfa eins og lauf í
haustvindi.
LESSING: Vinur minn þarf ekki að vera
vinur alheimsins.
SCHOPENHAUER: Sérhver mun fremur
velja hinn heiðarlega og góðláta, já, jafnvel
hinn greiðuga, eftirlátssama og óákveðna,
heldur en þann, sem aðeins er andríkur.
KLEIST: Sá, sem vakir yfir hverju orði
vina sinna í samkvæmum, er sjaldan sann-
ur vinur, og er ekki vináttuhæfur.
GOETHE: Fjandmaður þinn vill kannske,
en vinur þinn má ekki þyrma þér.
GOETHE: Aðeins meðal vina sleppir
maður stjóm á sjálfum sér. Maður hvílir í
ást þeirra og leyfir sér dutlunga. Ástríðun-
um er gefinn lausari taumur, og þannig
sæmm við þá fyrst, sem okkur eru kær-
astir.
GOETHE: Vinir geta og verða að hafa
leyndarmál hvor fyrir öðmm, því að þeir
em sjálfir hvor öðmm ekkert leyndarmál.
PPEFFEL: Sá, sem vill vera vinur allra,
er vinur einskis.
SCHILLER: Vinur tekur ailri hamingju
fram, því að með þvi að finna til hennar
með okkur skapar hann hana fyrst, og með
þátttökunni í gæfu okkar eykur hann hana.
SCHILLER: Tilhneigingin skapar okkur
vininn, hagnaðurinn félagann.
LICHTENBERG: Hve fáir vinir mundu
haldast vinir, ef annar gæti lesið allar hugs-
anir hins.
Stríðið setur sinn svip á tízkuna.
— 1 vor verður blátt tízkuliturinn.
Þessi kjóll er úr bláu ullarefni með
hvítum röndum, sem mynda tigla í
efninu. Jakkinn er laus við pilsið.
Axlaskúfarnir og vasamir em úr
hvítu garni eins og hatturinn. —
Hatturinn, skórnir og Chamberlain-
regnhiífin em blá.
Vordragt úr svörtu,
þykku ullarefni. —
Jakkinn er bryddaður
astrakan. — Dragtin
er bæði snotur og hlý.
Þessi jakki er úr
þykku, rósóttu silki-
efni. Pilsið er fellt allt
í kring.