Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 1

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 1
PERLURNAR EFNIS YFIRLIT er á blaðsíðu 2. Nr. 28, 11. júlí 1940 veitta Jan Peters hamingjuna. En svo ætlaði hún allt í einu að renna úr greipum hans. SMÁSAGA eftir MICSíAEL DAVID. Það var þétt þoka yfir hafn- ; arbakkanum í Baratonga , og þeir, sem voru þar á gangi, 1 urðu eins og ómennskar verur, og líktust draugalegum skugg- um. Jan Peters var einn af þess- um skuggum. Hann nam staðar fyrir utan „Gylltu slönguna“ og skoðaði marglitar auglýsingar. Hann hafði vitað, að þar mundi vera auglýsing með Pepitu. Allir á Baratonga-ströndinni þekktu Pepitu eða Ijöfðu heyrt hennar getið. Hún var ekki frek- ar spænsk en Jan Peters, þótt hún bæri þetta nafn. En hún dansaði eins og engill. Hann beið eftir henni, þegar sýningunni var lokið. Honum var heitt um hjartaræt- umar, er hann hugsaði til hennar. Flestir karlmenn á Baratonga-ströndinni höfðu reynt að komast í kunningsskap við hana, en aðeins einum þeirra hafði tekizt að kynnast henni náið. Sá maður gekk undir nafninu Papuaner-Tom. Hann var ófyrir- leitinn þorpari, ef trúa mátti sögum þeim, sem um hann gengu, sluddmenni, sem ekki klýjaði við neinum óþokkabrögðum. Hver maður á Baratonga-ströndinni var undir járnhæl hans. Karlmennirnir óttuð- ust hann af ýmsum ástæðum, og konurn- ar ... ! Pepita sagði Jan margt um það, þegar þau gengu saman í þokunni þetta kvöld, fram hjá seglskipum, perluveiðara- bátum og strandferðaskútum, sem voru eins og draugalegir skuggar. Og þau fóru fram hjá Tutlia, skútunni hans Papuaner- Toms. — Hjálpaðu mér, sagði Pepita. — Hjálp- aðu mér til þess að komast burtu. Ég hefi engan frið fyrir honum. En Jan komst fljótt að því, að það var hægra sagt en gjört. Daginn eftir kom ófélegur náungi eins og af tilviljun um borð í Mauna Loa. Á því skipi var Jan seglgerðarmaður og timbursmiður. — Þetta er víst Jan Peters, sagði þessi náungi. — Nú og það er nú svo sem auðséð, bætti hann við og horfði háðs- lega á Jan. — Ég er sendur frá Papuaner-Tom og átti að segja, að þér væri hollast að koma ekki nærri „Gylltu slöng- unni“ og Pepitu. Jan var ekki sérlega mikill vexti, en hann var engin rag- geit og gat ekki gleymt svipn- um á Pepitu, þegar hún bað hann að hjálpa sér. — Skilaðu kveðju minni til Papuaner-Toms, sagði hann, — og segðu honum að skipta sér ekkert af mínum málum. Náunginn varð í fyrstunni orðlaus yfir þessari býræfni. Hann stóð og glápti á Jan. Svo spýtti hann út fyrir borðstokkinn og sagði „Ö- key“. Jan horfði á eftir honum, þar sem hann gekk niður hafnarbakkann. Jan beit á jaxlinn. Hann hafði heyrt margar sögur um Papuaner—Tom. Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.