Vikan


Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 18.04.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 16, 1940 t t aracj Margir Pólverjar, sem voru grunaóir um að vita eitthvað um „Robotnik“ voru teknir f'astir, og þegar þeir vilciu ekkert segja, voru þeir vægðarlaust dæmdir til dauða og síöan hengdir á gálga. kvalinn, þar til hann varð vitlaus. 1 brjál- æðisköstunum gaf hann lögreglunni upp- lýsingar um nokkra Pólverja, og þó að hann .vissi ekki. mikið, var það samt nóg til að skjóta útgefendunum skelk í bringu. Wojciechowski fór til Lundúna, en Pilsud- ski flutti til Lodz og hélt þar áfram vinnu sinni. Þar gerðist Kazimir Roznow- ski starfsbróðir hans. Prent- smiðjuna höfðu þeir í íbúð Pil- sudski, fyrir innan dagstofuna. Hurðin var oftast opin þangað inn, en frú Marja Pilsudski sat í dagstofunni og raulaði alltaf fjörugt lag, ef vinnustúlkan kom inn, og þá var hurðinni lokað. Kona Pilsudskis var læknisdóttir frá Wilno og hafði borið út „Robodnik“ í mörg ár. Hún var svo fögur, að félag- amir kölluðu hana „hina fögru konu.“ I febrúar árið 1900 var Alex- ander Malinovski sendur til að fá pappir, en hann var tekinn fastur, þegar hann kom tóm- hentur út úr húsinu. Pilsudski hafði enga hug- mynd um þetta. Hann var svo ánægður yfir að hafa fengið pappírinn, að hann vann til kl. 2 um nóttina, en þá lagði hann sig í öllum fötum. Kl. 3 vakti lögreglan hann og frú Marju. Frú Marja gat aðvarað Roz- nowski, sem flýði til Warszawa, en þar var hann tekinn fastur nokkrum mánuðum síðar og dæmdur í sex ára útlegð. Pilsudski lézt vera geðveikur og var fluttur á geðveikrahæli, en þaðan flýði hann ári síðar. Rússnesku yfirvöldin héldu nú, að þau hefðu stanzað blaðið, en það kom út eftir sem áður. Fyrst var blaðið prentað í Lundúnum, en því næst í Kiew, þar sem P.P.S.-meðlimirnir höfðu komið sér upp ágætri prentsmiðju. Meðlimirnir voru teknir fastir, dæmdir í útlegð eða til dauða, en blaðið kom út í banni til 1918. Þegar Pólland varð sjálfstætt eftir heims- styrjöldina kom „Robotnik“ þar út sem stærsta dagblaðið þar í landi. En vegur þess stóð ekki lengi. Áður fyrr hafði blaðið verið eina málgagn P.P.S.-flokksins og Pilsudski stofnaði bæði til flokksins og blaðsins. Öðru- vísi gat það ekki verið. En samt fór það á annan veg, en Pilsudski hafði til ætlazt. Árið 1926 kom Josef Pilsudski á stjórn, sem var al- mennt álitin hern- aðaralræði, en þeir, sem í henni voru, kölluðu hana lýð- stjórn. Þetta varð til þess, að hinir raunverulegu lýð- ræðissinnar, sem höfðu ávallt stutt Pilsudski, bæði í P.P.S.-flokknum og við blaðið sneru við honum baki, þrátt fyrir dugnað hans. P.P.S og ritstjóri blaðsins, Mieczyslaw Niedzialkowski, vildu ekki snúa frá þeirri hugtaksfræði, sem „Robotnik“ hafði barizt fyrir, þrátt fyrir hættur og erfiðleika, í 25 ár. Síðasti rit- stjóri blaðsins barðist fyrir sömu hugsjóninni með jafn- mikilli þrautseigju og fyrsti ritstjóri þesS, „félagi Viktor“, þar til örlög Póllands voru ákveðin og til lykta leidd á síðast liðnu hausti. En er hinn ötuli ritstjóri barðist ótrauðast fyrir hinum upphaflegu grund- vallarhugsjónum blaðsins, var það Pilsudski marskálkur, sem skrifaði harðvítugar áróðurs- geimar gegn blaðinu. Þetta er kaldhæðni örlag- anna! Atvinnulaus, enskur leikari, sem hafði lent í Ameríku, gekk einu sinni inn í ódýrt veitinga- hús og hitti þar starfsbróður sinn, sem var þjónn þar. — Hamingjan góða, ert þú þjónn hér í þessari holu ? spurði hann. — Já, svaraði hinn, — en ég borða hér ekki. # Frelsishetjan Pilsudski, eftir að hann var orðinn rnarskálkur og einræðis- herra. En til þeirra metorða komst hann eftir ævilanga baráttu fyrir sjálfstæði Póllands, og hafði lengstum orðið að fara huldu höfði. Náttúrufræðingar halda því fram, að þrír af hverjum fjór- um negrum í Afríku eigi að minnsta kosti einn hvítan for- föður. Alexander Malinowski, sem varð þess valdandi með óvarkárni sinni, að „Robotnik“ var gert upptækt og Pilsudski tekinn höndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.