Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 28, 1940 II. Ömefni. 1. Ég hefi ekki safnað örnefnum á Islandi og get því ekki fullyrt hver eru ný, hver gömul, nema þau, sem ég hefi rekist á í sögum vorum og bið því afsökunar, ef ég skyldi taka yngra nafn í stað eldra á þeim örnefnum, sem ég hefi athugað hvort geti verið frá hebresku komin. Af þeim örnefnum, sem mest hefir verið rætt um, að því er ég man eftir, og menn hafa ekki orðið ásáttir um hvaðan væru runnin eða hvað þau þýddu eru þessi helzt: Thule, Dimon, Knavahólar, Kögunarhóll hjá Ingólfsfjalli, Likný, Joldusteinn, Bear- sker, Galmarströnd, Hofsjökull, Papeli og Ölvesá. Týh og Thule er sama nafnið, þótt rit- háttur sé mismunandi. Á hebresku finn- um vér sérnafn, sem heitir: Thola (eða Thula, hálfhljóðinn v er merktur til o- hljóðs, en er þó millihljóð milli íslenzkt o og u). Samnafnið þýðir skarlat, eða klæði litað í „cocous“. Bókstafurinn „tav“ í hebresku hefir ýmist t. eða þ hljóð, eða millihljóð þar á milli, þess vegna hefir orð- ið hjá okkur ýmist fengið nafnið Týli eða Thule, eins og „thor“ verður ýmist hjá okkur tór eða þór. Um nafnið Dimon hafa menn helzt gisk- að á, að það ætti uppruna sinn frá latínu (duo montes eða dis montes) enda þótt mjög ólíklegt sé að þeir, sem latínu kunna, byggju til nafnið Dimon úr þessum tveim- ur orðum. Dimon er eldgamalt, hebreskt nafn á borg í Moabslandi, sem nú er í auðn, en rústirnar nefnast nú Diban. En flestar borgir þar eystra voru reistar á fjöllum eða hæðum, — auðveldara að verjast þar en á sléttlendi ef á var ráðist, — og senni- legt er, að eins hafi verið um þessa borg. Samnafnið af sama stofni er „Dimjon“, sem þýðir: líking eða mynd. Hefir sérnafn- ið því sennilega orðið til á þann hátt, að þessi borg eða hæðin, sem hún var reist á, hefir verið lík annarri borg eða hæð þar í grendinni. Nafnið Dimon á íslenzku er notað um tvær hæðir svipaðar, sem eru nálægt hvor annarri, bæði við Markarfljót og á Hrafnabjargarhálsi austan Þingvalla- sveitar. Tel ég því engan efa leika á því, að þetta nafn er komið til okkar frá hebresku, óbreytt, eins og það var fyrir 3000 árum síðan. Aramaiska orðið: „knavan" er fleirtölu- orð, sem þýðir: félagar, en finnst ekki sem sémafn í gamla-testamenntinu, en líklega hefir það þó verið notað sem sérnafn, því sem sérnafn er það komið til okkar í sam- bandi við hebr. orðið: „chol“ eða ,,chvol“, en þetta orð: „chvol“, sem upprunalega þýðir: sandur, helzt sandur blásinn saman Eftir séra Guðmund Einarsson. í sandhóla af vindi í eyðimörku, flytzt svo yfir á hóla af svipaðri gerð. Þar af kemur svo nafnið Knavahólar á íslenzku. Af svipaðri gerð er Kögunarhóll, eða réttara Kagahvoll, sunnan Ingólfsfjalls, og hefir því fengið nafnið: „Chagi-hvoll“, en „Chagi“ er mannsnafn á hebresku, sem hjá oss verður Kagi og í eignarfalli Kaga og loks allt nafnið Kagahvoll eða Kagahóll, sem svo hefir, vegna þess að menn skildu ekki nafnið, breytzt í Kögunarhól og bæði nöfnin svo notuð á víxl á vorum dögum. Sagt er frá því, að Þorbjörn laxakarl hafi eitt sinn orðið heylaus og rekið þá fé sitt inn í hlíðina innar af Haga og þar hafi verið beit nokkur, svo fé hans bjargaðist af og nefndi hann því hlíðina: Likný. Þetta hafa menn viljað skilja þann- ig, að orðið væri sett saman úr líkn og ný og þýði: ný líkn, en það er óhugsandi sér- nafnsmyndun á íslenzku máli. „Lachmi“ er sérnafn til á hebresku, sem upprunalega þýddi: brauð, fæði, björg. Sennilega er það þetta nafn, sem hefir orðið Líkný á ís- lenzku og er eflaust sama og konunafnið, sem Ladn. nefnir Lecný. Sjálft bæjarnafn Þorbjörns laxakarls: Hagi, er hreint hebrezkt nafnt, en þar er það mannsnafn, staðarnafn á íslenzku. „Jalda“ er hebreskt samnafn og þýðir: stúlka, en finnst ekki sem sérnafn í gamla- testani. Á íslenzku er það notað sem sér- nafn í Joldusteinn. Það hefir máske verið nafn þess, sem steinninn er kenndur við, og eins í Jolduhlaupi á Irlandi, sem Land- náma nefnir. Bearsker tel ég líklegast að nafnið sé orðið þannig til að fyrri hlutinn sé hebreska sérnafnið: „Beor“, sem er manns- nafn, og síðari hlutinn norrænn: sker. Galmar, í Galmarströnd, tel ég alveg víst að sé samsett úr hebresku orðunum: „Gaal“, sem er mannsnafn og ,,mar“, sem þýðir: beiskur, og er notað um salt vatn (sbr. ísl. orðið mar, sem þýðir: sjór). Hofsjökull getur naumast hafa fengið nafn sitt af hofi, því ekkert við jökulinn minnir á hús, né heldur hefir neitt hof ver- ið reist þar nálægt. Sennilegra er því, eins og haldið hefir verið fram áður af öðrum, að hann hafi upprunalega heitið: Húfu jök- ull, því vel getur lögun hans minnt á höfuð með hvíta hettu. Á hebresku er líka til sémafnið: „Chupha“, en samnafnið, sem er eins, þýðir: hetta, hásætishiminn, og það er eflaust þetta nafn, sem Hofsjökli hefir verið gefið til að byrja með, enda er það notað í öðrum örnefnum t. d. Húfu- hylur. Papeli er erfiðara viðfangs, það orð er ekki til á hebresku, svo kunnugt sé, nema ef vera kynni síðari hluti orðsins; að minnsta kosti er „peli“ til, sem þýðir: undursamlegt, og er oft notað um guðleg- ar gjafir. Hugsanlegt er að fyrri hlutinn, sé kominn frá latínu: papa, sem þýðir: faðir og er notað um pávann, sem embætt- isnafn hans, en þá stytt hér í: pa, en síðari hlutinn sé þó frá hebresku runninn. Til er þó á hebresku: ,,po“ eða „pua“, sem þýðir: hér á þessum stað. Ef það gæti verið fyrri hlutinn í Papeli ætti allt orðið að þýða: Hér er undursamlegt, eða: Þessi staður er unaðsleg guðs gjöf. Ölvesá eða Ölfusá, sem áin ýmist er nefnd, er án efa mynduð af mannanöfn- unum Ölver og Ölfuss, sem bæði voru not- uð hér á landi. Bæði nöfnin geta verið hebresk að uppruna (Alvan-Yer og Alpha- Uza) svo þar á er ekkert að græða. En þar eð Þingvallavatn hét Ölvesvatn til foma, er sennilegra að áin, sem úr því rann hafi heitið Ölvesá, enda óvíst að neinn Ölfuss hafi búið í nánd við ána. Vitið þér það? 1. Hvaða ár var fyrsta þingið hald- ið í núverandi Alþingishúsi? 2. Hvað heitir stærsta vatn í Ev- rópu? 3. Hvenær varð Hitler ríkiskanzlari Þýzkalands ? 4. Hvaða mál er talað á Haiti? 5. Hvenær fékk Reykjavík kaup- staðarréttindi ? 6. Hvaða drottning var hálshöggv- in eftir 20 ára fangelsisvist ? 7. Hvaða alþjóðaréttur viðurkenndi árið 1933, að Grænland væri dönsk nýlenda? 8. Hvenær dó Skúli landfógeti Magnússon? 9. Hvaða Hollendingur var konung- ur í Englandi? 10. Hvað heitir höllin, sem franski forsetinn hefir búið í? Sjá svör á bls. 15. Þyrnir í augum. Þetta orðatiltæki er komið úr biblíunni, 4. bók Mósesar, 33. kap., 35. versi, sem er á þessa leið: Ef þér rekið ekki íbúa lands- ins (Kananítana) burt frá augliti yðar, þá skulu þeir, sem eftir eru, verða þymar í augum yðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.