Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 16, 1940 Ritstjóri leyniblaðsins „Robotnik" var alltaf í lífsháska Þrátt fyrir að leynilögregla zarsins væri alltaf á hælum Pilsudski, tókst honum að koma út hverju tölublaðinu á fætur öðru af leyniblaði sínu, sem í mörg ár hélt lífinu í pólsku frelsishreyf- ingunni. Eftir VILLIAM JENSEN. Ljósmynd af nokkrum forystumönnum pólsku frelsishreyfingarinnar, tekin 1896. Maðurinn á miðri myndinni er Josef Pilsudski. Yzt til vinstri er Ignacy Moscicki, er síðar varð forseti Póllands. Einn góðan veðurdag árið 1893 komu nokkrir pólskir föðurlandsvinir sam- an í stórum skógi rétt hjá borginni Wilno. Þeir voru meðlimir hins pólska sósíalistaflokks (Polska Parti Socjalist- yczna — P.P.S.), sem bannaður hafði ver- ið, og voru komnir saman til að ræða um, hvemig þeir gætu komið út pólsku sósíal- istablaði. Þetta var auðvitað stórhættu- legt, þar sem rússneska stjómin hataði allt, sem snerti sósíahsma og pólska frels- ishreyfingu! Að vísu höfðu Pólverjamir reynt að gefa út blöð áður, en þau höfðu öll farið út um þúfur. Nefndarmennirnir ræddu nú um þetta fram og aftur i skóginum. Allt í einu hrópaði einn þeirra,, félagi Viktor“: — Látið þið mig um þetta! Sýnið mér traust, þá skal ég sjá um, að þetta gangi. Síðan sagði hann þeim, að hann ætlaði sér að prenta og gefa út blað ,,Ro- botnik“ (Verkamaðurinn) bæði reglulega og svo lengi, að rúss- nesku yfirvöldin yrðu viti sínu fjær yfir frekju Pólverja. Hann sagði þeim ekki, hvern- ig hann ætlaði að fara að þessu. En honum var sýnt traust, þó að menn vissu ekkert annað um hann en það, að hann var skap- festumaður, sem fékk vilja sín- um framgegnt. — Þeir vissu einu sinni ekki hið rétta nafn hans, því að þeir urðu allir að nota dulnefni til þess að villa rússnesku yfirvöldin, ef þau kynnu að komast yfir eitthvað, sem þeir hefðu ritað eða talað. Enginn nefndarmanna vissi, að Viktor var — Josef Pilsudski. Viktor tók strax til starfa við að koma „Robotnik" út. Enginn skilur enn þann dag í dag, hvernig hann gat komið prentvél inn í landið —, en einhvern veginn tókst hon- um það. Áður en vélin kom, var eitt eintak af blaðinu prentað í Lundúnum, og átti það að sýna blaðamannshæfileika Viktors. Blaðið var 36 síður, og því var tekið með miklum fagnaðarlátum, svo að nú gat fé- lagi Viktor byrjað fyrir alvöru. I Wilno kynntist hann lyfsala einum, Kazimir Parmiewski, sem vildi gera allt til að hjálpa Viktor. Hann hafði lyfjabúð í hinum litla bæ Lipnizki, og þar var Viktor með prentsmiðju sína fyrst í stað. Pilsudski kunni ýmislegt, en prentari var hann ekki, og því þurfti hann að fá mann, Wladyslaw Glowacki, til að hjálpa sér. Fyrsta blaðið kom síðan út 12. júlí 1894. Það var 12 síður, og 18 x 25 sm. að stærð. Þetta var heppileg stærð, því að njósnar- arnir máttu ekki komast að þessu. Pilsud- ski sá sjálfur um að bera blaðið út, og það var ekki hættuminnst. Hann hafði því fjölda manna og kvenna til þess — kon- urnar gátu falið blöðin undir svuntum sínum. Pilsudski var ákaflega varkár, en samt ekki nógu varkár — hann varaði sig ekki á ástinni. Hann bjó alltaf í Wilno, en heimsótti lyfsalann, vin sinn, í Lipniszki nokkra daga í viku. Þar var hann svo niður sokkinn í vinnu sína, að hann tók ekkert eftir því, hvað Glowacki var í raun og veru léttúðugur. Það leið ekki á löngu áður en Glo- wacki hafði trúlofazt vinnukonu lyfsalans. Og henni hafði hann sagt frá þessu herbergi í lyf- salahúsinu, en inn í það hafði hún aldrei fengið að koma. Fyrst gekk allt eins og í sögu, — stúlkan elskaði unnusta sinn og gladdist með honum yfir vel- gengni blaðsins, sem vakti alls- staðar athygli, aðallega vegna þess, að rússneska lögreglan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.