Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 16, 1940 Jóhannes M. Straumland: SKEMMTIFERÐ | Höfundur pessarar smásögu er aðeins | | 17 ára gamall Breiðfirðingur, og er | | petta p>að fyrsta, sem eftir hann birtist | 'a 'IIMMIMi I Sunnudagur. I upploftum sigldu hvítleit ský fyrir vindum himinsins, þeim vindum, er ekki blésu á jörðinni í svip. Austan f jörð- inn andaði þýðingarlausum blæ, sem varla gáraði sjóinn. Þeir ætluðu nú svei mér að gera sér glaðan dag. Prúðbúnir sleiktu þeir sól- skinið við aðalgötu bæjarins, sem að vísu var ekki malbikuð, — og bollalögðu, hvemig þeir ættu að verja deginum eða réttara sagt, hvernig þeir ættu að fara að því að gera sér glaðan dag eins og nú stóðu sakir. Þú mátt trúa því Gvendur, að þetta er það langsniðugasta og raunverulega það eina, sem hægt er að gera, sagði annar, lítil og svartur, — þú hlýtur að sjá það, Gvendur. Gvendur var hár og þrekinn náungi, með rauðleitt yfirvararskegg og ljóst hár, sem auk þess var liðað, en líktist mest hross- hári að öðm leyti, og tignarlegan ennis- svip eins og Gústaf sálugi Adolf, anzaði dræmt: — Fjandakominu ég veit, hvort það borgar sig að fara að þenja þetta langt upp í sveitir, bara til að fara á landa- fyllirí. Þeim svarta var mikið niðri fyrir. — Akkúrat, sagði hann. — Þér finnst það borga sig betur að þvælast hér guðs- langan daginn og nóttina líka án þess að hafa svo mikið sem kogara til að hressa sig á. Gvendur skotraði augunum annars hug- ar til Persilpakkanna, sem stillt var út í nálægan búðarglugga, og glotti með hægð: — Kogara? sagði hann. — Maður gæti nú ef til vill náð sér í kogara, ef þú kærir þig um — í apótekinu. — Láttu nú ekki svona, sagði sá svarti. — Ef þú á annað borð ætlar að skemmta þér í dag, þá er þetta eina leiðin. Annars geturðu farið heim að sofa. Eftir augnablik bætti hann við í öðmm tón: — Annars var nú Keli búinn að tala um þetta við mig fyrir löngu, að við kæmum upp eftir í drossíunni við tækifæri og hitt- um Þormóð. Hann hefir alltaf nóg, sá karl! Og það er nú svo sem ekki amalegt að fá gratís bíltúr upp um allar sveitir, lags- maður. Gvendur flautaði eins og hann væri ann- ars hugar, en það var hann nú samt ekki. — Er ekki Þormóður hættur, síðan bindindisglorían kom yfir þá þarna efra? spurði hann. Sá litli, svarti greip andann á lofti og var nærri því óðamála: — Hættur! Þú talar eins og þú hefir vit til, drengur. Heldurðu, að Þormóður sé svoleiðis maður, að hann hætti strax, og leggi árar í bát, þó að markaðurinn þrengist eitthvað þarna rétt við nefið á honum? Nei, svoleiðis maður er ekki Þor- móður. Hann hefir fasta kúnna, sem ekki svíkja hann, bæði hérna niður frá og ann- ars staðar. — Út um allt land, segja þeir. — Nú lýgurðu, sagði Gvendur svona fyrir siðasakir, án áherzlu, og bætti svo við: — Þá er að ná í Kela, — og ekkert andskotans slór! En einhvern veginn legst þetta djöfullega í mig. — Ég held þú sért hjartveikur, sagði sá litli, svarti, en var að öðm leyti sigri- hrósandi. Hann hét Áslákur Jónsson. Skömmu síðar ók heldur óglæsilegur bíll með ógurlegum hávaða upp úr bænum og stefndi inn í sveitir. — Ég var eini maðurinn með viti! Það var Áslákur, sem talaði. — Gvendirr ætlaði ekki að fást af stað. — Hann kemst nokkuð þessi, sagði Keh bílstjóri og jók hraðann stoltur, — þó hann sé kannske ekki fínn útlits. Það er ekki allt fengið með fínheitunum, sögðu gömlu mennirnir. — Hann er orðinn svo andskoti eitthvað stirður upp á síðkastið. Það er varla hægt að mjaka honum úr stað, hélt Áslákur áfram. — Stirður! át Keli eftir, móðgaður. — Hann er nú einmitt helmingi betri núna í seinni tíð, síðan ég gerði við hann. — Gerði við hvem? — Bílinn auðvitað, maður. Ertu heyrn- arlaus, Áslákur? — Nú ég var að tala um Gvend, en eng- an andskotans bíl. Svona héldu þeir áfram fróðlegu og upp- byggjandi samtali, unz þeir námu staðar fyrir neðan Hólatún, bæ Þormóðs bónda. Á Hólatúni var nýbyggt steinhús og jörðin vel ræktuð. Þar var myndarlegt bú. Á þessum síðsumardegi var allt hey komið í hlöður, utan fáein lágreist sæti suður á túninu, en á hlaðinu stóð Þormóð- ur bóndi og spókaði sig. Hann var stór vexti og dökkur á brún og brá, kolsvart, þykkt hárið gljáði í sólskininu eins og það væri olíuborið og vikugamlir skeggbrodd- arnir gerðu andlitið svart. — Skuggalegur maður. — I augum hans brann dularfull, villt glóð, sem sjaldgæf er í augum ís- lenzkra manna, enda var hann bæði sauða- þjófur og bruggari. En slunginn var Þor- móður og kænn, það mátti hann eiga. Þrisvar höfðu snuðrararnir komið að hon- um óvörum, en aldrei hafðist neitt upp úr krafsinu. Enginn maður í heiminum vissi, hvar Þormóður bruggaði. Það var ekki einungis leyndarmál, heldur einnig dularfullt. — Gúmorin, vinur, sagði Áslákur, sem hafði orð fyrir þeim félögum. Þormóður leit hvasst á komumenn, en svaraði ekki óvingjarnlega: — Góðan dag- inn, piltar. Rödd hans var djúp. — Það er góða veðrið, sagði Áslákur, þegar þeir höfðu heilsazt með handabandi upp á íslenzka sveita vísu. — Himneskt, svaraði Þormóður. — Það má nú segja. Síðan stutt þögn, örlítið vandræðaleg. Þormóður hélt áfram að spóka sig á hlað- inu eins og ekkert hefði í skorizt, og virt- ist ekki sjá komumenn. Svo sagði Áslákur, kaldur: — Ja, eiginlega komum við nú í for- retningserindum, sérðu. Aftur leit Þormóður hvasst á þremenn- ingana, þessum dularfullu, útlensku aug- um. — Akkúrat, sagði hann dræmt, — reyn- ið þið þá að pilla ykkur inn, og svo opn- aði hann húsdyrnar virðulega. Segir nú ekki frekar af viðskiptum þeirra, nema þegar þeir komu aftur undir bert loft var ómögulegt annað að segja en að þeir væru svolítið hífaðir, eins og sagt er, og vel nestaðir með íslenzka fram- leiðslu í öllum vösum, nema vestsvösunum. Þeir kvöddu Þormóð bónda með virkt- um, og héldu syngjandi niður túnið. Ham- ingjusamir menn. En niðri á þjóðveginum stóð vesalings Fordarinn og beið, — aumingjalegur að vanda. — Mikill herjans karl er þessi Þormóð- ur„ sagði Áslákur, hrifinn. — Já, ,það má nú segja, sagði Keli í sama dúr. — Minnsta kosti er hann maður, sem óhætt er að taka sér til fyrirmyndar, áagði Gvendur, drjúgur. — Er þeir nálguðust bílinn, sagði Keli: — Svo það er að skemmta sér, unga,.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.