Vikan


Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 11.07.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 28, 1940 11 lliAii, a ktjfpti Lnioi 9 Framhaldsaga eftir EDGAR WALLACE „Afsakið, segið þér!“ sagði herra Tack og stillti sig. Hann var lítill og feitur, með gljáandi skalla og mikið gulleitt yfirskegg. „Afsakið! Það er lítill vandi að segja það. Þér hafið brotið öll fyrirmæli, m í n fyrirmæli. Þér hafið brotið þau sérstöku fyrirmæli mín, að allir ættu að vera komnir stundvíslega klukkan níu. -— en é g á svo bara að afsaka, dag eftir dag.“ Unga stúlkan svaraði engu, en maðurinn með flókahattinn fylgdist með öllu af óskiptri at- hygli. „Tlr þvi að ég get komið stundvíslega, ung- frú Marion, ættuð þér að geta það líka,“ sagði herra Tack. „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt," sagði ung- frúin aftur. „Eg svaf yfir mig. Ég fór að heim- an án þess að borða morgunverð.“ „Ég fór nógu snemma á fætur," hélt herra Tack áfram. Elsie Marion snéri sér að honum; þolinmæði hennar var að þrotum komin. Þannig var hann — nú mundi hún ekki hafa frið fyrir honum það sem eftir væri dagsins, en henni fannst vera nóg komið. Hana grunaði, að uppsögnin mundi vera á næstu grösum hvort eð væri. „Haldið þér að mér sé ekki sama, hvenær þér farið á fætur?“ spurði hún og gat ekki lengur haft hemil á reiði sinni. „Þér eruð eldgamall í samanburði við mig. Þér farið sjálfsagt á fætur bara af þvi, að þér getið ekki sofið, en ég sef af því, að ég get ekki farið á fætur.“ Það var á móti eðli hennar að nota svona orð, en hún gat ekki stillt sig. Herra Tack varð hvumsa. Slikri ósvifni hafði hann aldrei orðið fyrir alla sína forstjóratíð. „Yður er hér með sagt upp,“ hreytti hann út úr sér. Ungfrú Marion renndi sér ofan af tréstólnum náhvít í framan. „Ekki strax — ekki strax,“ flýtti herra Tack sér að segja. „Þér fáið einnar viku uppsagnar- frest.“ „Þakka yður fyrir, ég vil heldur fara strax," sagði hún rólega. „Þér eruð nauðbeygðar til að vera,“ sagði herra Tack og dró andan þungt, — „ef þér farið strax, verðið þér látnar fara, án þess að fá nokkuð vottorð." Hún klifraði aftur sigrihrósandi upp á tré- stólinn. „Þá verðið þér að hætta að skamma mig,“ sagði hún djarflega. „Ég skal gera skyldú mina, en ég læt ekki kúga mig. Ég vil ekki hlusta á þennan sífellda skæting i yður,“ hélt hún ótrauð áfram, án þess að skeyta um afleiðingarnar, og ungi maðurinn með hattinn, sem nú hafði bland- að sér óhikað í hópinn, brosti uppörvandi til hennar. „Ég kæri mig heldur ekki um hinar „vinsamlegu" áminningar yðar. Þér eruð eigandi að andstyggilegri verzlun, þar sem undirmenn yðar móðga varnarlausar stúlkur, sem ekki þora að hrinda frá sér. Einhverntíma skal ég skrifa sögu Tacks & Brightens og senda „Monitor" hana.“ , Þetta var hræðileg ógnun, sem hún hafði gripið til, af því að hún var að byrja að missa kjark- inn og sigurhrósið var að hverfa. En herra Tack, sem hvorki var sálfræðingur, né sérlega skarp- skyggn, brá litum. „Monitor" hafði þegar boðað hneyksli i e i n n i stórverzlun i Oxford Street, Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa alla London. Hon- um hefir verið sýnt banatilræði á götu, en tilræðismaðurinn náðist. Elsie Marion er umkomulaus stúlka, sem vinnur hjá Tack & Brighton. Hún hefir komið of seint á skrifstofuna og herra Tack er að veita henni ákúrur fyrir það. sem var í miklu áliti, og herra Tack var haldinn hræðslu hins heiðvirða manns við almennings- álitið. „Ef — ef þér dirfist,“ sagði hann ógnandi. „Þér — þér skuluð svei mér gæta yðar, ungfrú, ég skal, að mér heilum og lifandi, koma yður héðan út, og það strax. Hvað var það fyrir yður, herra minn?“ Hann snéri sér að manninum með hattinn, sem hann hafði ekki komið auga á fyrr. „Nafn mitt er Gillett,“ sagði hann hægt, — „ég kem frá „Monitor" -— hum — ég vildi gjarn- an tala við ungfrúna augnablik." „Farið til fjandans," sagði herra Tack ógn- andi. Ungi maðurinn hneigði sig. „Þegar ég er búinn að tala við ungfrúna," sagði hann. „Ég banna yður að gefa þessum manni upp- lýsingar um verzlun mina,“ æpti forstjórinn fok- reiður. Blaðamaðurinn lygndi augunum áhyggjufullur. „Veslings maðurinn,“ sagði hann og hristi höfuðið, „ég ætla ekki að tala við hana um verzlun yðar, ég ætla að tala við hana um King Kerry.“ Herra Tack gapti af undrun. „King Kerry ?“ sagði hann, „en það er einmitt hann, sem ætlar að kaupa þessa verzlun!“ Þannig slapp leyndarmálið út úr honum, sem hann hafði gætt svo vandlega hingað til. Með einni setningu hafði hann gefið skýringuna á hinum batnandi fjárhag verzlunarinnar, á lága vöruverðinu og ýmsu öðru merkilegu, sem komið hafði fyrii- síð- ustu mánuðina. „Hann ætlar að kaupa þessa búðarhoiu líka?“ sagði maðurinn með hattinn kæruleysislega. „Það kemur reyndar ekkert málinu við. Fyrir hálfri stundu var King Kerry sýnt banatilræði við neð- anjarðarbrautina i Oxford Street. Á eftir fór hann og keypti alla Portland Place sdmbygging- una, eins og ekkert hefði í skorizt.“ Hann sneri sér að ungfrú Marion. „Hann bað mig að reyna að hafa upp á yður,“ sagði hann. „Hann lýsti yður svo nákvæmlega að mér getur alls ekki skjátlast." „Hvað í ósköpunum getur hann viljað mér,“ sagði hún skjálfandi. „Bjóða yður til hádegisverðar á Savoy,“ sagði Gillett, „svo að hann geti komist að raun um, hvers virði Tack & Brighten er,“ sagði hann brosandi. Herra Tack féll ekki í yfirlið. Hann var of kurteis til þess. En hann var óstyrkur og reik- ull í spori, þegar hann gekk inn á einkaskrif- stofuna sina, og deildarstjórinn yfir nærfata deild- inni — sem heyrði hvað herra Tack sagði við sjálfan sig — stakk fingrunum i eyrun. Hann var sem sé kominn af heiðarlegu og siðprúðu fólki, sem ekki þolir að heyra blót og formæl- ingar. 4. KAPlTULI. Maðurinn, sem drakk kaffi. 1 fangaklefa í Vine Street sat maður og grúfði stynjandi andlitið í höndum sér. Hann var alger- lega ringlaður og reyndi árangurslaust að fá eitthvert samhengi í atburði síðasta sólarhrings. Hann mundi, að hann hafði mætt manni á bakka Themsár, sem hafði verið svo harðorður, að orðin höfðu dunið á honum eins og svipuhögg, en þó hafði maðurinn verið vingjarnlegur i framkomu. Hann mundi líka, að þessi maður hafði slegið hann, og að annar maður hafði komið þar að, nauðrakaður, ungur maður, sem hafði tekið hann með sér heim til sín og gefið honum eitthvað að drekka. Svo hafði þessi ókunni maður farið með hann eitthvað annað og beðið hann að halda vörð, og síðan höfðu þeir elt gráhærða manninn i bíl. Allt, sem skeð hafði greindi hann óljóst í gegn- um þokumóðu ölvímunnar. Þeir höfðu borgað bíl- inn og gengið áfram til South London, og svo höfðu þeir komið aftur, og maðurinn hafði kvatt hann fyrir utan neðanjarðarbrautarstöðina óg þrýst skammbyssu í lófa hans. Skömmu síðar hafði gráhærði maðurinn komið, og án frekari heilabrota hafði Horace Bagzin lyft skammbyss- unni og hleypt af í ofsalegri reiði, en án þess að geta gert sér grein fyrir, hvers vegna hann væri reiður. Og svo kom lögreglan. Þetta var allt, sem skeð hafði. Skyndilega datt honum eitthvað í hug og hann spratt. upp blótandi. Þeir voru að leita að hon- um út af Wiltshire-málinu. Skyldu þeir þekkja hann aftur? Hann þrýsti á litla rafmagnsbjöllu í veggnum, og vörðurinn kom og horfði alvarlegur á hann í gegnum grindahurðina. „Fyrir hvað er ég ákærður?“ spurði Baggin ákafur. „Það vitið þér vel,,“ var svarið, „það var lesið upp fyrir yður á ákærubekknum.“ „Já, en ég er búinn að gleyma þvi,“ sagði fang- inn. „Þér fáið ekkert illt fyrir að segja mér fyrir hvað ég er ákærður, er það?“ Fangavörðurinn var á báðum áttum. Svo sagði hann það. „Þér eruð ákærður fyrir morðtilraun og morð.“ „Hvaða rnorð?" spurði Baggin. „O, þetta gamla, þér vitið, Baggin." „Baggin!" Þeir höfðu þá komist að hver hann var. En enn þá var ekki öll von úti fyrir hann. Þessí riki náungi, sem hann aldrei hafði séð fyrr, og sem hafði fengið hann til að skjóta á gráhærða manninn, gat hjálpað honum, og hann bjó i stóru húsi, Hvað hét hanh nú aftur? I stundarfjórðung gekk Baggin fram og aftur um klefagólfið og streittist með kvalarfullu höfð- inu við að reyna að muna þetta nafn, sem alger- léga var stolið úr huga hans. Því að, þótt undarlegt megi virðast, hafði hann komizt að, hvað þessi ókunni maður hét, þó að hann sjálfan grunaði það ekki neitt. 1 anddyri hússins, sem hann hafði farið með hann inn í, var lítil hilla með fíngerðum silfur- og glermunum. Um leið og Baggin gekk inn, hafði hann séð nokkur bréf liggja á hillunni. Baggin var forvitinn að eðlisfari og auk þess leikinn i að lesa rithönd, og hann hafði séð, að utanáskriftin var .... Zeberlieff! Þama kom það, Zeberlieff var nafnið, og hús- ið var í Park Lane. Það mundi hann nú. Hann var eftir sig eftir þessi heilabrot, en var þó létt- ara í huga. Hann hringdi aftur, og fangavörðurinn kom gramur yfir þessu sifelda ónæði. „Hvað viljið þér nú?“ spurði hann þver- móðskulega. „Get ég fengið pappir, umslag og blýant?" „Það getið þér gjarnan,“ sagði fangavörðurinn. „Hverjum ætlið þér að skrifa — lögfræðingi?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.