Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 28, 1940 13 PERLURNAR - Framhald af forsíðu. Daginn eftir var Jan Peter dreginn upp úr sjónum nær dauða en lífi. Mannskæðir hákarlar voru í Baralong- flóanum, þar sem Jan var bjargað. Þegar hann kom af spítalanum, var hann með tréfót. Menn leggja mikið í sölurnar fyrir kvenfólkið. Jan hafði aldrei verið neitt sérlega mik- ill fyrir mann að sjá, og nú, þegar hann var kominn með tréfót, fannst honum hann ekki vera nema hálfur maður eða varla það. Þetta varð til þess, að hann í langan tíma kom ekki nálægt Baratonga- ströndinni og Pepitu. Hann hafði í raun og veru ekki kjark til að láta hana sjá sig. Dag nokkurn var hann niður við Keala- kua og sá þá, að verið var að setja mat- föng um borð í skonnortuna Upolu. Hana hafði hann oft séð í Baratonga. Jan gekk út í dallinn og spurði eftir skipstjóranum. Hann leit þorparalega út, fitlaði við skegg- hýjunginn og glápti á Jan. — Svo að þig vantar skipsrúm? Ég veit ekki, hvað skal segja. Ertu ekki stirður á þessum stólpa- fæti? Jan sýndi honum, að hann gat farið allra sinna ferða á gervifætinum og Charlie Brown horfði undrandi á hann. Svo skelli- hló hann, sló á öxlina á Jan og sagði: — Þú ert ágætur. Við siglum í fyrramálið. I dögun var siglt af stað, en ekki til Baratonga, eins og Charlie hafði sagt öll- um á Keatakna. Upolu stefndi suður á bóginn til Astral-eyjanna og áður en langt um leið, óskaði Jan þess, að hann hefði aldrei stigið fæti sínum um borð í skút- una. Það var eitthvað leyndardómsfullt við þessa ferð. Jan hafði aldrei komið til Astrol-eyjanna, en heyrt menn tala um þær, og að sögn voru þær óbyggðar. Kvöld eitt sat Jan á rekkjunni sinni og var að taka af sér tréfótinn. Hann var órólegur. Það var eitthvað bogið við þessa ferð, eitthvað uggvænlegt. Charlie Brown var í einhverjum æsingi, sem hann átti bágt með að dylja. Areher, sem virtist ráða eins miklu og skipstjórinn, stóð stundum tímunum saman úti við borðstokkinn og horfði í suður. Og þriðji maðurinn, Collins, var líka einhver skuggapersóna. Areher kom niður og sá Jan þarna með tréfótinn við hlið sér. Hann settist á rekkj- una á móti honum, því að þeir voru saman í káetu. Hann bauð Jan sígarettu. — Veiztu nokkuð, hvert við erum að fara? spurði hann. Jan hrissti höfuðið. Honum fannst hyggilegast að segja sem minnst. — Þá skal ég segja þér það. Við förum til Astrol-eyjanna. Þú hefir heyrt þeirra getið ? — Já, sagði Jan. — Eru þær ekki óbyggðar ? Areher brosti og þetta bros gerði Jan enn þá órólegri. — Þær voru óbyggðar, þar til fyrir ári síðan. Ég kom í eina eyj- una með náunga, sem heitir Paseal. Við vorum að leita að perlum. Hann pýrði aug- un og horfði hvasst á Jan. — Það er bezt að segja þér eins og er ... við fundum perlur. Jan kinkaði kolli. Nú fór hann að skilja allt betur. — Og nú ætlið þér að ná í meira af þeim? Areher hristi höfuðið. — Ekki beinlínis það. Paseal varð eftir á eyjunni. Það var lítið um mat á skipinu. Ég tók dálítið af perlunum með mér. Aðeins nokkrar þeirra. Paseal fékk afganginn. Og ef heppnm hefir verið með honum, þá . . . Areher hallaði sér aftur á bak í rekkjunni og Jan sá græðgis- glampa í augum hans. — Skilurðu mig ... Paseal og ég áttum að skipta til helminga. En síðan hefi ég hugsað dálítið nánar um þetta. Hann þagnaði. — Jahá! sagði Jan og vissi ekki, hvernig hann átti að taka þetta. Areher hallaði sér að honum. — Þú ert sá eini hér um borð, sem ég get treyst, sagði hann. — Brown er glæpamaður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.