Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 16

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 16, 1940 Frostastaðavatn. liggur leiðin — sem er vörðuð að nafninu til — austan megin við vatnið og norður fyrir það. Tekur nú við Dómadalshraun, úfið og ljótt, alla leið norðvestur í Dóma- dal, Mikill laus sandur er í því, svo þar var þungfært fyrir hestana. Þar við bætt- ist vellandi hiti. Fórum við því lítið hraðara en fetið, og þó voru hestarnir í einu kófi. Ef vind hreyfir nokkuð að ráði, er kominn þarna sótsvartur sandbylur, og gæti þá, fyrir ókunnuga a. m. k., verið mjög bagalegt — og kannske meira en það, — hve leiðarmerkin voru strjál, niður- fallin og ómerkileg. Strax og ég kom heim, fór ég á fund vegamálastjóra og vakti at- hygli hans á þessu. Tók hann vel í að láta lagfæra þetta, og er líklega búið að gera það fyrir löngu. — Dómadalur er luktur hæðum allt um kring. I honum er svolítið graslendi, og er þangað kom fórum við af baki og áðum í hálftíma. Pálmi Hannesson rektor segir, að til sé saga um það, ,,að nafnið á daln- um sé dregið af því, að þar hafi einhverju sinni verið haldið dómþing, til þess að gera um deilumál milli Rangæinga og Skaft- fellinga, og telji sumir að deiluefnið hafi verið barnsfaðernismál". Aldrei hefi ég heyrt þessa sögu, og ekki er hún sennileg. Langlíklegast þykir mér að nafnið sé til- orðið á þann hátt, að ,,fjallkóngur“ (eða ,,kóngar“) á Landmannaafrétt hafi áður fyrr skipað í leitir (göngur) úr dalnum, þ. e. ,,dæmt“ mönnum að fara í þessa leit í dag og hina á morgun o. s. frv., en sem kunnugt er, hafa þeir haft, og hafa enn, óskorað dómsvald um þetta. Á síðari tím- um hafa „fjallkóngar" fellt þessa „dóma“ við Landmannahellir. — Úr Dómadal að Landmannahelli er góður vegur, og gátum við nú farið greiðara, þó hitinn væri sá sami. En þegar við komum að Helliskvísl- inni, sem kemur sunnan úr Mógilshöfðum og rennur milli Hellisf jalls og Sátu, gerðu lausu hestarnir, sem við rákum, okkur þann grikk, áður en okkur varði, að fara þvert yfir kvíslina og upp í Sátu sunnan- verða. Farvegur kvíslarinnar er þarna afar breiður og að mestu leirur, sem eru reglulegt dýki, enda óðu hestamir forina upp undir kvið. Okkur þótti svo óárenni- legt að fara á eftir þeim, að við lögðum ekki út í það, og héldum norður að Land- mannahellir. Þar settum við hestana, sem við riðum, inn í fjárbyrgi, en tókum sjálfir að snæða miðdegisverð, og drukkum lauga-kaffi. Var það okkar happ, að mið- degisverðurinn var í hnakktösku. Nú fórum við Högni að brjóta heilann um það,. að ná í hestana úr Sátu. Allt vatnsmagn kvíslarinnar rann í mjóum ál alveg við bakkann fram undan „hellinum“, og sýndist það alldjúpt, en sunnan við álinn voru ca. 250 metra breiðar leirur, eða dýki eins og það, sem lausu hestarnir óðu yfir. Kom mér nú í hug, að sumarið 1927 fór- um við eitt sinn þrír yfir Gljúfurá í Borg- arfirði, rétt ofan við ármótin, þar sem hún fellur í Norðurá. Með okkur var Tómas Jónasson bóndi í Sólheimatungu, og voru það hans ráð að þessi leið var valin frá Sólheimatungu að Ferjukoti, af því að hún er styttri en að fara upp á þjóðveginn. En Tómas kunni lagið á því að fara yfir svona leirur. Og það var, að ríða yfir þær „í loft- inu“. Ef þetta misheppnast, t. d. af því að hesturinn er ragur, eða kann ekki „að létta sér á“, er hætta á að hann sökkvi í leðjuna — annað hvort hálfur eða allur. Á þessum leirum er oftast dálítil skán ofan á, einkum í þurrkum. Hvörf eða pyttir í þeim er hættulegast. Tómas fór á undan, sló í og reiddi vel af, enda reið hann hesti, sem var vanur þessum skeiðvelli. Tveimur fataðist að fara nógu hart. Hestur annars fór í kaf að aftan, svo að hann stóð næst- um upp á endann, en af því hann var létt- ur og fjörmikill (hét líka ,,Léttir“) og sá, er á honum sat, hottaði duglega á hann, reif hann sig upp. En hestur hins fór alveg á kaf, svo hann varð að fara af baki. — Ég fór nú á undan út í álinn, sem reyndist að vera í taglmark, en lygn og góður í botninn, gaf „Léttir“ mínum hæfilega vís- bendingu um, hvað hann ætti að gera, og fór „í loftinu“ yfir leirurnar. Högni kom rétt á eftir og notaði sömu aðferð. Svo fóru hestamir létt yfir, að þeir sukku ekki ofan í leðjuna nema í hófhvarf. Lausu hestarnir voru komnir langt upp í Sátu, og töskuhesturinn búinn að losa sig við bagga sína; hefir þótzt eiga kröfu á því að velta sér eins og hinir! Það tók nokkurn tíma að tína hestana saman. Þegar við komum með þá að leirunum, rákum við þá yfir á spretti á braut okkar. Sumir þeirra hittu ekki á vaðið á kvíslinni og fengu sér ær- legt bað í henni. Þetta brask tafði okkur um tvo tíma. — Umhverfið í kringum Landmannahellir er dásamlega fagurt. I vestri eru Sauðleysur og norður af þeim Hrafnabjörg, há og fögur fell, að ógleymdri sjálfri fjalladrottningunni, Heklu gömlu, sem nú í nærri öld hefir verið sakleysið sjálft. I suðri og suðaustri er Sáta og Mó- gilshöfðar. Lengra til austurs Námarnir, og austast Tjörfafell. I norðri er Hellisf jall (sunnan í því er ,,hellirinn“), en bak viðþað rís Loðmundur, hátt fjall (yfir 1000 m.) og fagurlega skapað. Sunnan undir Loðmundi er stöðuvatn, er heitir Loðmundarvatn. Hellisf jall og Loðmundur eru grasi gróin að mestu leyti, og mikill gróður er þarna á miðjum Landmannaafrétti víðar. Af Loð- mundi er afar gott útsýni, og telja sumir það ekki gefa eftir útsýni af Heklu. Aðeins á tveimur stöðum, að austan og vestan, er hægt að ganga á Loðmund, því mikil hamrabelti eru í honum nærri allt í kring. Frá Landmannahellir upp á Loðmund er nál. 2 stunda gangur, og hann ekki mjög erfirður. Er sjálfsagt fyrir ferðafólk, sem getur komið því við, að veita sér þá ánægju að ganga á Loðmund, ef veðurskilyrði eru góð. Því miður höfðum við Högni ekki tíma til þess. Sumarfríið hans var að verða á enda, og því vorum við neyddir til að hafa hraðann á. Við Landmannahellir var stundum sung- ið og kveðið í fjallferðum í gamla daga, og kann ég ýmsar sögur af viðureign manna þar, en þær verða að bíða „Fjall- ferðasögunnar". Þegar við Högni lögðum af stað frá Landmannahellir, var kominn dálítill norð- vestan andvari, sem við Sunnlendingar köllum „útrænu“. Við það dró úr mesta hitanum, enda höfðum við blæinn í fang- ið. Ferðaveðrið var því eins yndislegt og frekast varð á kosið, og birtan og fegurð- in allt í kring. Hvergi var skýhnoðri á nokkru fjalli, ekki einu sinni Heklu. Hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.